Arftaki Hodgson kynntur til leiks rúmum tveimur tímum fyrir leikinn mikilvæga Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. febrúar 2024 19:00 Nýr þjálfari Crystal Palace. EPA-EFE/FILIP SINGER Þrátt fyrir að það sé leikur í kvöld hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Crystal Palace þá hefur athyglin öll verið á skrifstofu félagsins. Nýr þjálfari hefur verið tilkynntur en fyrr í dag var staðfest að Roy Hodgson væri hættur með liðið. Fréttir bárust af því fyrir helgi að Palace ætlaði að reka Hodgson eftir slakt gengi liðsins en síðan bárust fréttir af því að hann hefði veikst skyndilega á æfingasvæðinu. Hodgson, sem er orðinn 76 ára gamall, var fluttur á sjúkrahús og eftir það hefur verið beðið eftir næstu skrefum hjá forráðamönnum Crystal Palace. Liðið er í 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og mætir Everton í sannkölluðum sex stiga leik í kvöld. Það kom því eilítið á óvart þegar það var staðfest fyrr í dag að Hodgson yrði ekki áfram með liðið. Ef til vill kom það meira á óvart að nýr þjálfari var tilkynntur rétt rúmum tveimur klukkustundum fyrir leik. Sá heitir Oliver Glasner og kemur frá Austurríki. Hann er töluvert yngri en Hodgson en Glasner verður fimmtugur síðar á árinu. Hann gerði góða hluti með LASK Linz í Austurríki áður en hann tók við þýsku félögunum Wolfsburg og Eintracht Frankfurt. Welcome to Palace, Oliver Glasner — Crystal Palace F.C. (@CPFC) February 19, 2024 Hjá Frankfurt vann hann Evrópudeildina og kom liðinu í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð en ákvað að segja starfi sínu lausu eftir slakan síðari hluta síðasta tímabils. Hann er nú mættur í ensku úrvalsdeildina og fær það verðuga verkefni að halda Crystal Palace í deildinni. Palace heimsækir Everton í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 20.00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Crystal Palace staðfestir að Roy Hodgson sé hættur Roy Hodgson er hættur sem knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Crystal Palace en Lundúnafélagið hefur staðfest þetta á miðlum sínum. 19. febrúar 2024 15:52 Hodgson fluttur á sjúkrahús af æfingu Crystal Palace Roy Hodgson, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Crystal Palace, var fluttur á sjúkrahús eftir að hafa veikst á æfingu liðsins í morgun. 15. febrúar 2024 23:02 Segir að þeim elsta í sögunni verði sparkað Útlit er fyrir að hinn 76 ára gamli Roy Hodgson, elsti knattspyrnustjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, verði rekinn frá Crystal Palace. 15. febrúar 2024 10:00 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Sjá meira
Fréttir bárust af því fyrir helgi að Palace ætlaði að reka Hodgson eftir slakt gengi liðsins en síðan bárust fréttir af því að hann hefði veikst skyndilega á æfingasvæðinu. Hodgson, sem er orðinn 76 ára gamall, var fluttur á sjúkrahús og eftir það hefur verið beðið eftir næstu skrefum hjá forráðamönnum Crystal Palace. Liðið er í 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og mætir Everton í sannkölluðum sex stiga leik í kvöld. Það kom því eilítið á óvart þegar það var staðfest fyrr í dag að Hodgson yrði ekki áfram með liðið. Ef til vill kom það meira á óvart að nýr þjálfari var tilkynntur rétt rúmum tveimur klukkustundum fyrir leik. Sá heitir Oliver Glasner og kemur frá Austurríki. Hann er töluvert yngri en Hodgson en Glasner verður fimmtugur síðar á árinu. Hann gerði góða hluti með LASK Linz í Austurríki áður en hann tók við þýsku félögunum Wolfsburg og Eintracht Frankfurt. Welcome to Palace, Oliver Glasner — Crystal Palace F.C. (@CPFC) February 19, 2024 Hjá Frankfurt vann hann Evrópudeildina og kom liðinu í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð en ákvað að segja starfi sínu lausu eftir slakan síðari hluta síðasta tímabils. Hann er nú mættur í ensku úrvalsdeildina og fær það verðuga verkefni að halda Crystal Palace í deildinni. Palace heimsækir Everton í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 20.00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Crystal Palace staðfestir að Roy Hodgson sé hættur Roy Hodgson er hættur sem knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Crystal Palace en Lundúnafélagið hefur staðfest þetta á miðlum sínum. 19. febrúar 2024 15:52 Hodgson fluttur á sjúkrahús af æfingu Crystal Palace Roy Hodgson, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Crystal Palace, var fluttur á sjúkrahús eftir að hafa veikst á æfingu liðsins í morgun. 15. febrúar 2024 23:02 Segir að þeim elsta í sögunni verði sparkað Útlit er fyrir að hinn 76 ára gamli Roy Hodgson, elsti knattspyrnustjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, verði rekinn frá Crystal Palace. 15. febrúar 2024 10:00 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Sjá meira
Crystal Palace staðfestir að Roy Hodgson sé hættur Roy Hodgson er hættur sem knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Crystal Palace en Lundúnafélagið hefur staðfest þetta á miðlum sínum. 19. febrúar 2024 15:52
Hodgson fluttur á sjúkrahús af æfingu Crystal Palace Roy Hodgson, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Crystal Palace, var fluttur á sjúkrahús eftir að hafa veikst á æfingu liðsins í morgun. 15. febrúar 2024 23:02
Segir að þeim elsta í sögunni verði sparkað Útlit er fyrir að hinn 76 ára gamli Roy Hodgson, elsti knattspyrnustjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, verði rekinn frá Crystal Palace. 15. febrúar 2024 10:00
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti