Staða Úkraínu ekki jafn slæm og síðan í upphafi stríðs Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. febrúar 2024 12:52 Óskar Hallgrímsson, íbúi í Kænugarði. Staða Úkraínu í stríðinu gegn Rússlandi hefur ekki verið jafn slæm og síðan í febrúar 2022 þegar Rússar réðust inn í landið. Þetta segir Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari og íbúi í Kænugarði. Rætt var við Óskar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Tilefnið er ný skýrsla norsku leyniþjónustunnar um gang alþjóðamála. Þar er fullyrt að Rússar séu að ná yfirhöndinni í átökunum. Rússneski herinn auki styrk sinn. „Staðan er mjög alvarleg og hefur í raun aldrei verið eins slæm og núna síðan þann 24. febrúar, fyrsta mánuðinn,“ segir Óskar í Bítinu. Hann segir að varað hafi verið við að núverandi staða gæti komið upp. Rússar séu fleiri og þá hafi frekari hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum til Úkraínu setið á hakanum síðan í september. Sjá einnig: Gera aðra tilraun með hernaðaraðstoð „Þeir þurfa á skotfærum að halda til þess að geta varist þessum þvílíka þrýstingi frá Rússum og það er bara að sýna sig að Rússar eru að ná yfirhöndinni á ansi mörgum svæðum.“ Ekki fótboltaleikur Óskar segir að sér leiðist það þegar talað sé um átökin líkt og um fótboltaleik sé að ræða. Líkt og það séu bara tveir möguleikar í sögunni, sigur eða ósigur. „Það er ekki þannig að Rússar séu að fara að valta yfir Úkraínu í einum rykk núna. En á ansi mörgum svæðum er mjög dimm framtíð í kortunum.“ Óskar nefnir sem dæmi að Rússar framleiði þrisvar sinnum meira af fallbyssukúlum en NATO ríki. Þær skipti sköpum í stríðinu. Þá hafi Rússar einsett sér að auka framleiðslu á sprengidrónum sem mikið hafa verið notaðir í stríðinu. Úkraínumenn framleiði nú hundrað þúsund á mánuði en hafi í upphafi framleitt tíu þúsund. „Rússar geta nú þegar framleitt þrjúhundruð þúsund dróna og markmiðið er að geta framleitt allavega fimmhundruð þúsund,“ segir Óskar. Rússar nýti húsnæði sem áður hafi hýst verslunarmiðstöðvar til að mynda undir framleiðsluna. Evrópu allri stafi ógn af Rússum Óskar segir ljóst að verði Donald Trump kjörinn Bandaríkjaforseti yrðu það ekki góðar fréttir fyrir Úkraínu. Trump hefur ítrekað lýst yfir efasemdum um stuðning við Úkraínu, lýst yfir aðdáun á stjórnarháttum Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta og hvatt Rússa til að ráðast á NATO. „En þetta er ekki lengur bara vandamál Úkraínu. Það er mjög augljóst að Evrópu stafar mikil ógn af Rússum,“ segir Óskar. Hann nefnir sem dæmi að bandarísk stjórnvöld óttist nú að Rússar séu að þróa kjarnavopn til að nýta gegn gervihnöttum í geimnum. „Og það er ótrúlega margt sem ég gæti þulið upp sem ógnar Evrópu, sem við erum hreinlega ekki með svar við, varðandi loftvarnir og annað. Af því að Rússar svífast einskis, það er alveg búið að sýna það hér. Þeir ráðast á almenna borgara alveg jafnt og hernaðarskotmörk.“ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bítið Tengdar fréttir Geta lagt hald á eigur fólks sem gagnrýnir innrásina Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skrifaði í morgun undir ný lög sem snúa að refsingu fólks sem dæmt er fyrir að segja „ósatt“ um rússneska herinn, vanvirða hann eða fyrir mótmæli eða aðgerðir sem sagðar eru ógna öryggi ríkisins. Auk þess að sekta fólk og dæma í fangelsi, getur ríkið nú lagt hald á eignir fólks. 14. febrúar 2024 12:07 Sökktu enn einu herskipinu með drónum Leyniþjónusta úkraínska hersins (GUR) birti í morgun myndband af sjálfsprengidrónaárás á rússneska herskipið Sesar Kúnikov. Skipið virðist hafa sokkið eftir árásina en þetta er fjórða skipið af þessari gerð sem Úkraínumenn hafa sökkt eða grandað. 14. febrúar 2024 09:56 Hvetja til aukinnar hernaðaruppbyggingar Evrópu Forsætisráðherra Póllands og kanslari Þýskalands hvetja til tafarlausrar og aukinnar hernaðaruppbyggingar og samvinnu Evrópuríkja til að bregðast við útþenslustefnu Rússa. Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkt loks aukna aðstoð við Úkraínu í gærkvöldi. 13. febrúar 2024 19:41 Eftirlýst í Rússlandi vegna sovéskra minnisvarða Yfirvöld í Rússlandi hafa gefið út handtökuskipun á Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands. Taimar Peterkop, nokkurskonar ráðuneytisstjóri ríkisstjórnar Eistlands er einnig eftirlýstur í Rússlandi en talskona utanríkisráðuneytis Rússlands segir þau eftirlýst vegna niðurrifs á sovéskum minnisvörðum. 13. febrúar 2024 10:55 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Rætt var við Óskar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Tilefnið er ný skýrsla norsku leyniþjónustunnar um gang alþjóðamála. Þar er fullyrt að Rússar séu að ná yfirhöndinni í átökunum. Rússneski herinn auki styrk sinn. „Staðan er mjög alvarleg og hefur í raun aldrei verið eins slæm og núna síðan þann 24. febrúar, fyrsta mánuðinn,“ segir Óskar í Bítinu. Hann segir að varað hafi verið við að núverandi staða gæti komið upp. Rússar séu fleiri og þá hafi frekari hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum til Úkraínu setið á hakanum síðan í september. Sjá einnig: Gera aðra tilraun með hernaðaraðstoð „Þeir þurfa á skotfærum að halda til þess að geta varist þessum þvílíka þrýstingi frá Rússum og það er bara að sýna sig að Rússar eru að ná yfirhöndinni á ansi mörgum svæðum.“ Ekki fótboltaleikur Óskar segir að sér leiðist það þegar talað sé um átökin líkt og um fótboltaleik sé að ræða. Líkt og það séu bara tveir möguleikar í sögunni, sigur eða ósigur. „Það er ekki þannig að Rússar séu að fara að valta yfir Úkraínu í einum rykk núna. En á ansi mörgum svæðum er mjög dimm framtíð í kortunum.“ Óskar nefnir sem dæmi að Rússar framleiði þrisvar sinnum meira af fallbyssukúlum en NATO ríki. Þær skipti sköpum í stríðinu. Þá hafi Rússar einsett sér að auka framleiðslu á sprengidrónum sem mikið hafa verið notaðir í stríðinu. Úkraínumenn framleiði nú hundrað þúsund á mánuði en hafi í upphafi framleitt tíu þúsund. „Rússar geta nú þegar framleitt þrjúhundruð þúsund dróna og markmiðið er að geta framleitt allavega fimmhundruð þúsund,“ segir Óskar. Rússar nýti húsnæði sem áður hafi hýst verslunarmiðstöðvar til að mynda undir framleiðsluna. Evrópu allri stafi ógn af Rússum Óskar segir ljóst að verði Donald Trump kjörinn Bandaríkjaforseti yrðu það ekki góðar fréttir fyrir Úkraínu. Trump hefur ítrekað lýst yfir efasemdum um stuðning við Úkraínu, lýst yfir aðdáun á stjórnarháttum Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta og hvatt Rússa til að ráðast á NATO. „En þetta er ekki lengur bara vandamál Úkraínu. Það er mjög augljóst að Evrópu stafar mikil ógn af Rússum,“ segir Óskar. Hann nefnir sem dæmi að bandarísk stjórnvöld óttist nú að Rússar séu að þróa kjarnavopn til að nýta gegn gervihnöttum í geimnum. „Og það er ótrúlega margt sem ég gæti þulið upp sem ógnar Evrópu, sem við erum hreinlega ekki með svar við, varðandi loftvarnir og annað. Af því að Rússar svífast einskis, það er alveg búið að sýna það hér. Þeir ráðast á almenna borgara alveg jafnt og hernaðarskotmörk.“
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bítið Tengdar fréttir Geta lagt hald á eigur fólks sem gagnrýnir innrásina Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skrifaði í morgun undir ný lög sem snúa að refsingu fólks sem dæmt er fyrir að segja „ósatt“ um rússneska herinn, vanvirða hann eða fyrir mótmæli eða aðgerðir sem sagðar eru ógna öryggi ríkisins. Auk þess að sekta fólk og dæma í fangelsi, getur ríkið nú lagt hald á eignir fólks. 14. febrúar 2024 12:07 Sökktu enn einu herskipinu með drónum Leyniþjónusta úkraínska hersins (GUR) birti í morgun myndband af sjálfsprengidrónaárás á rússneska herskipið Sesar Kúnikov. Skipið virðist hafa sokkið eftir árásina en þetta er fjórða skipið af þessari gerð sem Úkraínumenn hafa sökkt eða grandað. 14. febrúar 2024 09:56 Hvetja til aukinnar hernaðaruppbyggingar Evrópu Forsætisráðherra Póllands og kanslari Þýskalands hvetja til tafarlausrar og aukinnar hernaðaruppbyggingar og samvinnu Evrópuríkja til að bregðast við útþenslustefnu Rússa. Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkt loks aukna aðstoð við Úkraínu í gærkvöldi. 13. febrúar 2024 19:41 Eftirlýst í Rússlandi vegna sovéskra minnisvarða Yfirvöld í Rússlandi hafa gefið út handtökuskipun á Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands. Taimar Peterkop, nokkurskonar ráðuneytisstjóri ríkisstjórnar Eistlands er einnig eftirlýstur í Rússlandi en talskona utanríkisráðuneytis Rússlands segir þau eftirlýst vegna niðurrifs á sovéskum minnisvörðum. 13. febrúar 2024 10:55 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Geta lagt hald á eigur fólks sem gagnrýnir innrásina Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skrifaði í morgun undir ný lög sem snúa að refsingu fólks sem dæmt er fyrir að segja „ósatt“ um rússneska herinn, vanvirða hann eða fyrir mótmæli eða aðgerðir sem sagðar eru ógna öryggi ríkisins. Auk þess að sekta fólk og dæma í fangelsi, getur ríkið nú lagt hald á eignir fólks. 14. febrúar 2024 12:07
Sökktu enn einu herskipinu með drónum Leyniþjónusta úkraínska hersins (GUR) birti í morgun myndband af sjálfsprengidrónaárás á rússneska herskipið Sesar Kúnikov. Skipið virðist hafa sokkið eftir árásina en þetta er fjórða skipið af þessari gerð sem Úkraínumenn hafa sökkt eða grandað. 14. febrúar 2024 09:56
Hvetja til aukinnar hernaðaruppbyggingar Evrópu Forsætisráðherra Póllands og kanslari Þýskalands hvetja til tafarlausrar og aukinnar hernaðaruppbyggingar og samvinnu Evrópuríkja til að bregðast við útþenslustefnu Rússa. Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkt loks aukna aðstoð við Úkraínu í gærkvöldi. 13. febrúar 2024 19:41
Eftirlýst í Rússlandi vegna sovéskra minnisvarða Yfirvöld í Rússlandi hafa gefið út handtökuskipun á Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands. Taimar Peterkop, nokkurskonar ráðuneytisstjóri ríkisstjórnar Eistlands er einnig eftirlýstur í Rússlandi en talskona utanríkisráðuneytis Rússlands segir þau eftirlýst vegna niðurrifs á sovéskum minnisvörðum. 13. febrúar 2024 10:55