Skipar hernum að tæma Rafa fyrir innrás Samúel Karl Ólason og Telma Tómasson skrifa 9. febrúar 2024 16:34 Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael. AP/Gil Cohen-Magen Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefur skipað ísraelska hernum að gera áætlun um brottflutning allra íbúa frá Rafah. Það á að gera áður en gerð verður allsherjar innrás í borgina en þangað hafa fjölmargir íbúar Gasastrandarinnar flúið á undanförnum mánuðum. Þetta sagði Netanjahú í yfirlýsingu í kjölfar gagnrýni frá alþjóðasamfélaginu um fyrirætlanir Ísraelshers um að ná fullum yfirráðum í Rafah, sem liggur við landamærin að Egyptalandi. Í frétt frá fréttaveitunni AP segir að um ein og hálf milljón Palestínumanna hafi komið sér fyrir í borginni, mikið til flóttamenn frá öðrum svæðum á Gasa. Ísraelsmenn fullyrða að þar sé síðasti griðarstaður Hamas-samtakanna, sem Netanjahú hefur heitið að uppræta með öllum tiltækum ráðum. Forsætisráðherrann segir umfangsmiklar hernaðaraðgerðir þarfar í Rafah, þar sem marga Hamas-liða megi finna. Undanfarna daga hafa Ísraelar gert loftárásir á borgina og féllu minnst 22 í þeim árásum. Ofir Gendelman er einn talsmanna Netanjahú. PMO: It is impossible to achieve the goal of the war which is eliminating Hamas, while leaving four Hamas battalions in Rafah.On the contrary, it is clear that an intense operation in Rafah requires that civilians evacuate combat areas.Therefore, PM Netanyahu has ordered the — Ofir Gendelman (@ofirgendelman) February 9, 2024 Ráðamenn í Bandaríkjunum segjast ekki hafa séð ummerki um að Ísraelar séu að skipuleggja innrás í Rafah. AP hefur eftir talsmanni utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna að slíka aðgerð, án mikils undirbúnings, þar sem svo margir halda til, yrði líklega „hörmung“. Þá hefur fréttaveitan eftir John Kirby, talsmanni þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins, að Bandaríkjamenn myndu ekki styðja slíka árás. Catherine Russel, yfirmaður UNICEF, segir síðustu sjúkrahús Gasastrandarinnar vera á í Rafah og þar séu sömuleiðis síðustu neyðarskýlin og virku vatnsleiðslurnar. Án þess myndi hungur aukast og sjúkdómum fjölga. Ráðamenn í Egyptalandi segjast hafa miklar áhyggjur af mögulegri innrás í Rafah og óttast streymi fólks yfir landamærin. Þeir hafa sagt að árás á borgina gæti ógnað fjörutíu ára friðarsamkomulagi Egyptalands og Ísrael. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Egyptaland Tengdar fréttir Rúmur helmingur allra mannvirkja í Gasa eyðilagður Rúmur helmingur allra mannvirkja á Gasasvæðinu hafa orðið fyrir skemmdum eða eyðilagst aljgörlega síðan innrás Ísraela hófst þann 7. október á síðasta ári. 8. febrúar 2024 23:22 Hafnar kröfum um vopnahlé og spáir fullnaðarsigri Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael hafnaði í dag vopnahléstillögu Hamas. Þá sagði hann fullnaðarsigur á Gasa væntanlegan á næstu mánuðum. 7. febrúar 2024 23:08 Ræddu nauðsyn þess að draga úr spennu Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú á leið til Kaíró til að funda með Abdel Fattah El-Sisi, forseta Egyptalands. Blinken átti fund með Mohammed bin Salman, krónprins Sádi Arabíu í gær. 6. febrúar 2024 07:59 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sjá meira
Þetta sagði Netanjahú í yfirlýsingu í kjölfar gagnrýni frá alþjóðasamfélaginu um fyrirætlanir Ísraelshers um að ná fullum yfirráðum í Rafah, sem liggur við landamærin að Egyptalandi. Í frétt frá fréttaveitunni AP segir að um ein og hálf milljón Palestínumanna hafi komið sér fyrir í borginni, mikið til flóttamenn frá öðrum svæðum á Gasa. Ísraelsmenn fullyrða að þar sé síðasti griðarstaður Hamas-samtakanna, sem Netanjahú hefur heitið að uppræta með öllum tiltækum ráðum. Forsætisráðherrann segir umfangsmiklar hernaðaraðgerðir þarfar í Rafah, þar sem marga Hamas-liða megi finna. Undanfarna daga hafa Ísraelar gert loftárásir á borgina og féllu minnst 22 í þeim árásum. Ofir Gendelman er einn talsmanna Netanjahú. PMO: It is impossible to achieve the goal of the war which is eliminating Hamas, while leaving four Hamas battalions in Rafah.On the contrary, it is clear that an intense operation in Rafah requires that civilians evacuate combat areas.Therefore, PM Netanyahu has ordered the — Ofir Gendelman (@ofirgendelman) February 9, 2024 Ráðamenn í Bandaríkjunum segjast ekki hafa séð ummerki um að Ísraelar séu að skipuleggja innrás í Rafah. AP hefur eftir talsmanni utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna að slíka aðgerð, án mikils undirbúnings, þar sem svo margir halda til, yrði líklega „hörmung“. Þá hefur fréttaveitan eftir John Kirby, talsmanni þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins, að Bandaríkjamenn myndu ekki styðja slíka árás. Catherine Russel, yfirmaður UNICEF, segir síðustu sjúkrahús Gasastrandarinnar vera á í Rafah og þar séu sömuleiðis síðustu neyðarskýlin og virku vatnsleiðslurnar. Án þess myndi hungur aukast og sjúkdómum fjölga. Ráðamenn í Egyptalandi segjast hafa miklar áhyggjur af mögulegri innrás í Rafah og óttast streymi fólks yfir landamærin. Þeir hafa sagt að árás á borgina gæti ógnað fjörutíu ára friðarsamkomulagi Egyptalands og Ísrael.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Egyptaland Tengdar fréttir Rúmur helmingur allra mannvirkja í Gasa eyðilagður Rúmur helmingur allra mannvirkja á Gasasvæðinu hafa orðið fyrir skemmdum eða eyðilagst aljgörlega síðan innrás Ísraela hófst þann 7. október á síðasta ári. 8. febrúar 2024 23:22 Hafnar kröfum um vopnahlé og spáir fullnaðarsigri Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael hafnaði í dag vopnahléstillögu Hamas. Þá sagði hann fullnaðarsigur á Gasa væntanlegan á næstu mánuðum. 7. febrúar 2024 23:08 Ræddu nauðsyn þess að draga úr spennu Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú á leið til Kaíró til að funda með Abdel Fattah El-Sisi, forseta Egyptalands. Blinken átti fund með Mohammed bin Salman, krónprins Sádi Arabíu í gær. 6. febrúar 2024 07:59 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sjá meira
Rúmur helmingur allra mannvirkja í Gasa eyðilagður Rúmur helmingur allra mannvirkja á Gasasvæðinu hafa orðið fyrir skemmdum eða eyðilagst aljgörlega síðan innrás Ísraela hófst þann 7. október á síðasta ári. 8. febrúar 2024 23:22
Hafnar kröfum um vopnahlé og spáir fullnaðarsigri Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael hafnaði í dag vopnahléstillögu Hamas. Þá sagði hann fullnaðarsigur á Gasa væntanlegan á næstu mánuðum. 7. febrúar 2024 23:08
Ræddu nauðsyn þess að draga úr spennu Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú á leið til Kaíró til að funda með Abdel Fattah El-Sisi, forseta Egyptalands. Blinken átti fund með Mohammed bin Salman, krónprins Sádi Arabíu í gær. 6. febrúar 2024 07:59
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent