Enski boltinn

Sá fljótasti í ensku úr­vals­deildinni spilar með Tottenham

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það eru fáir sem vinna Micky van de Ven á sprettinum. Hér er hann í leiknum með Tottenham Hotspur á móti Everton um síðustu helgi.
Það eru fáir sem vinna Micky van de Ven á sprettinum. Hér er hann í leiknum með Tottenham Hotspur á móti Everton um síðustu helgi. Getty/Chris Brunskill

Hollendingurinn Micky van de Ven er ekki aðeins sá fljótasti í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili því hann er sá fljótasti síðan farið var að mæla hraða leikmanna í leikjum deildarinnar.

Van de Ven, sem spilar sem miðvörður hjá Tottenham, mældist á 37,38 kílómetra hraða í leik á móti Everton um síðustu helgi. Tottenham keypti hann fráVfL Wolfsburg síðasta haust en hann er bara 22 ára gamall.

Hollenski miðvörðurinn var nýkominn til baka eftir tognun aftan í læri en var augljóslega búinn að ná sér að þeim meiðslum. Hann er með yfirburðastöðu á listanum yfir þá hröðustu í ensku úrvalsdeildinni á 2023-24 tímabilinu.

Næstir á eftir honum eru Chiedozie Ogbene hjá Luton Town sem mældist á 36,93 kílómetra hraða og Pedro Neto hjá Úlfunum sem mældist á 36,86 kílómetra hraða.

Liverpool miðjumaðurinn Dominik Szoboszlai er fjórði eftir að hafa mælst á 36,76 kílómetra hraða en sá fimmti á listanum er Dara O'Shea, varnarmaður Burnley, sem mældist á 36,73 kílómetra hraða.

Mikilvægi Van de Ven fyrir Tottenham liðið fer ekki á milli mála því liðið var á toppi deildarinnar áður en hann meiddist í 4-1 tapi á móti Chelsea. Liðið datt niður í fimmta sætið í fjarveru hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×