Enski boltinn

Michael Owen fékk „pabbi?“ úr ó­væntri átt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Michael Owen átti örugglega ekki von á þessari athugasemd við færslu sína.
Michael Owen átti örugglega ekki von á þessari athugasemd við færslu sína. Getty/James Baylis

Michael Owen, fyrrum leikmaður Liverpool, Real Madrid og Manchester United, fékk óvænt og óvenjuleg viðbrögð þegar hann óskaði syni sínum til hamingju með átján ára afmælið í vikunni.

Sonur Owen heitir James Michael og fæddist í febrúar 2006. Owen var þá nýkominn aftur til Englands frá Real Madrid og orðinn leikmaður Newcastle United.

Owen birti mynd af þeim feðgum saman fyrir framan Sigurbogann í París.

Sergio Reguilón, leikmaður Brentford sá myndina og stóðst ekki freistinguna og skrifaði „pabbi?“ í athugasemdir við myndina af feðgunum.

Hann eins og fleiri komust ekki hjá því að sjá hversu líkur Reguilón er syni Owen.

Reguilón er 27 ára gamall og fæddur árið 1996 í Madrid. Owen varð þó ekki leikmaður Real Madrid fyrr en sumarið 2004.

Owen skoraði 118 mörk í 216 deildarleikjum með Liverpool og var kosinn besti leikmaður Evrópu fyrir árið 2021 þegar Liverpool vann bikarþrennuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×