Liðsmenn Hamas ná aftur vopnum sínum í norðurhluta Gasa Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. janúar 2024 06:49 Palestínumenn á flótta frá norðurhluta Gasa. epa/Mohammed Saber Liðsmenn Hamas eru sagðir hafa snúið aftur til norðurhluta Gasa, þar sem þeir eru sagðir vinna að því að ná aftur stjórn og ná vopnum sínum fyrir frekari átök við Ísraelsher. Þrátt fyrir stöðugar og harðar aðgerðir Ísraelsmanna eru samtökin enn sögð hafa stjórn yfir suðurhluta Gasa, þar sem flestir íbúar svæðisins hafast nú við, en lögleysa er sögð ríkja á miðhluta Gasa. Guardian hefur eftir Eyal Hulata, sem fór fyrir þjóðaröryggisráði Ísrael þar til í janúar 2023, að fregnir berist nú af því að liðsmenn Hamas hafi náð að endurskipuleggja sig í norður- og miðhluta Gasa og séu aftur farnir að sinna löggæslustörfum þar og stjórna viðskiptum á svæðinu. Undir þetta tekur sérfræðingurinn Michael Milstein hjá hugveitunni Institute for National Security Studies í Tel Aviv, sem segir Hamas hafa náð aftur yfirhöndinni á svæðum sem Ísraelsmenn tóku yfir eftir blóðuga bardaga í nóvember og desember. „Hamas er enn til. Hamas-samtökin hafa komist af,“ segir hann. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur heitið því að útrýma samtökunum. Þróun mála virðist í takt við spá forsætisráðherrans að það muni taka langan tíma að ná því markmiði. Milstein bendir á að þrátt fyrir yfirlýsingar Ísraelshers um að tekist hafi að vinna á innri strúktúr samtakanna, sé málið ekki svo einfalt, þar sem ekki sé um að ræða hefðbundinn her heldur sveigjanlega skæruliðastarfsemi. Hjálparsamtök sem vinna að því að dreifa matvælum, eldsneyti og öðrum nauðsynjum í norðurhluta Gasa segjast enn eiga í samskiptum við ráðamenn úr röðum Hamas en vald samtakanna yfir svæðinu virðist þó hafa veikst. Í miðhluta Gasa hafi það ítrekað gerst að ráðist hafi verið á flutningabifreiðar sem flytja neyðaraðstoð og aðföngum verið rænt. Hálfgerð lögleysa ríki raunar víðast hvar nema í Rafah, í suðurhluta Gasa, þar sem lögregla á vegum Hamas viðhaldi enn lögum og reglu. Ísraelsmenn segjast hafa drepið um það bil 9.000 af þeim 30.000 bardagamönnum sem kallaðir voru til átaka fyrir Hamas áður en átök brutust út í kjölfar árása samtakanna á byggðir Ísraelsmanna 7. október. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Hernaður Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Þrátt fyrir stöðugar og harðar aðgerðir Ísraelsmanna eru samtökin enn sögð hafa stjórn yfir suðurhluta Gasa, þar sem flestir íbúar svæðisins hafast nú við, en lögleysa er sögð ríkja á miðhluta Gasa. Guardian hefur eftir Eyal Hulata, sem fór fyrir þjóðaröryggisráði Ísrael þar til í janúar 2023, að fregnir berist nú af því að liðsmenn Hamas hafi náð að endurskipuleggja sig í norður- og miðhluta Gasa og séu aftur farnir að sinna löggæslustörfum þar og stjórna viðskiptum á svæðinu. Undir þetta tekur sérfræðingurinn Michael Milstein hjá hugveitunni Institute for National Security Studies í Tel Aviv, sem segir Hamas hafa náð aftur yfirhöndinni á svæðum sem Ísraelsmenn tóku yfir eftir blóðuga bardaga í nóvember og desember. „Hamas er enn til. Hamas-samtökin hafa komist af,“ segir hann. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur heitið því að útrýma samtökunum. Þróun mála virðist í takt við spá forsætisráðherrans að það muni taka langan tíma að ná því markmiði. Milstein bendir á að þrátt fyrir yfirlýsingar Ísraelshers um að tekist hafi að vinna á innri strúktúr samtakanna, sé málið ekki svo einfalt, þar sem ekki sé um að ræða hefðbundinn her heldur sveigjanlega skæruliðastarfsemi. Hjálparsamtök sem vinna að því að dreifa matvælum, eldsneyti og öðrum nauðsynjum í norðurhluta Gasa segjast enn eiga í samskiptum við ráðamenn úr röðum Hamas en vald samtakanna yfir svæðinu virðist þó hafa veikst. Í miðhluta Gasa hafi það ítrekað gerst að ráðist hafi verið á flutningabifreiðar sem flytja neyðaraðstoð og aðföngum verið rænt. Hálfgerð lögleysa ríki raunar víðast hvar nema í Rafah, í suðurhluta Gasa, þar sem lögregla á vegum Hamas viðhaldi enn lögum og reglu. Ísraelsmenn segjast hafa drepið um það bil 9.000 af þeim 30.000 bardagamönnum sem kallaðir voru til átaka fyrir Hamas áður en átök brutust út í kjölfar árása samtakanna á byggðir Ísraelsmanna 7. október. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Hernaður Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira