„Alveg sama hvað öðru fólki finnst um það“ Valur Páll Eiríksson skrifar 28. janúar 2024 08:01 Knattspyrnukonan Ólöf Sigríður Kristinsdóttir. Vísir/Hulda Margrét Ólöf Sigríður Kristinsdóttir samdi nýverið við Breiðablik og spilar með liðinu í Bestu deild kvenna næsta sumar. Hún nýtur lífsins í Harvard-háskóla og spilar þar með skólaliði fram á vor. Ólöf hefur farið mikinn með liði Þróttar undanfarin ár og fest sér sæti í landsliðshópi Íslands með framgöngu sinni. Samningur hennar rann út eftir síðustu leiktíð og hún elti fyrrum þjálfara sinn hjá Þrótti, Nik Chamberlain, til Breiðabliks. „Ég náttúrulega þekki Nik. Hann fór frá Þrótti yfir í Breiðablik. Svo þekki ég líka margar í liðinu, enda þrjár Blikastelpur hérna úti með mér í skóla. Það kemur pressa úr öllum áttum,“ segir Ólöf og hlær. „Mér fannst þetta bara vera rétta skrefið fyrir mig.“ Blikastelpurnar þrjár sem Ólöf nefnir eru þær Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, Hildur Þóra Hákonardóttir og Írena Héðinsdóttir Gonzalez. Þær hafi hvatt Ólöfu til að vera liðsfélagar sinn á Íslandi samhliða skólaliðinu vestanhafs. „Nik heyrði aðeins í þeim og hvatti þær til að pota í mig. En samt er þetta alltaf mín eigin ákvörðun. Mér er eiginlega alveg sama hvað öðru fólki finnst um það. Ef það er rétt ákvörðun fyrir mig þá tek ég hana.“ Valdi Blika fram yfir uppeldisfélagið Ólöf er uppalin hjá Val sem vildu fá hana á Hlíðarenda og hún fundaði með félaginu í vetur. Hún valdi Breiðablik hins vegar fram yfir uppeldisfélagið. „Mest bara af því að ég þekki Nik aðeins betur en þjálfarateymið hjá Val, þó ég þekki þau alveg eitthvað, þá veit ég meira hverju ég á að búast við. Það er erfið staða að koma inn í mitt tímabil og fara svo líka á því miðju. Mér fannst það betra að vita hverju maður ætti að búast við.“ Lærir oft meira af samnemendum en kennurum Ólöf kemur nefnilega seint til leiks í sumar og fer snemma aftur út í Harvard-háskóla hvar hún er á fótboltastyrk. Hún kveðst njóta sín vel í skólanum og það breikki sjóndeildarhringinn að fara í nám erlendis. „Þetta er svo rosalega fjölbreytt. Það er fólk úr öllum áttum með allskonar bakgrunn. Þannig ég held að skólinn sjálfur sé svipaður mörgum öðrum skólum en fólkið hérna er mjög áhugavert og það er mjög skemmtilegt að fá tækifæri að kynnast því.“ „Ég myndi segja að fullt af fólki hérna kenni manni alveg meira en kennararnir.“ Bætingin undir henni sjálfri komin Fótboltinn sé þá öðruvísi vestanhafs. Ólöf segir lærdómsríkt að vinna með aðrar áherslur. „Hann er öðruvísi heldur en heima. Mér finnst ákefðin vera mikil og mikið lagt upp úr því að vera í góðu formi. Það er aðeins minna lagt upp úr taktík og svoleiðis sem er skemmtileg tilbreyting. Þegar maður kemur heim til Nik er taktík númer 1, 2 og 3.“ „Ég get klárlega bætt mig hérna. Það er alveg 100 prósent. Ég held það sé líka undir manni sjálfum komið hvað maður vilji gera með það sem er í boði hérna.“ Viðtalið við Ólöfu má sjá í spilaranum að ofan. Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Sjá meira
Ólöf hefur farið mikinn með liði Þróttar undanfarin ár og fest sér sæti í landsliðshópi Íslands með framgöngu sinni. Samningur hennar rann út eftir síðustu leiktíð og hún elti fyrrum þjálfara sinn hjá Þrótti, Nik Chamberlain, til Breiðabliks. „Ég náttúrulega þekki Nik. Hann fór frá Þrótti yfir í Breiðablik. Svo þekki ég líka margar í liðinu, enda þrjár Blikastelpur hérna úti með mér í skóla. Það kemur pressa úr öllum áttum,“ segir Ólöf og hlær. „Mér fannst þetta bara vera rétta skrefið fyrir mig.“ Blikastelpurnar þrjár sem Ólöf nefnir eru þær Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, Hildur Þóra Hákonardóttir og Írena Héðinsdóttir Gonzalez. Þær hafi hvatt Ólöfu til að vera liðsfélagar sinn á Íslandi samhliða skólaliðinu vestanhafs. „Nik heyrði aðeins í þeim og hvatti þær til að pota í mig. En samt er þetta alltaf mín eigin ákvörðun. Mér er eiginlega alveg sama hvað öðru fólki finnst um það. Ef það er rétt ákvörðun fyrir mig þá tek ég hana.“ Valdi Blika fram yfir uppeldisfélagið Ólöf er uppalin hjá Val sem vildu fá hana á Hlíðarenda og hún fundaði með félaginu í vetur. Hún valdi Breiðablik hins vegar fram yfir uppeldisfélagið. „Mest bara af því að ég þekki Nik aðeins betur en þjálfarateymið hjá Val, þó ég þekki þau alveg eitthvað, þá veit ég meira hverju ég á að búast við. Það er erfið staða að koma inn í mitt tímabil og fara svo líka á því miðju. Mér fannst það betra að vita hverju maður ætti að búast við.“ Lærir oft meira af samnemendum en kennurum Ólöf kemur nefnilega seint til leiks í sumar og fer snemma aftur út í Harvard-háskóla hvar hún er á fótboltastyrk. Hún kveðst njóta sín vel í skólanum og það breikki sjóndeildarhringinn að fara í nám erlendis. „Þetta er svo rosalega fjölbreytt. Það er fólk úr öllum áttum með allskonar bakgrunn. Þannig ég held að skólinn sjálfur sé svipaður mörgum öðrum skólum en fólkið hérna er mjög áhugavert og það er mjög skemmtilegt að fá tækifæri að kynnast því.“ „Ég myndi segja að fullt af fólki hérna kenni manni alveg meira en kennararnir.“ Bætingin undir henni sjálfri komin Fótboltinn sé þá öðruvísi vestanhafs. Ólöf segir lærdómsríkt að vinna með aðrar áherslur. „Hann er öðruvísi heldur en heima. Mér finnst ákefðin vera mikil og mikið lagt upp úr því að vera í góðu formi. Það er aðeins minna lagt upp úr taktík og svoleiðis sem er skemmtileg tilbreyting. Þegar maður kemur heim til Nik er taktík númer 1, 2 og 3.“ „Ég get klárlega bætt mig hérna. Það er alveg 100 prósent. Ég held það sé líka undir manni sjálfum komið hvað maður vilji gera með það sem er í boði hérna.“ Viðtalið við Ólöfu má sjá í spilaranum að ofan.
Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki