Fótbolti

Sjáðu fyrstu mörk Ólafar fyrir Ísland

Sindri Sverrisson skrifar
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir með skotið sem varð að fyrsta landsliðsmarki hennar.
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir með skotið sem varð að fyrsta landsliðsmarki hennar. @footballiceland

Ólöf Sigríður Kristinsdóttir var hetja íslenska landsliðsins í sínum fyrsta A-landsleik en þessi 19 ára framherji skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri gegn Skotlandi á Spáni í dag.

Liðin mættust í fyrsta leik Pinatar Cup sem er fjögurra liða æfingamót sem fram fer í Murcia. Næsti leikur Íslands er á laugardag gegn Wales og síðasti leikurinn gegn Filippseyjum á þriðjudag.

Ólöf er í fyrsta sinn í íslenska landsliðshópnum og fékk strax tækifæri í byrjunarliði í dag. Hún þakkaði fyrir það með þessum tveimur mörkum sem sjá má hér að neðan, en það seinna var sérlega glæsilegt.

Ólöf hefur verið frábær fyrir Þrótt í vetur og skorað 12 mörk í aðeins fjórum leikjum í Reykjavíkurmótinu og Lengjubikarnum.

Hún var í viðtali við Vísi eftir valið í landsliðshópinn og sagði þá að erfið glíma við meiðsli síðasta sumar hefði styrkt sig bæði líkamlega og andlega.


Tengdar fréttir

Ólöf byrjar í fyrsta landsleiknum

Ólöf Sigríður Kristinsdóttir er í byrjunarliði íslenska kvennalandsliðsins sem mætir Skotlandi í fyrsta leik sínum á Pinatar mótinu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×