Enski boltinn

Littler fékk á­ritaða treyju frá Sir Alex

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Luke Littler fékk sérstaka treyju að gjöf á OId Trafford í gær en hún var merkt gælunafni hans The Nuke. Hann fékk Sir Alex síðan til að árita hana.
Luke Littler fékk sérstaka treyju að gjöf á OId Trafford í gær en hún var merkt gælunafni hans The Nuke. Hann fékk Sir Alex síðan til að árita hana. @lukethenukelittler

Pílu undrabarnið Luke Littler var sérstakur gestur á Old Trafford í gær þegar Manchester United gerði 2-2 jafntefli við Tottenham í enski úrvalsdeildinni.

Littler, sem er heldur upp á sautján ára afmælið sitt eftir rétt tæpa viku, sló í gegn með því að komast alla leið í úrslitaleikinn á heimsmeistaramótinu í pílukasti.

Littler tapaði reyndar í úrslitaleiknum en sló algjörlega í gegn. Hann er kominn með yfir milljón fylgjendur á Instargram eða miklu miklu fleiri en Luke Humphries sem vann hann í úrslitaleiknum.

Littler sagði frá því í viðtölum á meðan heimsmeistaramótinu stóð að hann væri mikill stuðningsmaður Manchester United.

Hann fékk fjölda kveðja frá núverandi og fyrrverandi leikmönnum Manchester United og var svo boðið á leikinn í gær.

Littler fékk meðal annars að hitta knattspyrnustjórann Sir Alex Ferguson og Portúgalann Bruno Fernandes.

Sir Alex áritaði meðal annars Manchester United treyju fyrir Littler eins og sjá má á myndunum hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×