Felldu annan háttsettan á leið í jarðarför Samúel Karl Ólason skrifar 9. janúar 2024 15:25 Frá jarðarför Wissam Tawil í Líbanon í dag. Hann var felldur í loftárás í gær. AP/Hussein Malla Yfirmaður drónadeildar Hesbollah-samtakanna í Suður-Líbanon var felldur í líklegri loftárás Ísraela í dag. Maðurinn hét Ali Hussein Barji og er talinn hafa verið að sækja jarðarför annars leiðtoga samtakanna sem felldur var í loftárás í gær, þegar bíll hans varð fyrir sprengju. Það var í þorpinu Khirbet Selm sem er um fimmtán kílómetra frá landamærum Líbanon og Ísrael. Verið var að jarða Wissam Tawil, hæst setta leiðtoga Hesbollah sem Ísraelar hafa fellt hingað til í núverandi átökum fyrir botni Miðjarðarhafs, í sama þorpi og á sama tíma og árásin var gerð í morgun. Tawill féll einnig í loftárás á bíl sem hann ferðaðist í. Þrír eru sagðir hafa fallið í árásinni. Samkvæmt frétt ísraelska miðilsins Times of Israel hefur ísraelski herinn ekki viðurkennt að hafa gert loftárásina sem Barji féll í. , , ' pic.twitter.com/MWrzzW9kq5— roi kais (@kaisos1987) January 9, 2024 Fyrr í morgun hafði Hesbollah gert drónaárás á ísraelska herstöð í norðurhluta landsins. Þessi árás er sögð hafa verið svar við árás í Beirút í síðustu viku, þar sem Saleh al-Arouri, einn af leiðtogum Hamas, var felldur í loftárás og vegna dauða Tawill í gær. Vígamenn Hesbollah. hafa ítrekað notað dróna og eldflaugar til árásir á hermenn og borgara í norðurhluta Ísrael. Tugir þúsunda hafa þurft að flýja heimili sín. Ísraelar hafa svarað þessum árásum með eigin árásum og er talið að rúmlega 130 vígamenn hafi fallið í árásum Ísraela. Þá hafa ráðamenn í Ísrael rætt það opinberlega að mögulega þurfi herinn að reka Hesbollah-liða á brott frá suðurhluta Líbanon og vísa þeir til friðarsamkomulags frá 2006, eftir stríð milli Ísraela og Hesbollah, um að vígamenn samtakanna eigi ekki að athafna sig í suðurhluta Líbanon. Reuters hefur eftir Naim Qassem, næstráðandi leiðtoga Hesbollah, að leiðtogar samtakanna vilji ekki stríð við Ísrael. Íbúar Líbanon hafa um árabil glímt við umfangsmikla efnahagsörðugleika og spillingu. Stríð gæti reynst Hesbollah mjög kostnaðarsamt. Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Íran Tengdar fréttir Bandaríkjamenn ítreka að Palestínumenn eigi að fá að snúa heim Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú í opinberri heimsókn í Mið-Austurlöndum og hefur meðal annars notað tækifærið til að ítreka þá afstöðu stjórnvalda vestanhafs að Palestínumenn eigi að fá að snúa aftur heim eftir að átökum á Gasa lýkur. 8. janúar 2024 06:41 Segir heiminn blindan þegar kemur að ástandinu á Gasa Heimurinn er blindur þegar kemur að ástandinu á Gasa segir fréttaritari, sem er búsettur þar og missti son sinn í loftárás sem gerð var á svæðið í dag. Forstjóri spítala á Gasasvæðinu kallar eftir aukinni vernd alþjóðasamfélagsins. 7. janúar 2024 19:03 Blaðamenn drepnir í loftárás Ísraels Ísraelsk árás á borgina Rafah í suðurhluta Gasasvæðisins drap tvo palestínska blaðamenn sem voru að fjalla um stríðið samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á svæðinu. 7. janúar 2024 13:19 Enn eykst mannfall á Gasa og átök milli Hezbollah og Ísrael harðna Ísrael og líbönsku hernaðarsamtökin Hezbollah hafa skipst á loftárásum í dag í hörðustu landamæraátökum milli landanna í nokkrar vikur. Í Gaza einbeitir Ísraelsher árásum sínum nú að suðurhlutanum þar sem 2,3 milljónir Palestínubúa hírast á litlu svæði. 7. janúar 2024 00:14 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Það var í þorpinu Khirbet Selm sem er um fimmtán kílómetra frá landamærum Líbanon og Ísrael. Verið var að jarða Wissam Tawil, hæst setta leiðtoga Hesbollah sem Ísraelar hafa fellt hingað til í núverandi átökum fyrir botni Miðjarðarhafs, í sama þorpi og á sama tíma og árásin var gerð í morgun. Tawill féll einnig í loftárás á bíl sem hann ferðaðist í. Þrír eru sagðir hafa fallið í árásinni. Samkvæmt frétt ísraelska miðilsins Times of Israel hefur ísraelski herinn ekki viðurkennt að hafa gert loftárásina sem Barji féll í. , , ' pic.twitter.com/MWrzzW9kq5— roi kais (@kaisos1987) January 9, 2024 Fyrr í morgun hafði Hesbollah gert drónaárás á ísraelska herstöð í norðurhluta landsins. Þessi árás er sögð hafa verið svar við árás í Beirút í síðustu viku, þar sem Saleh al-Arouri, einn af leiðtogum Hamas, var felldur í loftárás og vegna dauða Tawill í gær. Vígamenn Hesbollah. hafa ítrekað notað dróna og eldflaugar til árásir á hermenn og borgara í norðurhluta Ísrael. Tugir þúsunda hafa þurft að flýja heimili sín. Ísraelar hafa svarað þessum árásum með eigin árásum og er talið að rúmlega 130 vígamenn hafi fallið í árásum Ísraela. Þá hafa ráðamenn í Ísrael rætt það opinberlega að mögulega þurfi herinn að reka Hesbollah-liða á brott frá suðurhluta Líbanon og vísa þeir til friðarsamkomulags frá 2006, eftir stríð milli Ísraela og Hesbollah, um að vígamenn samtakanna eigi ekki að athafna sig í suðurhluta Líbanon. Reuters hefur eftir Naim Qassem, næstráðandi leiðtoga Hesbollah, að leiðtogar samtakanna vilji ekki stríð við Ísrael. Íbúar Líbanon hafa um árabil glímt við umfangsmikla efnahagsörðugleika og spillingu. Stríð gæti reynst Hesbollah mjög kostnaðarsamt.
Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Íran Tengdar fréttir Bandaríkjamenn ítreka að Palestínumenn eigi að fá að snúa heim Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú í opinberri heimsókn í Mið-Austurlöndum og hefur meðal annars notað tækifærið til að ítreka þá afstöðu stjórnvalda vestanhafs að Palestínumenn eigi að fá að snúa aftur heim eftir að átökum á Gasa lýkur. 8. janúar 2024 06:41 Segir heiminn blindan þegar kemur að ástandinu á Gasa Heimurinn er blindur þegar kemur að ástandinu á Gasa segir fréttaritari, sem er búsettur þar og missti son sinn í loftárás sem gerð var á svæðið í dag. Forstjóri spítala á Gasasvæðinu kallar eftir aukinni vernd alþjóðasamfélagsins. 7. janúar 2024 19:03 Blaðamenn drepnir í loftárás Ísraels Ísraelsk árás á borgina Rafah í suðurhluta Gasasvæðisins drap tvo palestínska blaðamenn sem voru að fjalla um stríðið samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á svæðinu. 7. janúar 2024 13:19 Enn eykst mannfall á Gasa og átök milli Hezbollah og Ísrael harðna Ísrael og líbönsku hernaðarsamtökin Hezbollah hafa skipst á loftárásum í dag í hörðustu landamæraátökum milli landanna í nokkrar vikur. Í Gaza einbeitir Ísraelsher árásum sínum nú að suðurhlutanum þar sem 2,3 milljónir Palestínubúa hírast á litlu svæði. 7. janúar 2024 00:14 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Bandaríkjamenn ítreka að Palestínumenn eigi að fá að snúa heim Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú í opinberri heimsókn í Mið-Austurlöndum og hefur meðal annars notað tækifærið til að ítreka þá afstöðu stjórnvalda vestanhafs að Palestínumenn eigi að fá að snúa aftur heim eftir að átökum á Gasa lýkur. 8. janúar 2024 06:41
Segir heiminn blindan þegar kemur að ástandinu á Gasa Heimurinn er blindur þegar kemur að ástandinu á Gasa segir fréttaritari, sem er búsettur þar og missti son sinn í loftárás sem gerð var á svæðið í dag. Forstjóri spítala á Gasasvæðinu kallar eftir aukinni vernd alþjóðasamfélagsins. 7. janúar 2024 19:03
Blaðamenn drepnir í loftárás Ísraels Ísraelsk árás á borgina Rafah í suðurhluta Gasasvæðisins drap tvo palestínska blaðamenn sem voru að fjalla um stríðið samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á svæðinu. 7. janúar 2024 13:19
Enn eykst mannfall á Gasa og átök milli Hezbollah og Ísrael harðna Ísrael og líbönsku hernaðarsamtökin Hezbollah hafa skipst á loftárásum í dag í hörðustu landamæraátökum milli landanna í nokkrar vikur. Í Gaza einbeitir Ísraelsher árásum sínum nú að suðurhlutanum þar sem 2,3 milljónir Palestínubúa hírast á litlu svæði. 7. janúar 2024 00:14