Enn eykst mannfall á Gasa og átök milli Hezbollah og Ísrael harðna Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. janúar 2024 00:14 Tveir menn horfa á reykinn sem stígur upp frá Gasasvæðinu. AP Ísrael og líbönsku hernaðarsamtökin Hezbollah hafa skipst á loftárásum í dag í hörðustu landamæraátökum milli landanna í nokkrar vikur. Í Gaza einbeitir Ísraelsher árásum sínum nú að suðurhlutanum þar sem 2,3 milljónir Palestínubúa hírast á litlu svæði. Sayyed Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah, hvatti til hefndaaaðgerða í gær eftir að Ísraelar drápu Saleh al-Arouri, næstráðanda Hamas, í loftárás á Beirút 2. janúar. Nasrallah sagði að ef Hezbollah myndi ekki svara fyrir sig þá yrði Líbanon í heild sinni berskjaldað fyrir árásum Ísraels. Til að reyna að lægja öldurnar á svæðinu hefur Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, farið í diplómatatúr um Miðausturlönd en það er í fjórða sinn sem hann fer í slíkt ferðalag frá því átökin milli Ísrael og Hamas hófust fyrir þremur mánuðum síðan. „Það er bráðnauðsynlegt að forðast það að Líbanon verði dregið inn í átökin á svæðinu,“ sagði Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, í Beirút en hann er sjálfur á díplómatatúr um Miðausturlönd. Hezbollah svara fyrir morð á Hamas-liða Hezbollah segjast hafa skotið 62 eldflaugum í átt að loftvarnastöð á Meron fjalli og hæft stöðina í fyrstu árásunum eftir morðið á Arouri. Einnig héldu samtökin því fram að þau hefðu hæft tvær herstöðvar Ísraela við landamærin. Fulltrúar ísraelshers staðfestu að 40 eldflaugum hefði verið skotið í átt að herstöðvum við Meron. Daniel Hagari, talsmaður hersins, sagði að engan hefði sakað í árásunum. Habari sagði jafnframt að Ísraelsher hefði svarað fyrir sig með árásum á þær hersveitir Hezbollah sem skutu eldflaugunum og aðrar herstöðvar samtakanna. Hezbollah segja að sex hermanna sinna hefðu verið drepnir á laugardag. Mannfall samtakanna frá því átökin hófust er því komið upp í 150. „Ekki megi stöðva stríðið“ Undanfarnar vikur hefur Ísraelsher dregið úr árásum sínum í norðurhluta Gasa og beinir sókn sinni nú að suðurhluta Gasa. Þangað er búið að þrýsta 2,3 milljónum Palestínubúa í alltof lítið svæði og því hefur verið varað við að það stefni í mannúðarkrísu á svæðinu. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, ítrekaði í yfirlýsingu að „ekki megi stöðva stríðið“ fyrr en búið er að ná yfirlýstum markmiðum Ísraela: að útrýma Hamas, endurheimta ísraelska gísla og tryggja að það muni ekki standa frekari ógn af Gasa. Það sér ekki fyrir endalokin á hryllingnum í Palestínu ef marka má orð Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels.AP Heilbrigðisráðuneytuð í Gasa greindi frá því á laugardag að 122 Palestínubúar hefðu verið drepnir á yfirstandandi sólarhring. Heildarmannfall frá upphafi stríðsins væri því komið upp ú 22.722 en þar er ekki greint á milli almennra borgara og hermanna. Að sögn ráðuneytisins eru tveir þriðju hinn látnu konur og börn. Fjöldi særðra sé nú kominn upp í 58.166 manns. Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Blinken á leið til Ísrael Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna er væntanlegur til Ísraels í kvöld í óvænta heimsókn. 4. janúar 2024 07:53 Drápið á Arouri vekur hörð viðbrögð Hezbollah-samtökin hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau segja dráp Ísraelsmanna á Saleh al-Arouri, einum æðsta leiðtoga Hamas-samtakanna, „alvarlega árás á Líbanon“. 3. janúar 2024 06:48 Næstráðandi Hamas-samtakanna féll í drónaárás í Beirút Saleh al-Arouri, næstráðandi Hamas-samtakanna, er í hópi látinna eftir drónaárás í líbönsku höfuðborginni Beirút síðdegis í dag. 2. janúar 2024 18:03 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Sayyed Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah, hvatti til hefndaaaðgerða í gær eftir að Ísraelar drápu Saleh al-Arouri, næstráðanda Hamas, í loftárás á Beirút 2. janúar. Nasrallah sagði að ef Hezbollah myndi ekki svara fyrir sig þá yrði Líbanon í heild sinni berskjaldað fyrir árásum Ísraels. Til að reyna að lægja öldurnar á svæðinu hefur Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, farið í diplómatatúr um Miðausturlönd en það er í fjórða sinn sem hann fer í slíkt ferðalag frá því átökin milli Ísrael og Hamas hófust fyrir þremur mánuðum síðan. „Það er bráðnauðsynlegt að forðast það að Líbanon verði dregið inn í átökin á svæðinu,“ sagði Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, í Beirút en hann er sjálfur á díplómatatúr um Miðausturlönd. Hezbollah svara fyrir morð á Hamas-liða Hezbollah segjast hafa skotið 62 eldflaugum í átt að loftvarnastöð á Meron fjalli og hæft stöðina í fyrstu árásunum eftir morðið á Arouri. Einnig héldu samtökin því fram að þau hefðu hæft tvær herstöðvar Ísraela við landamærin. Fulltrúar ísraelshers staðfestu að 40 eldflaugum hefði verið skotið í átt að herstöðvum við Meron. Daniel Hagari, talsmaður hersins, sagði að engan hefði sakað í árásunum. Habari sagði jafnframt að Ísraelsher hefði svarað fyrir sig með árásum á þær hersveitir Hezbollah sem skutu eldflaugunum og aðrar herstöðvar samtakanna. Hezbollah segja að sex hermanna sinna hefðu verið drepnir á laugardag. Mannfall samtakanna frá því átökin hófust er því komið upp í 150. „Ekki megi stöðva stríðið“ Undanfarnar vikur hefur Ísraelsher dregið úr árásum sínum í norðurhluta Gasa og beinir sókn sinni nú að suðurhluta Gasa. Þangað er búið að þrýsta 2,3 milljónum Palestínubúa í alltof lítið svæði og því hefur verið varað við að það stefni í mannúðarkrísu á svæðinu. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, ítrekaði í yfirlýsingu að „ekki megi stöðva stríðið“ fyrr en búið er að ná yfirlýstum markmiðum Ísraela: að útrýma Hamas, endurheimta ísraelska gísla og tryggja að það muni ekki standa frekari ógn af Gasa. Það sér ekki fyrir endalokin á hryllingnum í Palestínu ef marka má orð Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels.AP Heilbrigðisráðuneytuð í Gasa greindi frá því á laugardag að 122 Palestínubúar hefðu verið drepnir á yfirstandandi sólarhring. Heildarmannfall frá upphafi stríðsins væri því komið upp ú 22.722 en þar er ekki greint á milli almennra borgara og hermanna. Að sögn ráðuneytisins eru tveir þriðju hinn látnu konur og börn. Fjöldi særðra sé nú kominn upp í 58.166 manns.
Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Blinken á leið til Ísrael Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna er væntanlegur til Ísraels í kvöld í óvænta heimsókn. 4. janúar 2024 07:53 Drápið á Arouri vekur hörð viðbrögð Hezbollah-samtökin hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau segja dráp Ísraelsmanna á Saleh al-Arouri, einum æðsta leiðtoga Hamas-samtakanna, „alvarlega árás á Líbanon“. 3. janúar 2024 06:48 Næstráðandi Hamas-samtakanna féll í drónaárás í Beirút Saleh al-Arouri, næstráðandi Hamas-samtakanna, er í hópi látinna eftir drónaárás í líbönsku höfuðborginni Beirút síðdegis í dag. 2. janúar 2024 18:03 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Blinken á leið til Ísrael Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna er væntanlegur til Ísraels í kvöld í óvænta heimsókn. 4. janúar 2024 07:53
Drápið á Arouri vekur hörð viðbrögð Hezbollah-samtökin hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau segja dráp Ísraelsmanna á Saleh al-Arouri, einum æðsta leiðtoga Hamas-samtakanna, „alvarlega árás á Líbanon“. 3. janúar 2024 06:48
Næstráðandi Hamas-samtakanna féll í drónaárás í Beirút Saleh al-Arouri, næstráðandi Hamas-samtakanna, er í hópi látinna eftir drónaárás í líbönsku höfuðborginni Beirút síðdegis í dag. 2. janúar 2024 18:03