Víkingur vann meðan Fjölnir og Leiknir skildu jöfn Ágúst Orri Arnarson skrifar 6. janúar 2024 16:52 Víkingur stillti sterku liði upp og vann fyrsta leik Reykjavíkurmótsins gegn ungum og sprækum Fylkismönnum. Vísir/Hulda Margrét Undirbúningstímabil íslenskra knattspyrnuliða fyrir komandi átök í sumar hófst af alvöru með fyrstu leikjum Reykjavíkurmótsins í dag. Ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar Víkings öttu kappi við Fylki í fyrsta leik dagsins. Leikmennirnir þrír sem sömdu við félagið á dögunum, Valdimar Ingimundarson, Jón Guðni Fjóluson og Pálmi Rafn Arinbjörnsson, voru allir utan hóps. Gestirnir úr Árbænum gáfu nokkrum ungum leikmönnum tækifæri í byrjunarliðinu í dag. Fylkismenn fengu sömuleiðis að vera þeir fyrstu til að klæða sig og undirbúa sig fyrir leik í nýjum gestaklefa Víkings sem vakið hefur mikla athygli. Víkingur komst marki yfir strax á fyrstu mínútu leiksins og tvöfölduðu forystuna á 39. mínútu. Fylkismenn minnkuðu muninn rétt áður en hálfleiksflautið gall og jöfnuðu svo leikinn strax í upphafi seinni hálfleiks. Íslandsmeistararnir bættu fljótlega úr því og skoruðu tvívegis til viðbótar. Sigurinn var svo endanlega tryggður þegar Aron Snær Guðbjörnsson, sem var að spila sinn fyrsta leik í byrjunarliði Fylkis, var rekinn af velli undir lok leiks. Lokaniðurstaða 4-2 sigur Víkings á heimavelli hamingjunnar. Í seinni leik dagsins mættust svo Lengjudeildarliðin Fjölnir og Leiknir. Aftur kom mark snemma, Leiknir tók forystuna þegar rétt tæpar tvær mínútur voru liðnar af leiknum en Fjölnismenn jöfnuðu fljótlega. Það dró svo ekki aftur til tíðinda fyrr en undir lok leiks. Leiknismenn komust yfir á 80. mínútu en aftur jöfnuðu Fjölnismenn, aðeins fimm mínútum síðar. Liðin gengu því jöfn frá borði, lokaniðurstaða 2-2. Fyrirkomulag Reykjavíkurmótsins Liðin fjögur sem kepptust við í dag eru öll í A-riðli mótsins ásamt ÍR. Nágrannarnir Fylkir og Fjölnir mætast næsta fimmtudag, ÍR tekur svo á móti Víkingi í fyrsta mótsleik sínum næsta laugardag. B-riðillinn er svo skipaður Fram, KR, Val og Þrótti. Leikar hefjast þar næsta föstudag þegar ríkjandi Reykjavíkurmeistarar Fram heimsækja KR. Degi síðar tekur Valur á móti Þrótti. Stöðu riðlanna og leikjafyrirkomulag má finna hér (A-riðill) og hér (B-riðill). Sigurvegarar hvors riðils mætast í úrslitaleik þann 1. febrúar. Íslenski boltinn Besta deild karla Lengjudeild karla Víkingur Reykjavík Fjölnir Fylkir Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Sjá meira
Ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar Víkings öttu kappi við Fylki í fyrsta leik dagsins. Leikmennirnir þrír sem sömdu við félagið á dögunum, Valdimar Ingimundarson, Jón Guðni Fjóluson og Pálmi Rafn Arinbjörnsson, voru allir utan hóps. Gestirnir úr Árbænum gáfu nokkrum ungum leikmönnum tækifæri í byrjunarliðinu í dag. Fylkismenn fengu sömuleiðis að vera þeir fyrstu til að klæða sig og undirbúa sig fyrir leik í nýjum gestaklefa Víkings sem vakið hefur mikla athygli. Víkingur komst marki yfir strax á fyrstu mínútu leiksins og tvöfölduðu forystuna á 39. mínútu. Fylkismenn minnkuðu muninn rétt áður en hálfleiksflautið gall og jöfnuðu svo leikinn strax í upphafi seinni hálfleiks. Íslandsmeistararnir bættu fljótlega úr því og skoruðu tvívegis til viðbótar. Sigurinn var svo endanlega tryggður þegar Aron Snær Guðbjörnsson, sem var að spila sinn fyrsta leik í byrjunarliði Fylkis, var rekinn af velli undir lok leiks. Lokaniðurstaða 4-2 sigur Víkings á heimavelli hamingjunnar. Í seinni leik dagsins mættust svo Lengjudeildarliðin Fjölnir og Leiknir. Aftur kom mark snemma, Leiknir tók forystuna þegar rétt tæpar tvær mínútur voru liðnar af leiknum en Fjölnismenn jöfnuðu fljótlega. Það dró svo ekki aftur til tíðinda fyrr en undir lok leiks. Leiknismenn komust yfir á 80. mínútu en aftur jöfnuðu Fjölnismenn, aðeins fimm mínútum síðar. Liðin gengu því jöfn frá borði, lokaniðurstaða 2-2. Fyrirkomulag Reykjavíkurmótsins Liðin fjögur sem kepptust við í dag eru öll í A-riðli mótsins ásamt ÍR. Nágrannarnir Fylkir og Fjölnir mætast næsta fimmtudag, ÍR tekur svo á móti Víkingi í fyrsta mótsleik sínum næsta laugardag. B-riðillinn er svo skipaður Fram, KR, Val og Þrótti. Leikar hefjast þar næsta föstudag þegar ríkjandi Reykjavíkurmeistarar Fram heimsækja KR. Degi síðar tekur Valur á móti Þrótti. Stöðu riðlanna og leikjafyrirkomulag má finna hér (A-riðill) og hér (B-riðill). Sigurvegarar hvors riðils mætast í úrslitaleik þann 1. febrúar.
Íslenski boltinn Besta deild karla Lengjudeild karla Víkingur Reykjavík Fjölnir Fylkir Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Sjá meira