Íslenski boltinn

Klefinn frægi í Víkinni endur­nýjaður

Siggeir Ævarsson skrifar
Nú þarf enginn að þjást í ólykt sem sækir Víkinga heim
Nú þarf enginn að þjást í ólykt sem sækir Víkinga heim

Gestaliðin sem sækja Víkinga heima í Bestu-deildinni í ár geta nú loks andað léttar en alræmdur gestaklefinn í Víkinni hefur nú verið tekinn í gegn með glans.

Mikið fjölmiðlafár skapaðist í kringum leik Víkinga og Breiðabliks síðasta sumar þegar Blikarnir létu bíða lengi eftir sér fyrir leik. Þegar aðeins um hálftími var til leiks voru gestirnir ekki mættir en þá kom liðsrútan loks á staðinn og héldu Blikarnir úr henni beinustu leið út á völl og fóru að hita upp, án þess að koma við í búningsklefum gestaliðsins á Víkingsvelli.

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, lét hafa eftir sér í viðtali eftir leik að klefinn væri ekki boðlegur. Hann væri nær ljóslaus og lyktin í honum væri vond. Víkingar tóku þessu ummæli mögulega til sín og hafa nú lokið endurbótum á klefanum fræga og fá Fylkismenn þann heiður að vígja klefann formlega síðar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×