Erlent

Flug­vél í ljósum logum í Tókýó

Atli Ísleifsson skrifar
Um er að ræða flugvél flugfélagsins Japan Airlines sem kom til lendingar á Haneda-flugvellinum í Tókýó. Myndin er úr safni.
Um er að ræða flugvél flugfélagsins Japan Airlines sem kom til lendingar á Haneda-flugvellinum í Tókýó. Myndin er úr safni. AP

Mikill eldur kom upp í flugvél flugfélagsins Japan Airlines eftir lendingu á Haneda-flugvelli í japönsku höfuðborginni Tókýó í dag. Um fjögur hundruð voru um borð í vélinni og tókst að bjarga þeim öllum.

Á myndum frá vettvangi má sjá eld koma út um glugga vélarinnar og undir vélinni. Mikinn eld var líka að sjá á flugbrautinni.

NHK hefur eftir heimildarmönnum að vélin kunni að hafa rekist á flugvél japönsku strandgæslunnar eftir lendingu á vellinum. Ekki er vitað um afdrif þeirra sem í vél strandgæslunnar voru, alls sex, en þó er vitað að einn hafi komist lífs af.

Vél Japan Airlines, JAL 516, var að koma frá Shin Chitose-flugvellinum á Hokkaido þegar hún lenti á Haneda-flugvelli.

Talsmaður Japan Airlines segir að 379 hafi verið um borð í vélinni og hafi tekist að bjarga þeim öllum frá borði.

Talið er að flugvélin hafi rekist á vél japönsku strandgæslunar á flugbrautinni.AP

Fréttin hefur verið uppfærð. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×