Margrét drottning ræddi við Karl konung fyrir ávarpið Atli Ísleifsson skrifar 1. janúar 2024 10:42 Frændsystkinin Margrét Þórhildur Danadrottning og Karl Gústaf Svíakonungur á góðri stund árið 2007. EPA Margrét Þórhildur Danadrottning ræddi við frænda sinn, Karl Gústaf Svíakonung, og tilkynnti honum um ákvörðun sína að afsala sér krúnunni áður en hún greindi dönsku þjóðinni frá hinu sama í áramótaávarpi sínu í gærkvöldi. Sænskir fjölmiðlar greina frá þessu þar sem haft er eftir upplýsingafulltrúa sænsku konungsfjölskyldunnar að öll sænska konungsfjölskyldan hafi verið upplýst um ákvörðun Danadrottningar. „Drottningin ræddi persónulega við og upplýsti konunginn um ákvörðina,“ segir upplýsingafulltrúinn í samtali við Expressen. Ákvörðun Margrétar Þórhildar kom flestum í opna skjöldu en hún sagði þar frá því að hún muni formlega stíga til hliðar 14. janúar næstkomandi og mun Friðrik krónprins þá verða nýr konungur Danmerkur. Margrét Þórhildur tók sjálf við krúnunni 14. janúar 1972 við andlát föður síns, Friðriks IX, og mun hún því hafa setið á drottningarstól í 52 ár. Sjá má ávarpið í heild sinni að neðan. Þó að það hafi færst í aukana að konungar og drottningar í Evrópu afsali sér krúnunni þá er þetta í fyrsta sinn sem þetta gerist í danskri sögu. Í áramótaávarpi sínu rifjaði hin 83 ára drottning upp að hún hafi gengist undir stóra aðgerð á baki í febrúar síðastliðinn og að á þeim tímamótum hafi hún farið að huga að framtíð sinni. Aldurinn væri farinn að segja til sín og hafi hún velt því upp hvort að ekki væri rétt að koma hinum konunglegu skyldum á herðar næstu kynslóða. Í ávarpi sínu þakkaði Margrét Þórhildur dönsku þjóðinni, Færeyingum og Grænlendingum fyrir þann hlýhug og stuðning sem þjóðirnar hefðu sýnt henni og fjölskyldu hennar í gegnum áratugina. Hún bar einnig fram þá ósk að hinum nýju konungshjónum, Friðriki X og Maríu eiginkonu hans, verði tekið með sömu hlýju og hún hefði notið öll sín ár sem drottning. Friðrik er 55 ára gamall og er giftur hinni áströlsku Maríu, en þau gengu í hjónaband árið 2004. Þau eiga saman fjögur börn – Kristján, Ísabellu, Vincent og Jósefínu. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, mun flytja nýársávarp forsætisráðherra síðar í dag, en hefur látið hafa eftir sér að hún hafi þurft að endurskrifa svo gott sem allt ávarpið vegna tíðinda gærdagsins. Danmörk Svíþjóð Kóngafólk Margrét Þórhildur II Danadrottning Karl Gústaf XVI Svíakonungur Tengdar fréttir Margrét Þórhildur stígur til hliðar Margrét Þórhildur Danadrottning ætlar að stíga til hliðar hinn 14. janúar næst komandi. Hún tilkynnti þetta í áramótaávarpi sínu í dag. 31. desember 2023 17:16 Mest lesið Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent David Lynch er látinn Erlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Fleiri fréttir Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann David Lynch er látinn Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Sjá meira
Sænskir fjölmiðlar greina frá þessu þar sem haft er eftir upplýsingafulltrúa sænsku konungsfjölskyldunnar að öll sænska konungsfjölskyldan hafi verið upplýst um ákvörðun Danadrottningar. „Drottningin ræddi persónulega við og upplýsti konunginn um ákvörðina,“ segir upplýsingafulltrúinn í samtali við Expressen. Ákvörðun Margrétar Þórhildar kom flestum í opna skjöldu en hún sagði þar frá því að hún muni formlega stíga til hliðar 14. janúar næstkomandi og mun Friðrik krónprins þá verða nýr konungur Danmerkur. Margrét Þórhildur tók sjálf við krúnunni 14. janúar 1972 við andlát föður síns, Friðriks IX, og mun hún því hafa setið á drottningarstól í 52 ár. Sjá má ávarpið í heild sinni að neðan. Þó að það hafi færst í aukana að konungar og drottningar í Evrópu afsali sér krúnunni þá er þetta í fyrsta sinn sem þetta gerist í danskri sögu. Í áramótaávarpi sínu rifjaði hin 83 ára drottning upp að hún hafi gengist undir stóra aðgerð á baki í febrúar síðastliðinn og að á þeim tímamótum hafi hún farið að huga að framtíð sinni. Aldurinn væri farinn að segja til sín og hafi hún velt því upp hvort að ekki væri rétt að koma hinum konunglegu skyldum á herðar næstu kynslóða. Í ávarpi sínu þakkaði Margrét Þórhildur dönsku þjóðinni, Færeyingum og Grænlendingum fyrir þann hlýhug og stuðning sem þjóðirnar hefðu sýnt henni og fjölskyldu hennar í gegnum áratugina. Hún bar einnig fram þá ósk að hinum nýju konungshjónum, Friðriki X og Maríu eiginkonu hans, verði tekið með sömu hlýju og hún hefði notið öll sín ár sem drottning. Friðrik er 55 ára gamall og er giftur hinni áströlsku Maríu, en þau gengu í hjónaband árið 2004. Þau eiga saman fjögur börn – Kristján, Ísabellu, Vincent og Jósefínu. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, mun flytja nýársávarp forsætisráðherra síðar í dag, en hefur látið hafa eftir sér að hún hafi þurft að endurskrifa svo gott sem allt ávarpið vegna tíðinda gærdagsins.
Danmörk Svíþjóð Kóngafólk Margrét Þórhildur II Danadrottning Karl Gústaf XVI Svíakonungur Tengdar fréttir Margrét Þórhildur stígur til hliðar Margrét Þórhildur Danadrottning ætlar að stíga til hliðar hinn 14. janúar næst komandi. Hún tilkynnti þetta í áramótaávarpi sínu í dag. 31. desember 2023 17:16 Mest lesið Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent David Lynch er látinn Erlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Fleiri fréttir Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann David Lynch er látinn Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Sjá meira
Margrét Þórhildur stígur til hliðar Margrét Þórhildur Danadrottning ætlar að stíga til hliðar hinn 14. janúar næst komandi. Hún tilkynnti þetta í áramótaávarpi sínu í dag. 31. desember 2023 17:16