Beittu sér gegn Apple eftir viðvörun um njósnir Samúel Karl Ólason skrifar 28. desember 2023 13:00 Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands. EPA/HARISH TYAGI Margir af þekktustu blaðamönnum Indlands og stjórnmálamenn lýstu því yfir í október að tæknifyrirtækið Apple hefði varað þá við því að tölvuþrjótar á vegum ríkis hefðu gert árás á síma þeirra og tæki. Ríkisstjórn Nardendra Modi, forsætisráðherra Indlands, brást hratt við með því að beina spjótum sínum að Apple. Embættismenn úr flokki Modis, BJP, kröfðust þess að forsvarsmenn Apple hjálpuðu til við að draga úr þeim pólitíska skaða sem viðvaranirnar hefðu ollið og lögðu meðal annars til að lagðar yrðu til aðrar útskýringar fyrir viðvörunum en að reynt hefði verið að brjótast inn í síma mannanna. „Þeir voru virkilega reiðir,“ segir einn heimildarmanna Washington Post. Yfirvöld á Indlandi hafa haldið áfram að beita sér gegn Apple. Margir af þeim rúmlega tuttugu sem höfðu fengið viðvörun frá Apple áttu það sameiginlegt að hafa spurt spurningar um eða gagnrýnt samband Modis við auðjöfurinn Gautam Adani. Anand Mangnale og Ravi Nair, blaðamenn sem fengu viðvörunina, starfa fyrir Organized Crime and Corruption Reporting Project, sem eru samtök rannsóknarblaðamanna um heim allan. Árás gerð degi eftir sendingu Þann 23. ágúst höfðu Mangnale og Nair sent Adani tölvupóst og beðið hann um viðbrögð við frétt sem þeir voru að vinna að um að bróðir hans hefði selt í laumi gífurlegt magn hlutabréfa í félagi þeirra, sem er mögulega lögbrot samkvæmt lögum Indlands. Greining á síma Mangnale sýndi, samkvæmt grein Washington Post, að degi eftir að pósturinn var sendur hafði verið gerð tölvuárás á símann og njósnaforriti sem kallast Pegasus hafði verið komið fyrir í símanum. Það veitir aðgang að gögnum símans og myndavél hans og hljóðnema. Frá mótmælum í Kolkata í mars. Þá kröfðust mótmælendur rannsóknar á Adani Group. Gautam Adani tengist Narendra Modi, forsætisráðherra, nánum böndum. EPA/PIYAL ADHIKARY Talskona Adani þvertók fyrir að auðjöfurinn hefði með nokkrum hætti komið að nokkurs konar tölvuárásum og sakaði OCCRP um að reyna að kasta rýrð á Adani. Talsmaður BJP sagði að ásakanir sem þessar þyrfti að bera á borð yfirvalda á Indlandi, til rannsóknar. Pegasus er nokkuð frægt og umdeilt njósnaforrit sem framleitt var af fyrirtækinu NSO frá Ísrael. Það á að hafa verið hannað til að njósna um hryðjuverka- og glæpamenn en hefur ítrekað verið notað af ríkisstjórnum heimsins til að njósna um baráttufólk, blaðamenn og stjórnmálamenn. Talsmaður NSO sagði í svari við fyrirspurn WP að starfsmenn fyrirtækisins viti ekki hvernig viðskiptavinir sínir beita forritinu en ítrekaði að það sé ekki selt neinum nema ríkisstjórnum og löggæsluembættum. Þá segir hann að stefna fyrirtækisins og samningar innihaldi ferla til að koma í veg fyrir notkun Pegasus gegn blaðamönnum, lögmönnum, verjendum mannréttinda og stjórnarandstæðinga sem hafi ekki komið glæpa- eða hryðjuverkastarfsemi. Sjá einnig: Yfirmaður spænsku leyniþjónustunnar rekinn vegna njósnaforrits Ríkisstjórn Modis hefur aldrei neitað eða játað að hafa notað njósnahugbúnað eins og Pegasus. Þá hefur ríkisstjórnin ekki svarað fyrirspurnum nefndar sem hæstiréttur Indlands skipaði til að rannsaka hvort ríkisstjórnin hefði notað njósnahugbúnað. Pegasus hefur fundist í símum blaðamanna og stjórnmálamanna á Indlandi. Sérfræðingar Washington Post, í samstarfi með Amnesty International og öðrum sérfræðingum, hafa á undanförnum vikum fundið Pegasus í símum blaðamanna og pólitískra andstæðinga ríkisstjórnarinnar. Starfsmenn WP fundu forritið einnig í símum blaðamanna og stjórnmálamanna á Indlandi fyrir tveimur árum síðan, áður en hæstiréttur landsins skipaði áðurnefnda nefnd. Hafa notað Pegasus frá 2017 Í grein Amnesty er vísað í rannsókn OCCRP sem bendir til þess að leyniþjónusta Indlands sem starfar innan landamæra ríkisins, hafi fengið sendingu frá NSO sem samsvari þeim búnaði sem þarf til að keyra Pegasus í apríl 2017. Fyrsta staðfesta tilfelli notkunar njósnaforritsins á Indlandi er samkvæmt Amnesty frá júlí sama ár. Samtökin segja að ríkisstjórn Modis hafi notað forritið samhliða því að dregið hafi verið úr rétti fólks til mótmæla og að gripið hafi verið til aðgerða gegn baráttufólki og blaðamönnum á Indlandi. Modi hefur verið við völd á Indlandi í tæpan áratug. Hann hefur ítrekað verið sakaður um að ýta undir deilur milli hindúa annars vegar og múslima hins vegar. Þá hefur ritstjórn aukist á Indlandi og stór samfélagsmiðla- og tæknifyrirtæki hafa reglulega orðið við kröfum ríkisstjórnar Indlands. Yfirvöld í Kanada sökuðu ríkisstjórn Modis nýverið um að hafa komið að morði á leiðtoga aðskilnaðarsinna síka þar í landi. Í kjölfarið sakaði ríkisstjórn Joes Biden í Bandaríkjunum Indverja um að hafa skipulagt banatilræði á síka-agerðasinna. Indland Apple Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Embættismenn úr flokki Modis, BJP, kröfðust þess að forsvarsmenn Apple hjálpuðu til við að draga úr þeim pólitíska skaða sem viðvaranirnar hefðu ollið og lögðu meðal annars til að lagðar yrðu til aðrar útskýringar fyrir viðvörunum en að reynt hefði verið að brjótast inn í síma mannanna. „Þeir voru virkilega reiðir,“ segir einn heimildarmanna Washington Post. Yfirvöld á Indlandi hafa haldið áfram að beita sér gegn Apple. Margir af þeim rúmlega tuttugu sem höfðu fengið viðvörun frá Apple áttu það sameiginlegt að hafa spurt spurningar um eða gagnrýnt samband Modis við auðjöfurinn Gautam Adani. Anand Mangnale og Ravi Nair, blaðamenn sem fengu viðvörunina, starfa fyrir Organized Crime and Corruption Reporting Project, sem eru samtök rannsóknarblaðamanna um heim allan. Árás gerð degi eftir sendingu Þann 23. ágúst höfðu Mangnale og Nair sent Adani tölvupóst og beðið hann um viðbrögð við frétt sem þeir voru að vinna að um að bróðir hans hefði selt í laumi gífurlegt magn hlutabréfa í félagi þeirra, sem er mögulega lögbrot samkvæmt lögum Indlands. Greining á síma Mangnale sýndi, samkvæmt grein Washington Post, að degi eftir að pósturinn var sendur hafði verið gerð tölvuárás á símann og njósnaforriti sem kallast Pegasus hafði verið komið fyrir í símanum. Það veitir aðgang að gögnum símans og myndavél hans og hljóðnema. Frá mótmælum í Kolkata í mars. Þá kröfðust mótmælendur rannsóknar á Adani Group. Gautam Adani tengist Narendra Modi, forsætisráðherra, nánum böndum. EPA/PIYAL ADHIKARY Talskona Adani þvertók fyrir að auðjöfurinn hefði með nokkrum hætti komið að nokkurs konar tölvuárásum og sakaði OCCRP um að reyna að kasta rýrð á Adani. Talsmaður BJP sagði að ásakanir sem þessar þyrfti að bera á borð yfirvalda á Indlandi, til rannsóknar. Pegasus er nokkuð frægt og umdeilt njósnaforrit sem framleitt var af fyrirtækinu NSO frá Ísrael. Það á að hafa verið hannað til að njósna um hryðjuverka- og glæpamenn en hefur ítrekað verið notað af ríkisstjórnum heimsins til að njósna um baráttufólk, blaðamenn og stjórnmálamenn. Talsmaður NSO sagði í svari við fyrirspurn WP að starfsmenn fyrirtækisins viti ekki hvernig viðskiptavinir sínir beita forritinu en ítrekaði að það sé ekki selt neinum nema ríkisstjórnum og löggæsluembættum. Þá segir hann að stefna fyrirtækisins og samningar innihaldi ferla til að koma í veg fyrir notkun Pegasus gegn blaðamönnum, lögmönnum, verjendum mannréttinda og stjórnarandstæðinga sem hafi ekki komið glæpa- eða hryðjuverkastarfsemi. Sjá einnig: Yfirmaður spænsku leyniþjónustunnar rekinn vegna njósnaforrits Ríkisstjórn Modis hefur aldrei neitað eða játað að hafa notað njósnahugbúnað eins og Pegasus. Þá hefur ríkisstjórnin ekki svarað fyrirspurnum nefndar sem hæstiréttur Indlands skipaði til að rannsaka hvort ríkisstjórnin hefði notað njósnahugbúnað. Pegasus hefur fundist í símum blaðamanna og stjórnmálamanna á Indlandi. Sérfræðingar Washington Post, í samstarfi með Amnesty International og öðrum sérfræðingum, hafa á undanförnum vikum fundið Pegasus í símum blaðamanna og pólitískra andstæðinga ríkisstjórnarinnar. Starfsmenn WP fundu forritið einnig í símum blaðamanna og stjórnmálamanna á Indlandi fyrir tveimur árum síðan, áður en hæstiréttur landsins skipaði áðurnefnda nefnd. Hafa notað Pegasus frá 2017 Í grein Amnesty er vísað í rannsókn OCCRP sem bendir til þess að leyniþjónusta Indlands sem starfar innan landamæra ríkisins, hafi fengið sendingu frá NSO sem samsvari þeim búnaði sem þarf til að keyra Pegasus í apríl 2017. Fyrsta staðfesta tilfelli notkunar njósnaforritsins á Indlandi er samkvæmt Amnesty frá júlí sama ár. Samtökin segja að ríkisstjórn Modis hafi notað forritið samhliða því að dregið hafi verið úr rétti fólks til mótmæla og að gripið hafi verið til aðgerða gegn baráttufólki og blaðamönnum á Indlandi. Modi hefur verið við völd á Indlandi í tæpan áratug. Hann hefur ítrekað verið sakaður um að ýta undir deilur milli hindúa annars vegar og múslima hins vegar. Þá hefur ritstjórn aukist á Indlandi og stór samfélagsmiðla- og tæknifyrirtæki hafa reglulega orðið við kröfum ríkisstjórnar Indlands. Yfirvöld í Kanada sökuðu ríkisstjórn Modis nýverið um að hafa komið að morði á leiðtoga aðskilnaðarsinna síka þar í landi. Í kjölfarið sakaði ríkisstjórn Joes Biden í Bandaríkjunum Indverja um að hafa skipulagt banatilræði á síka-agerðasinna.
Indland Apple Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira