Pegasus verkefnið veldur usla í stjórnmálaheiminum Árni Sæberg skrifar 20. júlí 2021 13:22 Ísraelska hugbúnaðarfyrirtækið NSO selur njósnaforritið Pegasus. Jack Guez/Getty Um helgina kom upp á yfirborðið að stjórnvöld um allan heim noti ísraelska njósnaforritið Pegasus til að njósna um borgara sína. Meðal þeirra sem njósnað hefur verið um eru forseti Mexíkó og helsti andstæðingur forsætisráðherra Indlands. Rúmlega áttatíu blaðamenn frá sextán miðlum hafa unnið úr gagnaleka um málið síðustu mánuði. Rúmlega áttatíu blaðamenn frá sextán miðlum, þar á meðal The Guardian, hafa unnið úr gagnaleka um málið síðustu mánuði. Samstarfsverkefnið hefur fengið nafnið the Pegasus Project eða Pegasus verkefnið. Pegasus er forrit sem ísraelska hugbúnaðarfyrirtækið NSO Group selur stjórnvöldum um allan heim. Forritið gerir stjórnvöldum kleift að nálgast upplýsingar úr farsímum fólks og jafn vel kveikja á hljóðnema og myndavél síma. Fyrirtækið segir forritið einungis ætlað sem verkfæri í baráttu gegn glæpum og hryðjuverkum. Þá segist fyrirtækið einungis selja forritið ríkjum sem virða mannréttindi þegna sinna. 50 þúsund símar mögulega sýktir af búnaðinum Í gagnaleka sem barst til franska blaðamennskufélagsins Forbidden Stories og Amnesty International var að finna lista yfir rúmlega fimmtíu þúsund símanúmer sem höfðu verið notuð af Pegasus. Minnst fimmtíu símanúmer á listanum tengjast Andrés Manúel López Obrador, forseta Mexíkó. Talið er að njósnað hafi verið um konu, börn, aðstoðarmenn og jafn vel lækna forsetans þegar hann var enn í stjórnarandstöðu. Símanúmer Rahúls Gandhí, helsta stjórnmálaandstæðings Nerendra Modi, forsætisráðherra Indlands, er einnig á listanum, Stjórnarandstæðingar á Indlandi hafa sakað stjórnvöld um að vera sek um umfangsmiklar njósnir. „Ef þessar upplýsingar eru réttar er umfang og eðli eftirlitsins meira en árás á frelsi einstaklinga. Það er árás á lýðræðislegar stoðir landsins okkar. Það þarf að rannsaka þetta í þaula og bera kennsl á þá sem bera ábyrgð og refsa þeim.“ segir Gandhi. Carine Kanimba er ein þeirra sem fylgst hefur verið með með Pegasus. Hún er dóttir Paul Rusesabagina, aðgerðasinnans frá Rúanda sem bjargaði rúmlega þúsund flóttamönnum í þjóðarmorðinu í Rúanda. Hann er nú fangi Rúanskra yfirvalda. Lekinn hefur haft víðtæk áhrif á efnahagslífið Hlutabréfaverð í Apple hefur fallið um 2,4 prósent í dag þar sem fjárfestar óttast að Pegasus geti tekið yfir nýjustu útgáfu Iphone síma. Apple segir að fyrirtækið sé leiðandi á markaði í öryggismálum og að símar þess séu öruggustu símar sem neytendur geta keypt. Þá hefur Amazon hætt öllum viðskiptum við NSO en Amazon hýsti starfsemi fyrirtækisins á netþjónum sínum. Snowden fordæmir njósnirnar Uppljóstrarinn Edward Snowden segist óttast að Pegasus sé svo öflugt, og njósnabúnaður eins og það svo hættulegur, að banna ætti sölu á því á alþjóðavísu. „Ef þeir eru búnir að finna leið til að hakka einn Iphone, geta þeir hakkað þá alla,“ segir Snowden. Hann heldur því fram að njósnabúnað ætti að fara með á sama hátt og kjarnorkuvopn. Verulega eigi að hamla viðskipti með hann. Ísrael Tölvuárásir Mexíkó Indland Tengdar fréttir Njósnabúnaðinum Pegasus beitt gegn aðgerðasinnum Símanúmer aðgerðasinna, blaðamanna og stjórnmálamanna eru meðal þeirra sem eru á lista yfir fimmtíu þúsund símanúmer sem var lekið til fjölmiðla í gær. Talið er að símanúmerin tengist ísraelska fyrirtækinu NSO Group sem selur stjórnvöldum um allan heim búnaðinn Pegasus sem breytir símum fólks í eftirlitstæki. 19. júlí 2021 12:25 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Sjá meira
Rúmlega áttatíu blaðamenn frá sextán miðlum, þar á meðal The Guardian, hafa unnið úr gagnaleka um málið síðustu mánuði. Samstarfsverkefnið hefur fengið nafnið the Pegasus Project eða Pegasus verkefnið. Pegasus er forrit sem ísraelska hugbúnaðarfyrirtækið NSO Group selur stjórnvöldum um allan heim. Forritið gerir stjórnvöldum kleift að nálgast upplýsingar úr farsímum fólks og jafn vel kveikja á hljóðnema og myndavél síma. Fyrirtækið segir forritið einungis ætlað sem verkfæri í baráttu gegn glæpum og hryðjuverkum. Þá segist fyrirtækið einungis selja forritið ríkjum sem virða mannréttindi þegna sinna. 50 þúsund símar mögulega sýktir af búnaðinum Í gagnaleka sem barst til franska blaðamennskufélagsins Forbidden Stories og Amnesty International var að finna lista yfir rúmlega fimmtíu þúsund símanúmer sem höfðu verið notuð af Pegasus. Minnst fimmtíu símanúmer á listanum tengjast Andrés Manúel López Obrador, forseta Mexíkó. Talið er að njósnað hafi verið um konu, börn, aðstoðarmenn og jafn vel lækna forsetans þegar hann var enn í stjórnarandstöðu. Símanúmer Rahúls Gandhí, helsta stjórnmálaandstæðings Nerendra Modi, forsætisráðherra Indlands, er einnig á listanum, Stjórnarandstæðingar á Indlandi hafa sakað stjórnvöld um að vera sek um umfangsmiklar njósnir. „Ef þessar upplýsingar eru réttar er umfang og eðli eftirlitsins meira en árás á frelsi einstaklinga. Það er árás á lýðræðislegar stoðir landsins okkar. Það þarf að rannsaka þetta í þaula og bera kennsl á þá sem bera ábyrgð og refsa þeim.“ segir Gandhi. Carine Kanimba er ein þeirra sem fylgst hefur verið með með Pegasus. Hún er dóttir Paul Rusesabagina, aðgerðasinnans frá Rúanda sem bjargaði rúmlega þúsund flóttamönnum í þjóðarmorðinu í Rúanda. Hann er nú fangi Rúanskra yfirvalda. Lekinn hefur haft víðtæk áhrif á efnahagslífið Hlutabréfaverð í Apple hefur fallið um 2,4 prósent í dag þar sem fjárfestar óttast að Pegasus geti tekið yfir nýjustu útgáfu Iphone síma. Apple segir að fyrirtækið sé leiðandi á markaði í öryggismálum og að símar þess séu öruggustu símar sem neytendur geta keypt. Þá hefur Amazon hætt öllum viðskiptum við NSO en Amazon hýsti starfsemi fyrirtækisins á netþjónum sínum. Snowden fordæmir njósnirnar Uppljóstrarinn Edward Snowden segist óttast að Pegasus sé svo öflugt, og njósnabúnaður eins og það svo hættulegur, að banna ætti sölu á því á alþjóðavísu. „Ef þeir eru búnir að finna leið til að hakka einn Iphone, geta þeir hakkað þá alla,“ segir Snowden. Hann heldur því fram að njósnabúnað ætti að fara með á sama hátt og kjarnorkuvopn. Verulega eigi að hamla viðskipti með hann.
Ísrael Tölvuárásir Mexíkó Indland Tengdar fréttir Njósnabúnaðinum Pegasus beitt gegn aðgerðasinnum Símanúmer aðgerðasinna, blaðamanna og stjórnmálamanna eru meðal þeirra sem eru á lista yfir fimmtíu þúsund símanúmer sem var lekið til fjölmiðla í gær. Talið er að símanúmerin tengist ísraelska fyrirtækinu NSO Group sem selur stjórnvöldum um allan heim búnaðinn Pegasus sem breytir símum fólks í eftirlitstæki. 19. júlí 2021 12:25 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Sjá meira
Njósnabúnaðinum Pegasus beitt gegn aðgerðasinnum Símanúmer aðgerðasinna, blaðamanna og stjórnmálamanna eru meðal þeirra sem eru á lista yfir fimmtíu þúsund símanúmer sem var lekið til fjölmiðla í gær. Talið er að símanúmerin tengist ísraelska fyrirtækinu NSO Group sem selur stjórnvöldum um allan heim búnaðinn Pegasus sem breytir símum fólks í eftirlitstæki. 19. júlí 2021 12:25