„Þá varð maður jákvæðari með allt saman“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. desember 2023 13:31 Valskonur fagna Íslandsmeistaratitlinum sem þær voru að vinna þriðja árið í röð. Vísir/Diego Nýir þættir, Íslandsmeistarar, verða sýndir á Stöð 2 Sport milli jóla og nýárs en í hverjum þætti verða teknir fyrir Íslandsmeistaraliðin í fótbolta og körfubolta, karla og kvenna, frá árinu sem er að líða. Í fyrsta þættinum í kvöld verður heimildaþáttur um Íslandsmeistaratímabil Vals í Bestu deild kvenna í fótbolta 2023, þar sem rætt er við leikmenn og þjálfara um leiðina að titlinum. Hér fyrir neðan má sjá brot út þættinum í kvöld en þarna er verið að ræða fyrsta leik mótsins þar sem Valsliðið vann erkifjendurna úr Breiðabliki. Valsliðið hafði misst marga öfluga og reynda leikmenn frá því að þær urðu tvöfaldir meistarar sumarið 2022. Pétur Pétursson.S2 Sport Pétur Pétursson, þjálfari liðsins, var því í þeirri stöðu að þurfa að setja saman nýtt lið en hann leitaði til yngri leikmanna í hópnum og setti meiri ábyrgð á þær. „Mér finnst alltaf best að mæta sterkustu liðunum eins fljótt og hægt er. Þarna kom í ljós hjá okkur hvað við vildum gera um sumarið. Hvort liðið væri tilbúið til að gera þetta,“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals í viðtali við Guðmund Benediktsson. „Þó að við höfum rétt fyrir þessa leiki, ekki vitað hverjir voru í liðinu. Það koma ungar stelpur inn og gera þetta mjög vel. Þegar upp er staðið þá sér maður karakterinn í þessum hóp sem var. Þá varð maður jákvæðari með allt saman,“ sagði Pétur. S2 Sport „Mér fannst frábært að fá Breiðablik fyrst. Auðvitað gott að segja það af því að við vinnum leikinn. Það var mjög mikilvægt fyrir okkur að byrja sterkt þar sem að veturinn var búinn að vera erfiður. Margir af okkar lykilleikmönnum voru ekki búnar að æfa af krafti yfir veturinn,“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, aðstoðarþjálfari Valsliðsins. „Við vorum ekki beint í toppstandi í fyrsta leik. Að hafa unnið hann gaf okkur mikið inn í mótið. Það er alveg klárt,“ sagði Ásgerður. Eina mark leiksins skoraði Anna Rakel Pétursdóttir en hún átti síðan eftir að meiðast illa í lok júní og missa af restinni af tímabilinu. Sigurmarkið á móti Blikum var liðinu gríðarlega mikilvægt. „Anna Rakel skorar þarna geggjað mark í lokin og þetta var bara einhvern veginn akkúrat það sem við þurftum á þessum tímapunkti,“ sagði Málfríður Anna Eiríksdóttir, varafyrirliði Valsliðsins. „Leikir Vals og Breiðabliks undanfarin ár, sama þótt að það vanti einhvern eða hvað, hafa alltaf verið hörkuleikir. Skemmtilegir leikir. Þú sérð ansi margt eftir þann leik hvað við getum gert. Mér fannst þær sýna það í þessum leik að þær voru tilbúnar í mótið,“ sagði Pétur. Það má sjá brotið úr þættinum hér fyrir neðan. Klippa: Íslandsmeistarar 2023: Valur í Bestu deild kvenna Besta deild kvenna Valur Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Sjá meira
Í fyrsta þættinum í kvöld verður heimildaþáttur um Íslandsmeistaratímabil Vals í Bestu deild kvenna í fótbolta 2023, þar sem rætt er við leikmenn og þjálfara um leiðina að titlinum. Hér fyrir neðan má sjá brot út þættinum í kvöld en þarna er verið að ræða fyrsta leik mótsins þar sem Valsliðið vann erkifjendurna úr Breiðabliki. Valsliðið hafði misst marga öfluga og reynda leikmenn frá því að þær urðu tvöfaldir meistarar sumarið 2022. Pétur Pétursson.S2 Sport Pétur Pétursson, þjálfari liðsins, var því í þeirri stöðu að þurfa að setja saman nýtt lið en hann leitaði til yngri leikmanna í hópnum og setti meiri ábyrgð á þær. „Mér finnst alltaf best að mæta sterkustu liðunum eins fljótt og hægt er. Þarna kom í ljós hjá okkur hvað við vildum gera um sumarið. Hvort liðið væri tilbúið til að gera þetta,“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals í viðtali við Guðmund Benediktsson. „Þó að við höfum rétt fyrir þessa leiki, ekki vitað hverjir voru í liðinu. Það koma ungar stelpur inn og gera þetta mjög vel. Þegar upp er staðið þá sér maður karakterinn í þessum hóp sem var. Þá varð maður jákvæðari með allt saman,“ sagði Pétur. S2 Sport „Mér fannst frábært að fá Breiðablik fyrst. Auðvitað gott að segja það af því að við vinnum leikinn. Það var mjög mikilvægt fyrir okkur að byrja sterkt þar sem að veturinn var búinn að vera erfiður. Margir af okkar lykilleikmönnum voru ekki búnar að æfa af krafti yfir veturinn,“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, aðstoðarþjálfari Valsliðsins. „Við vorum ekki beint í toppstandi í fyrsta leik. Að hafa unnið hann gaf okkur mikið inn í mótið. Það er alveg klárt,“ sagði Ásgerður. Eina mark leiksins skoraði Anna Rakel Pétursdóttir en hún átti síðan eftir að meiðast illa í lok júní og missa af restinni af tímabilinu. Sigurmarkið á móti Blikum var liðinu gríðarlega mikilvægt. „Anna Rakel skorar þarna geggjað mark í lokin og þetta var bara einhvern veginn akkúrat það sem við þurftum á þessum tímapunkti,“ sagði Málfríður Anna Eiríksdóttir, varafyrirliði Valsliðsins. „Leikir Vals og Breiðabliks undanfarin ár, sama þótt að það vanti einhvern eða hvað, hafa alltaf verið hörkuleikir. Skemmtilegir leikir. Þú sérð ansi margt eftir þann leik hvað við getum gert. Mér fannst þær sýna það í þessum leik að þær voru tilbúnar í mótið,“ sagði Pétur. Það má sjá brotið úr þættinum hér fyrir neðan. Klippa: Íslandsmeistarar 2023: Valur í Bestu deild kvenna
Besta deild kvenna Valur Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Sjá meira