Giuliani sækir um gjaldþrotaskipti Samúel Karl Ólason skrifar 22. desember 2023 10:14 Rudy Giuliani eftir að hann var dæmdur til að greiða mæðgum frá Georgíu ríflega tuttugu milljarða króna í skaðabætur. Hann hefur nú farið fram á gjaldþrotaskipti. AP/Jose Luis Magana Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York og fyrrverandi einkalögmaður Donalds Trump, hefur farið fram á gjaldþrotaskipti. Það gerði hann í New York í vikunni og tíundaði hann skuldir eins og mikinn lögfræðikostnað, ógreidda skatta og 148 milljónir dala, sem hann var nýlega dæmdur til að greiða mæðgum í skaðabætur. Giuliani var nýverið dæmdir til að greiða mæðgunum Ruby Freeman og Wandreu Moss 148 milljónir dala, eða ríflega tuttugu milljarða króna, vegna lyga um að þær hafi staðið að kosningasvindli í Georgíu, þar sem þær störfuðu fyrir kjörstjórn. Sjá einnig: Greiði mæðgunum ríflega tuttugu milljarða Dómarinn sem úrskurðaði í meiðyrðamálinu gegn Giuliani skipaði honum fyrr í vikunni að hefja greiðslur til þeirra strax, af ótta við að Giuliani reyndi að fela eigur sínar. Gjaldþrot mun ekki koma í veg fyrir að hann greiði mæðgunum heldur mun hann þurfa að greiða þeim hluta af tekjum sínum. Samkvæmt frétt New York Times skuldar Giuliani lögmönnum sínum einnig milljónir dala og um milljón dala í skatta. Þá hefur miðillinn eftir pólitískum ráðgjafa Giuliani að gjaldþrotaskiptaumsóknin ætti ekki að koma neinum á óvart. Enginn gæti trúað því að hann gæti greitt mæðgunum þá upphæð sem honum var gert að greiða þeim. Freeman og dóttir hennar störfuðum í kosningunum í Atlanta í Georgíu árið 2020 og urðu strax á kosningakvöld skotspónn hægri sinnaðra öfgamanna, vegna lyga Trumps og bandamanna hans um að umfangsmikið kosningasvindl hefði kostað hann sigur. Þær urðu meðal annars fyrir morðhótunum og ókunnugir menn sögðust ætla að „handtaka þær“. Kona sem starfaði fyrir Kanye West þrýsti þar að auki á þær um að játa kosningasvindl og gaf þeim tvo sólarhringa. Annars yrðu þær handteknar. Þær höfðuðu aftur mál gegn honum á mánudaginn, þar sem hann hélt áfram að ljúga um þær eftir að hann var dæmdur til að greiða þeim tuttugu milljarða króna vegna sömu lyganna. Stendur frammi fyrir fjölda lögsókna Giuliani leiddi um tíma viðleitni Trumps við að snúa úrslitum forsetakosninganna og stendur hann frammi fyrir margskonar lögsóknum vegna þeirra starfa. Auk lögsóknar Ruby Freeman og Wandreu Moss hefur fyrirtækið Dominion Voting Systems höfðað mál gegn Giuliani og hann hefur þar að auki verið ákærður í Georgíu, svo eitthvað sé nefnt. Forsvarsmenn Fox News gerðu fyrr á árinu samkomulag um að greiða Dominion 787 milljónir bandaríkjadala í skaðabætur, sem nemur um 107 milljörðum íslenskra króna. Forsvarsmenn Fox þurftu einnig að viðurkenna að lygar hefðu verið sagðar á miðlinum um Dominion. Sjá einnig: Fox greiðir Dominion 107 milljarða vegna lyga um kosningasvindl Giuliani stendur einnig frammi fyrir lögsóknum frá Hunter Biden, syni Joe Biden, forseta, og frá Smartmatic. Það er annað fyrirtæki sem kemur að kosningavélum og rataði í samsæriskenningar Trumps og bandamanna hans um kosningarnar 2020. Skatturinn frysti í október eign Giuliani í Flórída, vegna skulda hans og hann er einnig að reyna að selja íbúð sína í New York á 6,1 milljón dala. NYT segir að eftir að hann hætti sem borgarstjóri og fór að starfa sem lögmaður, þénaði Giuliani milljónir dala á ári. Skilnaður hans við þriðju eiginkonu hans, árið 2019, varpaði þó ljósi á mjög kostnaðarsaman lífstíl þeirra, þar sem þau eyddu um 230 þúsund dölum á mánuði (um 31,5 milljónir króna), áttu sex hús og voru meðlimir í ellefu sveitarklúbbum. Þegar hann hætti hjá lögmannafyrirtæki sínu og fór að vinna fyrir Trump, í maí 2018, átti Giuliani um 1,2 milljónir dala og skuldaði 40 þúsund dali vegna kreditkortanotkunar. Í skjölum vegna nýlegs dómsmáls kom fram að í byrjun árs 2019 átti hann fjögur hundruð þúsund dali og skuldaði 110 þúsund dali vegna kreditkortanotkunar. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Játar og gæti borið vitni gegn Trump Lögmaðurinn Sydney Powell, sem tók virkan þátt í tilraunum Donalds Trump, fyrrverandi forseta, við að reyna að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020, hefur gengist við brotum sínum í Georgíu. Hún hefur gert samkomulag um að bera vitni gegn öðrum sakborningum, þeirra á meðal Trump, og var dæmd á sex ára skilorð. 19. október 2023 15:29 Falskir kjörmenn og lygar kjarninn í málinu gegn Trump Listi yfir falska kjörmenn sem Donald Trump og bandamenn hans fengu repúblikana í Georgíu til þess að senda Bandaríkjaþingi og lygar um kosningaúrslitin eru kjarninn í víðfeðmri ákæru á hendur fyrrverandi forsetanum og átján samverkamönnum hans í ríkinu. Nokkrir þeirra eru ákærðir fyrir tilraun til að stela kjörgögnum og eiga við kosningavélar. 15. ágúst 2023 13:59 Trump og átján aðrir ákærðir fyrir samsæri Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur verið ákærður fyrir að reyna að snúa niðurstöðum forsetakosninganna í Georgíuríki árið 2020. Þetta er í fjórða sinn sem Trump er ákærður á þessu ári. 15. ágúst 2023 07:23 Sakar Giuliani um að þvinga sig til kynlífs Kona sem fullyrðir að hún hafi unnið fyrir Rudy Giuliani, persónulegan lögmann Donalds Trump, sakar hann um að hafa þvingað sig til kynlífs og að skulda henni milljónir í launagreiðslur. Hún segir eiga upptökur af lögmanninum. Giuliani hafnar ásökununum alfarið. 16. maí 2023 08:49 Dómari gekk út þegar Giuliani var afhjúpaður í sjónvarpsþætti Rudy Giuliani, fyrrum lögfræðingur Donald Trump og borgarstjóri New York, var afhjúpaður í þættinum The Masked Singer í gær og það varð til þess að einn dómaranna gekk út. 23. apríl 2022 16:24 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Fleiri fréttir Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Sjá meira
Giuliani var nýverið dæmdir til að greiða mæðgunum Ruby Freeman og Wandreu Moss 148 milljónir dala, eða ríflega tuttugu milljarða króna, vegna lyga um að þær hafi staðið að kosningasvindli í Georgíu, þar sem þær störfuðu fyrir kjörstjórn. Sjá einnig: Greiði mæðgunum ríflega tuttugu milljarða Dómarinn sem úrskurðaði í meiðyrðamálinu gegn Giuliani skipaði honum fyrr í vikunni að hefja greiðslur til þeirra strax, af ótta við að Giuliani reyndi að fela eigur sínar. Gjaldþrot mun ekki koma í veg fyrir að hann greiði mæðgunum heldur mun hann þurfa að greiða þeim hluta af tekjum sínum. Samkvæmt frétt New York Times skuldar Giuliani lögmönnum sínum einnig milljónir dala og um milljón dala í skatta. Þá hefur miðillinn eftir pólitískum ráðgjafa Giuliani að gjaldþrotaskiptaumsóknin ætti ekki að koma neinum á óvart. Enginn gæti trúað því að hann gæti greitt mæðgunum þá upphæð sem honum var gert að greiða þeim. Freeman og dóttir hennar störfuðum í kosningunum í Atlanta í Georgíu árið 2020 og urðu strax á kosningakvöld skotspónn hægri sinnaðra öfgamanna, vegna lyga Trumps og bandamanna hans um að umfangsmikið kosningasvindl hefði kostað hann sigur. Þær urðu meðal annars fyrir morðhótunum og ókunnugir menn sögðust ætla að „handtaka þær“. Kona sem starfaði fyrir Kanye West þrýsti þar að auki á þær um að játa kosningasvindl og gaf þeim tvo sólarhringa. Annars yrðu þær handteknar. Þær höfðuðu aftur mál gegn honum á mánudaginn, þar sem hann hélt áfram að ljúga um þær eftir að hann var dæmdur til að greiða þeim tuttugu milljarða króna vegna sömu lyganna. Stendur frammi fyrir fjölda lögsókna Giuliani leiddi um tíma viðleitni Trumps við að snúa úrslitum forsetakosninganna og stendur hann frammi fyrir margskonar lögsóknum vegna þeirra starfa. Auk lögsóknar Ruby Freeman og Wandreu Moss hefur fyrirtækið Dominion Voting Systems höfðað mál gegn Giuliani og hann hefur þar að auki verið ákærður í Georgíu, svo eitthvað sé nefnt. Forsvarsmenn Fox News gerðu fyrr á árinu samkomulag um að greiða Dominion 787 milljónir bandaríkjadala í skaðabætur, sem nemur um 107 milljörðum íslenskra króna. Forsvarsmenn Fox þurftu einnig að viðurkenna að lygar hefðu verið sagðar á miðlinum um Dominion. Sjá einnig: Fox greiðir Dominion 107 milljarða vegna lyga um kosningasvindl Giuliani stendur einnig frammi fyrir lögsóknum frá Hunter Biden, syni Joe Biden, forseta, og frá Smartmatic. Það er annað fyrirtæki sem kemur að kosningavélum og rataði í samsæriskenningar Trumps og bandamanna hans um kosningarnar 2020. Skatturinn frysti í október eign Giuliani í Flórída, vegna skulda hans og hann er einnig að reyna að selja íbúð sína í New York á 6,1 milljón dala. NYT segir að eftir að hann hætti sem borgarstjóri og fór að starfa sem lögmaður, þénaði Giuliani milljónir dala á ári. Skilnaður hans við þriðju eiginkonu hans, árið 2019, varpaði þó ljósi á mjög kostnaðarsaman lífstíl þeirra, þar sem þau eyddu um 230 þúsund dölum á mánuði (um 31,5 milljónir króna), áttu sex hús og voru meðlimir í ellefu sveitarklúbbum. Þegar hann hætti hjá lögmannafyrirtæki sínu og fór að vinna fyrir Trump, í maí 2018, átti Giuliani um 1,2 milljónir dala og skuldaði 40 þúsund dali vegna kreditkortanotkunar. Í skjölum vegna nýlegs dómsmáls kom fram að í byrjun árs 2019 átti hann fjögur hundruð þúsund dali og skuldaði 110 þúsund dali vegna kreditkortanotkunar.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Játar og gæti borið vitni gegn Trump Lögmaðurinn Sydney Powell, sem tók virkan þátt í tilraunum Donalds Trump, fyrrverandi forseta, við að reyna að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020, hefur gengist við brotum sínum í Georgíu. Hún hefur gert samkomulag um að bera vitni gegn öðrum sakborningum, þeirra á meðal Trump, og var dæmd á sex ára skilorð. 19. október 2023 15:29 Falskir kjörmenn og lygar kjarninn í málinu gegn Trump Listi yfir falska kjörmenn sem Donald Trump og bandamenn hans fengu repúblikana í Georgíu til þess að senda Bandaríkjaþingi og lygar um kosningaúrslitin eru kjarninn í víðfeðmri ákæru á hendur fyrrverandi forsetanum og átján samverkamönnum hans í ríkinu. Nokkrir þeirra eru ákærðir fyrir tilraun til að stela kjörgögnum og eiga við kosningavélar. 15. ágúst 2023 13:59 Trump og átján aðrir ákærðir fyrir samsæri Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur verið ákærður fyrir að reyna að snúa niðurstöðum forsetakosninganna í Georgíuríki árið 2020. Þetta er í fjórða sinn sem Trump er ákærður á þessu ári. 15. ágúst 2023 07:23 Sakar Giuliani um að þvinga sig til kynlífs Kona sem fullyrðir að hún hafi unnið fyrir Rudy Giuliani, persónulegan lögmann Donalds Trump, sakar hann um að hafa þvingað sig til kynlífs og að skulda henni milljónir í launagreiðslur. Hún segir eiga upptökur af lögmanninum. Giuliani hafnar ásökununum alfarið. 16. maí 2023 08:49 Dómari gekk út þegar Giuliani var afhjúpaður í sjónvarpsþætti Rudy Giuliani, fyrrum lögfræðingur Donald Trump og borgarstjóri New York, var afhjúpaður í þættinum The Masked Singer í gær og það varð til þess að einn dómaranna gekk út. 23. apríl 2022 16:24 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Fleiri fréttir Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Sjá meira
Játar og gæti borið vitni gegn Trump Lögmaðurinn Sydney Powell, sem tók virkan þátt í tilraunum Donalds Trump, fyrrverandi forseta, við að reyna að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020, hefur gengist við brotum sínum í Georgíu. Hún hefur gert samkomulag um að bera vitni gegn öðrum sakborningum, þeirra á meðal Trump, og var dæmd á sex ára skilorð. 19. október 2023 15:29
Falskir kjörmenn og lygar kjarninn í málinu gegn Trump Listi yfir falska kjörmenn sem Donald Trump og bandamenn hans fengu repúblikana í Georgíu til þess að senda Bandaríkjaþingi og lygar um kosningaúrslitin eru kjarninn í víðfeðmri ákæru á hendur fyrrverandi forsetanum og átján samverkamönnum hans í ríkinu. Nokkrir þeirra eru ákærðir fyrir tilraun til að stela kjörgögnum og eiga við kosningavélar. 15. ágúst 2023 13:59
Trump og átján aðrir ákærðir fyrir samsæri Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur verið ákærður fyrir að reyna að snúa niðurstöðum forsetakosninganna í Georgíuríki árið 2020. Þetta er í fjórða sinn sem Trump er ákærður á þessu ári. 15. ágúst 2023 07:23
Sakar Giuliani um að þvinga sig til kynlífs Kona sem fullyrðir að hún hafi unnið fyrir Rudy Giuliani, persónulegan lögmann Donalds Trump, sakar hann um að hafa þvingað sig til kynlífs og að skulda henni milljónir í launagreiðslur. Hún segir eiga upptökur af lögmanninum. Giuliani hafnar ásökununum alfarið. 16. maí 2023 08:49
Dómari gekk út þegar Giuliani var afhjúpaður í sjónvarpsþætti Rudy Giuliani, fyrrum lögfræðingur Donald Trump og borgarstjóri New York, var afhjúpaður í þættinum The Masked Singer í gær og það varð til þess að einn dómaranna gekk út. 23. apríl 2022 16:24