Dómari gekk út þegar Giuliani var afhjúpaður í sjónvarpsþætti Smári Jökull Jónsson skrifar 23. apríl 2022 16:24 Það kom mörgum á óvart þegar í ljós kom að Rudy Giuliani leyndist á bakvið grímuna. Vísir/Getty Rudy Giuliani, fyrrum lögfræðingur Donald Trump og borgarstjóri New York, var afhjúpaður í þættinum The Masked Singer í gær og það varð til þess að einn dómaranna gekk út. Sjónvarpsþátturinn The Masked Singer hefur verið vinsæll víða um heim síðustu misserin en þar koma þekktir einstaklingar fram í grímubúningi og syngja. Áhorfendur kjósa þá keppendur sem þeir vilja sjá áfram og þeir sem detta út þurfa að taka grímuna af og sýna hverjir þeir eru. Í vikunni var sjónvarpsþátturinn sýndur á Fox sjónvarpsstöðinni í Bandaríkjunum og er óhætt að segja að áhorfendur hafi verið hissa þegar í ljós kom hver leyndist á bakvið grímubúninginn. Það var enginn annar en Rudy Giulani, fyrrum lögfræðingur Donald Trump og borgarstjóri í New York. Giulani var einn af helstu bandamönnum Trump í forsetatíð hans sem og í ólátunum eftir að Joe Biden var kjörinn forseti. Hann var meðal annars í forgrunni þegar eftirminnilegur blaðamannafundur Trump við Four Seasons Total Gardening var haldinn sem vakti mikla athygli. Þá missti hann lögfræðiréttindi sín fyrir að dreifa falsfréttum um forsetakosningarnar. Eins og sést í myndbandinu hér fyrir ofan eru áhorfendur vægast sagt hissa þegar Giulani er afhjúpaður. Giulani er mjög umdeildur og grínistinn Ken Jeong, einn af dómurunum, gekk út þegar í ljós kom að Giulani stæði á sviðinu. Giulani söng lagið Bad to the bone með George Thorogood sem mörgum finnst eflaust viðeigandi. Framkoma Giulani í þættinum hefur vakið sterk viðbrögð og tímaritið Variety hefur sagt hana þá verstu í þáttunum hingað til. One can only assume this was a decision made by an aggregation of calculating opportunists, unburdened by conscience or moral compass. But hey, it s Fox. https://t.co/jbzmTqJCLM— Seth MacFarlane (@SethMacFarlane) April 21, 2022 One can only assume this was a decision made by an aggregation of calculating opportunists, unburdened by conscience or moral compass. But hey, it s Fox. https://t.co/jbzmTqJCLM— Seth MacFarlane (@SethMacFarlane) April 21, 2022 Bandaríkin Donald Trump Hollywood Hæfileikaþættir Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Sjónvarpsþátturinn The Masked Singer hefur verið vinsæll víða um heim síðustu misserin en þar koma þekktir einstaklingar fram í grímubúningi og syngja. Áhorfendur kjósa þá keppendur sem þeir vilja sjá áfram og þeir sem detta út þurfa að taka grímuna af og sýna hverjir þeir eru. Í vikunni var sjónvarpsþátturinn sýndur á Fox sjónvarpsstöðinni í Bandaríkjunum og er óhætt að segja að áhorfendur hafi verið hissa þegar í ljós kom hver leyndist á bakvið grímubúninginn. Það var enginn annar en Rudy Giulani, fyrrum lögfræðingur Donald Trump og borgarstjóri í New York. Giulani var einn af helstu bandamönnum Trump í forsetatíð hans sem og í ólátunum eftir að Joe Biden var kjörinn forseti. Hann var meðal annars í forgrunni þegar eftirminnilegur blaðamannafundur Trump við Four Seasons Total Gardening var haldinn sem vakti mikla athygli. Þá missti hann lögfræðiréttindi sín fyrir að dreifa falsfréttum um forsetakosningarnar. Eins og sést í myndbandinu hér fyrir ofan eru áhorfendur vægast sagt hissa þegar Giulani er afhjúpaður. Giulani er mjög umdeildur og grínistinn Ken Jeong, einn af dómurunum, gekk út þegar í ljós kom að Giulani stæði á sviðinu. Giulani söng lagið Bad to the bone með George Thorogood sem mörgum finnst eflaust viðeigandi. Framkoma Giulani í þættinum hefur vakið sterk viðbrögð og tímaritið Variety hefur sagt hana þá verstu í þáttunum hingað til. One can only assume this was a decision made by an aggregation of calculating opportunists, unburdened by conscience or moral compass. But hey, it s Fox. https://t.co/jbzmTqJCLM— Seth MacFarlane (@SethMacFarlane) April 21, 2022 One can only assume this was a decision made by an aggregation of calculating opportunists, unburdened by conscience or moral compass. But hey, it s Fox. https://t.co/jbzmTqJCLM— Seth MacFarlane (@SethMacFarlane) April 21, 2022
Bandaríkin Donald Trump Hollywood Hæfileikaþættir Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira