Giuliani sækir um gjaldþrotaskipti Samúel Karl Ólason skrifar 22. desember 2023 10:14 Rudy Giuliani eftir að hann var dæmdur til að greiða mæðgum frá Georgíu ríflega tuttugu milljarða króna í skaðabætur. Hann hefur nú farið fram á gjaldþrotaskipti. AP/Jose Luis Magana Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York og fyrrverandi einkalögmaður Donalds Trump, hefur farið fram á gjaldþrotaskipti. Það gerði hann í New York í vikunni og tíundaði hann skuldir eins og mikinn lögfræðikostnað, ógreidda skatta og 148 milljónir dala, sem hann var nýlega dæmdur til að greiða mæðgum í skaðabætur. Giuliani var nýverið dæmdir til að greiða mæðgunum Ruby Freeman og Wandreu Moss 148 milljónir dala, eða ríflega tuttugu milljarða króna, vegna lyga um að þær hafi staðið að kosningasvindli í Georgíu, þar sem þær störfuðu fyrir kjörstjórn. Sjá einnig: Greiði mæðgunum ríflega tuttugu milljarða Dómarinn sem úrskurðaði í meiðyrðamálinu gegn Giuliani skipaði honum fyrr í vikunni að hefja greiðslur til þeirra strax, af ótta við að Giuliani reyndi að fela eigur sínar. Gjaldþrot mun ekki koma í veg fyrir að hann greiði mæðgunum heldur mun hann þurfa að greiða þeim hluta af tekjum sínum. Samkvæmt frétt New York Times skuldar Giuliani lögmönnum sínum einnig milljónir dala og um milljón dala í skatta. Þá hefur miðillinn eftir pólitískum ráðgjafa Giuliani að gjaldþrotaskiptaumsóknin ætti ekki að koma neinum á óvart. Enginn gæti trúað því að hann gæti greitt mæðgunum þá upphæð sem honum var gert að greiða þeim. Freeman og dóttir hennar störfuðum í kosningunum í Atlanta í Georgíu árið 2020 og urðu strax á kosningakvöld skotspónn hægri sinnaðra öfgamanna, vegna lyga Trumps og bandamanna hans um að umfangsmikið kosningasvindl hefði kostað hann sigur. Þær urðu meðal annars fyrir morðhótunum og ókunnugir menn sögðust ætla að „handtaka þær“. Kona sem starfaði fyrir Kanye West þrýsti þar að auki á þær um að játa kosningasvindl og gaf þeim tvo sólarhringa. Annars yrðu þær handteknar. Þær höfðuðu aftur mál gegn honum á mánudaginn, þar sem hann hélt áfram að ljúga um þær eftir að hann var dæmdur til að greiða þeim tuttugu milljarða króna vegna sömu lyganna. Stendur frammi fyrir fjölda lögsókna Giuliani leiddi um tíma viðleitni Trumps við að snúa úrslitum forsetakosninganna og stendur hann frammi fyrir margskonar lögsóknum vegna þeirra starfa. Auk lögsóknar Ruby Freeman og Wandreu Moss hefur fyrirtækið Dominion Voting Systems höfðað mál gegn Giuliani og hann hefur þar að auki verið ákærður í Georgíu, svo eitthvað sé nefnt. Forsvarsmenn Fox News gerðu fyrr á árinu samkomulag um að greiða Dominion 787 milljónir bandaríkjadala í skaðabætur, sem nemur um 107 milljörðum íslenskra króna. Forsvarsmenn Fox þurftu einnig að viðurkenna að lygar hefðu verið sagðar á miðlinum um Dominion. Sjá einnig: Fox greiðir Dominion 107 milljarða vegna lyga um kosningasvindl Giuliani stendur einnig frammi fyrir lögsóknum frá Hunter Biden, syni Joe Biden, forseta, og frá Smartmatic. Það er annað fyrirtæki sem kemur að kosningavélum og rataði í samsæriskenningar Trumps og bandamanna hans um kosningarnar 2020. Skatturinn frysti í október eign Giuliani í Flórída, vegna skulda hans og hann er einnig að reyna að selja íbúð sína í New York á 6,1 milljón dala. NYT segir að eftir að hann hætti sem borgarstjóri og fór að starfa sem lögmaður, þénaði Giuliani milljónir dala á ári. Skilnaður hans við þriðju eiginkonu hans, árið 2019, varpaði þó ljósi á mjög kostnaðarsaman lífstíl þeirra, þar sem þau eyddu um 230 þúsund dölum á mánuði (um 31,5 milljónir króna), áttu sex hús og voru meðlimir í ellefu sveitarklúbbum. Þegar hann hætti hjá lögmannafyrirtæki sínu og fór að vinna fyrir Trump, í maí 2018, átti Giuliani um 1,2 milljónir dala og skuldaði 40 þúsund dali vegna kreditkortanotkunar. Í skjölum vegna nýlegs dómsmáls kom fram að í byrjun árs 2019 átti hann fjögur hundruð þúsund dali og skuldaði 110 þúsund dali vegna kreditkortanotkunar. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Játar og gæti borið vitni gegn Trump Lögmaðurinn Sydney Powell, sem tók virkan þátt í tilraunum Donalds Trump, fyrrverandi forseta, við að reyna að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020, hefur gengist við brotum sínum í Georgíu. Hún hefur gert samkomulag um að bera vitni gegn öðrum sakborningum, þeirra á meðal Trump, og var dæmd á sex ára skilorð. 19. október 2023 15:29 Falskir kjörmenn og lygar kjarninn í málinu gegn Trump Listi yfir falska kjörmenn sem Donald Trump og bandamenn hans fengu repúblikana í Georgíu til þess að senda Bandaríkjaþingi og lygar um kosningaúrslitin eru kjarninn í víðfeðmri ákæru á hendur fyrrverandi forsetanum og átján samverkamönnum hans í ríkinu. Nokkrir þeirra eru ákærðir fyrir tilraun til að stela kjörgögnum og eiga við kosningavélar. 15. ágúst 2023 13:59 Trump og átján aðrir ákærðir fyrir samsæri Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur verið ákærður fyrir að reyna að snúa niðurstöðum forsetakosninganna í Georgíuríki árið 2020. Þetta er í fjórða sinn sem Trump er ákærður á þessu ári. 15. ágúst 2023 07:23 Sakar Giuliani um að þvinga sig til kynlífs Kona sem fullyrðir að hún hafi unnið fyrir Rudy Giuliani, persónulegan lögmann Donalds Trump, sakar hann um að hafa þvingað sig til kynlífs og að skulda henni milljónir í launagreiðslur. Hún segir eiga upptökur af lögmanninum. Giuliani hafnar ásökununum alfarið. 16. maí 2023 08:49 Dómari gekk út þegar Giuliani var afhjúpaður í sjónvarpsþætti Rudy Giuliani, fyrrum lögfræðingur Donald Trump og borgarstjóri New York, var afhjúpaður í þættinum The Masked Singer í gær og það varð til þess að einn dómaranna gekk út. 23. apríl 2022 16:24 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Sjá meira
Giuliani var nýverið dæmdir til að greiða mæðgunum Ruby Freeman og Wandreu Moss 148 milljónir dala, eða ríflega tuttugu milljarða króna, vegna lyga um að þær hafi staðið að kosningasvindli í Georgíu, þar sem þær störfuðu fyrir kjörstjórn. Sjá einnig: Greiði mæðgunum ríflega tuttugu milljarða Dómarinn sem úrskurðaði í meiðyrðamálinu gegn Giuliani skipaði honum fyrr í vikunni að hefja greiðslur til þeirra strax, af ótta við að Giuliani reyndi að fela eigur sínar. Gjaldþrot mun ekki koma í veg fyrir að hann greiði mæðgunum heldur mun hann þurfa að greiða þeim hluta af tekjum sínum. Samkvæmt frétt New York Times skuldar Giuliani lögmönnum sínum einnig milljónir dala og um milljón dala í skatta. Þá hefur miðillinn eftir pólitískum ráðgjafa Giuliani að gjaldþrotaskiptaumsóknin ætti ekki að koma neinum á óvart. Enginn gæti trúað því að hann gæti greitt mæðgunum þá upphæð sem honum var gert að greiða þeim. Freeman og dóttir hennar störfuðum í kosningunum í Atlanta í Georgíu árið 2020 og urðu strax á kosningakvöld skotspónn hægri sinnaðra öfgamanna, vegna lyga Trumps og bandamanna hans um að umfangsmikið kosningasvindl hefði kostað hann sigur. Þær urðu meðal annars fyrir morðhótunum og ókunnugir menn sögðust ætla að „handtaka þær“. Kona sem starfaði fyrir Kanye West þrýsti þar að auki á þær um að játa kosningasvindl og gaf þeim tvo sólarhringa. Annars yrðu þær handteknar. Þær höfðuðu aftur mál gegn honum á mánudaginn, þar sem hann hélt áfram að ljúga um þær eftir að hann var dæmdur til að greiða þeim tuttugu milljarða króna vegna sömu lyganna. Stendur frammi fyrir fjölda lögsókna Giuliani leiddi um tíma viðleitni Trumps við að snúa úrslitum forsetakosninganna og stendur hann frammi fyrir margskonar lögsóknum vegna þeirra starfa. Auk lögsóknar Ruby Freeman og Wandreu Moss hefur fyrirtækið Dominion Voting Systems höfðað mál gegn Giuliani og hann hefur þar að auki verið ákærður í Georgíu, svo eitthvað sé nefnt. Forsvarsmenn Fox News gerðu fyrr á árinu samkomulag um að greiða Dominion 787 milljónir bandaríkjadala í skaðabætur, sem nemur um 107 milljörðum íslenskra króna. Forsvarsmenn Fox þurftu einnig að viðurkenna að lygar hefðu verið sagðar á miðlinum um Dominion. Sjá einnig: Fox greiðir Dominion 107 milljarða vegna lyga um kosningasvindl Giuliani stendur einnig frammi fyrir lögsóknum frá Hunter Biden, syni Joe Biden, forseta, og frá Smartmatic. Það er annað fyrirtæki sem kemur að kosningavélum og rataði í samsæriskenningar Trumps og bandamanna hans um kosningarnar 2020. Skatturinn frysti í október eign Giuliani í Flórída, vegna skulda hans og hann er einnig að reyna að selja íbúð sína í New York á 6,1 milljón dala. NYT segir að eftir að hann hætti sem borgarstjóri og fór að starfa sem lögmaður, þénaði Giuliani milljónir dala á ári. Skilnaður hans við þriðju eiginkonu hans, árið 2019, varpaði þó ljósi á mjög kostnaðarsaman lífstíl þeirra, þar sem þau eyddu um 230 þúsund dölum á mánuði (um 31,5 milljónir króna), áttu sex hús og voru meðlimir í ellefu sveitarklúbbum. Þegar hann hætti hjá lögmannafyrirtæki sínu og fór að vinna fyrir Trump, í maí 2018, átti Giuliani um 1,2 milljónir dala og skuldaði 40 þúsund dali vegna kreditkortanotkunar. Í skjölum vegna nýlegs dómsmáls kom fram að í byrjun árs 2019 átti hann fjögur hundruð þúsund dali og skuldaði 110 þúsund dali vegna kreditkortanotkunar.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Játar og gæti borið vitni gegn Trump Lögmaðurinn Sydney Powell, sem tók virkan þátt í tilraunum Donalds Trump, fyrrverandi forseta, við að reyna að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020, hefur gengist við brotum sínum í Georgíu. Hún hefur gert samkomulag um að bera vitni gegn öðrum sakborningum, þeirra á meðal Trump, og var dæmd á sex ára skilorð. 19. október 2023 15:29 Falskir kjörmenn og lygar kjarninn í málinu gegn Trump Listi yfir falska kjörmenn sem Donald Trump og bandamenn hans fengu repúblikana í Georgíu til þess að senda Bandaríkjaþingi og lygar um kosningaúrslitin eru kjarninn í víðfeðmri ákæru á hendur fyrrverandi forsetanum og átján samverkamönnum hans í ríkinu. Nokkrir þeirra eru ákærðir fyrir tilraun til að stela kjörgögnum og eiga við kosningavélar. 15. ágúst 2023 13:59 Trump og átján aðrir ákærðir fyrir samsæri Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur verið ákærður fyrir að reyna að snúa niðurstöðum forsetakosninganna í Georgíuríki árið 2020. Þetta er í fjórða sinn sem Trump er ákærður á þessu ári. 15. ágúst 2023 07:23 Sakar Giuliani um að þvinga sig til kynlífs Kona sem fullyrðir að hún hafi unnið fyrir Rudy Giuliani, persónulegan lögmann Donalds Trump, sakar hann um að hafa þvingað sig til kynlífs og að skulda henni milljónir í launagreiðslur. Hún segir eiga upptökur af lögmanninum. Giuliani hafnar ásökununum alfarið. 16. maí 2023 08:49 Dómari gekk út þegar Giuliani var afhjúpaður í sjónvarpsþætti Rudy Giuliani, fyrrum lögfræðingur Donald Trump og borgarstjóri New York, var afhjúpaður í þættinum The Masked Singer í gær og það varð til þess að einn dómaranna gekk út. 23. apríl 2022 16:24 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Sjá meira
Játar og gæti borið vitni gegn Trump Lögmaðurinn Sydney Powell, sem tók virkan þátt í tilraunum Donalds Trump, fyrrverandi forseta, við að reyna að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020, hefur gengist við brotum sínum í Georgíu. Hún hefur gert samkomulag um að bera vitni gegn öðrum sakborningum, þeirra á meðal Trump, og var dæmd á sex ára skilorð. 19. október 2023 15:29
Falskir kjörmenn og lygar kjarninn í málinu gegn Trump Listi yfir falska kjörmenn sem Donald Trump og bandamenn hans fengu repúblikana í Georgíu til þess að senda Bandaríkjaþingi og lygar um kosningaúrslitin eru kjarninn í víðfeðmri ákæru á hendur fyrrverandi forsetanum og átján samverkamönnum hans í ríkinu. Nokkrir þeirra eru ákærðir fyrir tilraun til að stela kjörgögnum og eiga við kosningavélar. 15. ágúst 2023 13:59
Trump og átján aðrir ákærðir fyrir samsæri Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur verið ákærður fyrir að reyna að snúa niðurstöðum forsetakosninganna í Georgíuríki árið 2020. Þetta er í fjórða sinn sem Trump er ákærður á þessu ári. 15. ágúst 2023 07:23
Sakar Giuliani um að þvinga sig til kynlífs Kona sem fullyrðir að hún hafi unnið fyrir Rudy Giuliani, persónulegan lögmann Donalds Trump, sakar hann um að hafa þvingað sig til kynlífs og að skulda henni milljónir í launagreiðslur. Hún segir eiga upptökur af lögmanninum. Giuliani hafnar ásökununum alfarið. 16. maí 2023 08:49
Dómari gekk út þegar Giuliani var afhjúpaður í sjónvarpsþætti Rudy Giuliani, fyrrum lögfræðingur Donald Trump og borgarstjóri New York, var afhjúpaður í þættinum The Masked Singer í gær og það varð til þess að einn dómaranna gekk út. 23. apríl 2022 16:24