Orban stöðvar 50 milljarða evru hjálparpakka ESB til Úkraínu Atli Ísleifsson skrifar 15. desember 2023 06:38 Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, styður ekki þá ákvörðun að Evrópusambandið hefji aðildarviðræður við Úkraínu. AP Stjórnvöld í Ungverjalandi hafa stöðvað fyrirhugaðan 50 milljarða evru hjálparpakka Evrópusambandsins til Úkraínu. Ákvörðun Ungverja var tekin fáeinum klukkustundum eftir að samkomulag náðist um að hefja viðræður um aðild Úkraínu að sambandinu. Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, hafði áður sagt það vera fáránlegt að hefja aðildarviðræður. Það væri sömuleiðis ótækt að ríki, sem sé ekki aðili að ESB skuli fá háar fjárhæðir frá sambandinu. Upphæðin sem um ræðir samsvarar nú um 7.500 milljörðum íslenskra króna. „Samantekt fyrir næturvaktina: neitunarvaldi beitt gegn aukafjárveitingum til Úkraínu,“ sagði Orban eftir fund leiðtogaráðs ESB sem lauk í Brussel í nótt, að því er segir í frétt BBC. Úkraína er mjög háð fjárveitingum frá ESB og Bandaríkjunum vegna stríðsreksturs eftir innrás Rússa í landið í febrúar 2022. Viðræðum fram haldið á næsta ári Aðrir leiðtogar aðildarríkja sögðu að viðræður um aðstoð til Úkraínu myndu halda áfram snemma á næsta ári. „Við erum enn með nokkurn tíma. Fjármagn Úkraínu mun ekki þrjóta á næstu vikum,“ sagði Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands. „Samkomulag náðist milli 26 ríkja. Viktor Orban, Ungverjaland, eru hins vegar ekki enn reiðubúin til þess. Ég er nokkuð öruggur um að við munum ná samkomulagi snemma á næsta ári. Við erum þá að hugsa um lok janúar.“ Charles Michel, forseti leiðtogaráðs ESB, eftir fundinn í nótt.AP Yfirgaf fundarsalinn Fyrr um daginn hafði samkomulag náðst um að ESB myndi hefja aðildarviðræður við bæði Úkraínu og Moldóvu og veita Georgíu stöðu umsóknarríkis. Ungverjaland, sem hefur viðhaldið tengslum við stjórnvöld í Rússlandi eftir innrás, hefur um langt skeið talað gegn aðild nágrannaríkis síns, Úkraínu. Orban og ungversk stjórnvöld beittu hins vegar ekki neitunarvaldi sínu í því máli, en greint var frá því að Orban hafi yfirgefið fundarsalinn þegar ákvörðunin var tekin. Lýsti Charles Michel, forseti leiðtogaráðsins, því svo yfir að ákvörðunin hafi verið einróma. Volodimír Selenskí Úkraínuforseti hefur verið á ferðalagi síðustu daga í þeim tilgangi að biðja um aukið fjármagn til stríðsrekstursins. Til umræðu hefur verið á bandaríska þinginu hvort veita skuli Úkraínumönnum 61 milljarða dali, en enn á eftir að taka ákvörðun um slíkt vegna deilna Demókrata og Repúblikana. Ungverjaland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Tengdar fréttir Úkraínu boðið að hefja aðildarviðræður við ESB Leiðtogaráð Evrópusambandsins bauð í dag Úkraínu og Moldóvu að hefja formlegar viðræður um inngöngu í sambandið. Það kom fram á fundi leiðtoganna sem stendur nú yfir í Brussel. 14. desember 2023 19:08 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Fleiri fréttir Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Sjá meira
Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, hafði áður sagt það vera fáránlegt að hefja aðildarviðræður. Það væri sömuleiðis ótækt að ríki, sem sé ekki aðili að ESB skuli fá háar fjárhæðir frá sambandinu. Upphæðin sem um ræðir samsvarar nú um 7.500 milljörðum íslenskra króna. „Samantekt fyrir næturvaktina: neitunarvaldi beitt gegn aukafjárveitingum til Úkraínu,“ sagði Orban eftir fund leiðtogaráðs ESB sem lauk í Brussel í nótt, að því er segir í frétt BBC. Úkraína er mjög háð fjárveitingum frá ESB og Bandaríkjunum vegna stríðsreksturs eftir innrás Rússa í landið í febrúar 2022. Viðræðum fram haldið á næsta ári Aðrir leiðtogar aðildarríkja sögðu að viðræður um aðstoð til Úkraínu myndu halda áfram snemma á næsta ári. „Við erum enn með nokkurn tíma. Fjármagn Úkraínu mun ekki þrjóta á næstu vikum,“ sagði Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands. „Samkomulag náðist milli 26 ríkja. Viktor Orban, Ungverjaland, eru hins vegar ekki enn reiðubúin til þess. Ég er nokkuð öruggur um að við munum ná samkomulagi snemma á næsta ári. Við erum þá að hugsa um lok janúar.“ Charles Michel, forseti leiðtogaráðs ESB, eftir fundinn í nótt.AP Yfirgaf fundarsalinn Fyrr um daginn hafði samkomulag náðst um að ESB myndi hefja aðildarviðræður við bæði Úkraínu og Moldóvu og veita Georgíu stöðu umsóknarríkis. Ungverjaland, sem hefur viðhaldið tengslum við stjórnvöld í Rússlandi eftir innrás, hefur um langt skeið talað gegn aðild nágrannaríkis síns, Úkraínu. Orban og ungversk stjórnvöld beittu hins vegar ekki neitunarvaldi sínu í því máli, en greint var frá því að Orban hafi yfirgefið fundarsalinn þegar ákvörðunin var tekin. Lýsti Charles Michel, forseti leiðtogaráðsins, því svo yfir að ákvörðunin hafi verið einróma. Volodimír Selenskí Úkraínuforseti hefur verið á ferðalagi síðustu daga í þeim tilgangi að biðja um aukið fjármagn til stríðsrekstursins. Til umræðu hefur verið á bandaríska þinginu hvort veita skuli Úkraínumönnum 61 milljarða dali, en enn á eftir að taka ákvörðun um slíkt vegna deilna Demókrata og Repúblikana.
Ungverjaland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Tengdar fréttir Úkraínu boðið að hefja aðildarviðræður við ESB Leiðtogaráð Evrópusambandsins bauð í dag Úkraínu og Moldóvu að hefja formlegar viðræður um inngöngu í sambandið. Það kom fram á fundi leiðtoganna sem stendur nú yfir í Brussel. 14. desember 2023 19:08 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Fleiri fréttir Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Sjá meira
Úkraínu boðið að hefja aðildarviðræður við ESB Leiðtogaráð Evrópusambandsins bauð í dag Úkraínu og Moldóvu að hefja formlegar viðræður um inngöngu í sambandið. Það kom fram á fundi leiðtoganna sem stendur nú yfir í Brussel. 14. desember 2023 19:08