Ekkert spurst til Navalní og Þórhildur Sunna krefst upplýsinga Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 13. desember 2023 00:16 Þórhildur Sunna er varaformaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins. Vísir/Arnar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingkona Pírata og aðalfulltrúi pólitískra fanga á Evrópuráðsþinginu hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem hún krefur rússnesk yfirvöld um að upplýsa lögmenn Navalní, pólitísks andstæðings Pútín, um staðsetningu hans og leyfa þeim að hitta hann. Alexei Navalní, pólitískur andstæðingur Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, missti af réttarhöldum í gærmorgun, eftir að lögmenn hans höfðu ekki náð tali af honum í tæpa viku. Forsvarsmenn fanganýlendunnar þar sem hann hefur verið í afplánun segja hann ekki lengur vera vistaður þar. Talskona Navalní segir engar upplýsingar að fá um hvar hann er. Á vef Evrópuráðsþingsins er yfirlýsing Þórhildar Sunnu vegna hvarfs Navalní, sem hún lítur alvarlegum augum. „Samkvæmt nýju fréttum er Alexei Navalní ekki lengur vistaður á fanganýlendu í Melekhovo, 235 kílómetra austan við Moskvu. Lögmönnum hans hefur verið meinaður aðgangur að honum og engar upplýsingar eru að fá um staðsetningu hans eða líðan,“ segir í yfirlýsingunni. „Ég krefst þess að rússnesk yfirvöld upplýsi tafarlaust um staðsetningu Alexei Navalní, leyfi lögmönnum hans að hafa samband við hann og veiti honum viðeigandi læknisþjónustu. Umfram allt ítreka ég áskorun Evrópuráðsþingsins á rússnesk yfirvöld að sleppa tafarlaust öllum pólitískum föngum. Áframhaldandi fangelsisvist þeirra er brot á grundvallarmannréttindum, þar með talið tjáningarfrelsi og fundafrelsi, og tilheyrir ekki neins konar siðferði,“ segir jafnframt í yfirlýsingunni. Þá hvetur Þórhildur þá meðlimi alþjóðsamfélagsins sem enn eru í nánum tengslum við Rússland, þar á meðal nokkur aðildarríki Evrópuráðsþingsins, að þrýsta á stjórn Pútíns og beita sér fyrir því að pólitískir fangar verði látnir lausir. „Þetta kemur á sama tíma og fjöldi dauðsfalla í rússneskum glæpaárásum gegn Úkraínu er að nálgast eina milljón og fjöldi pólitískra fanga [...] er að ná nýjum hæðum. Og í ofanálag hefur Pútín tilkynnt að hann hyggst sækjast eftir endurkjöri. Evrópuráðsþingið hefur þegar gert ákall eftir að aðildarríki Evrópuráðsins viðurkenni ekki lögmæti stjórnar hans sem forseta eftir árið 2024,“ segir í yfirlýsingunni, í ljósi þess að embættisseta hans umfram kjörtímabilið brjóti bæði í bága við lög og alþjóðlegar réttarreglur. Yfirlýsinguna í heild sinni má lesa hér og nánari umfjöllun um mál Alexei Navalní má sjá hér. Mál Alexei Navalní Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Píratar Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira
Alexei Navalní, pólitískur andstæðingur Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, missti af réttarhöldum í gærmorgun, eftir að lögmenn hans höfðu ekki náð tali af honum í tæpa viku. Forsvarsmenn fanganýlendunnar þar sem hann hefur verið í afplánun segja hann ekki lengur vera vistaður þar. Talskona Navalní segir engar upplýsingar að fá um hvar hann er. Á vef Evrópuráðsþingsins er yfirlýsing Þórhildar Sunnu vegna hvarfs Navalní, sem hún lítur alvarlegum augum. „Samkvæmt nýju fréttum er Alexei Navalní ekki lengur vistaður á fanganýlendu í Melekhovo, 235 kílómetra austan við Moskvu. Lögmönnum hans hefur verið meinaður aðgangur að honum og engar upplýsingar eru að fá um staðsetningu hans eða líðan,“ segir í yfirlýsingunni. „Ég krefst þess að rússnesk yfirvöld upplýsi tafarlaust um staðsetningu Alexei Navalní, leyfi lögmönnum hans að hafa samband við hann og veiti honum viðeigandi læknisþjónustu. Umfram allt ítreka ég áskorun Evrópuráðsþingsins á rússnesk yfirvöld að sleppa tafarlaust öllum pólitískum föngum. Áframhaldandi fangelsisvist þeirra er brot á grundvallarmannréttindum, þar með talið tjáningarfrelsi og fundafrelsi, og tilheyrir ekki neins konar siðferði,“ segir jafnframt í yfirlýsingunni. Þá hvetur Þórhildur þá meðlimi alþjóðsamfélagsins sem enn eru í nánum tengslum við Rússland, þar á meðal nokkur aðildarríki Evrópuráðsþingsins, að þrýsta á stjórn Pútíns og beita sér fyrir því að pólitískir fangar verði látnir lausir. „Þetta kemur á sama tíma og fjöldi dauðsfalla í rússneskum glæpaárásum gegn Úkraínu er að nálgast eina milljón og fjöldi pólitískra fanga [...] er að ná nýjum hæðum. Og í ofanálag hefur Pútín tilkynnt að hann hyggst sækjast eftir endurkjöri. Evrópuráðsþingið hefur þegar gert ákall eftir að aðildarríki Evrópuráðsins viðurkenni ekki lögmæti stjórnar hans sem forseta eftir árið 2024,“ segir í yfirlýsingunni, í ljósi þess að embættisseta hans umfram kjörtímabilið brjóti bæði í bága við lög og alþjóðlegar réttarreglur. Yfirlýsinguna í heild sinni má lesa hér og nánari umfjöllun um mál Alexei Navalní má sjá hér.
Mál Alexei Navalní Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Píratar Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira