Ekkert spurst til Navalní og Þórhildur Sunna krefst upplýsinga Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 13. desember 2023 00:16 Þórhildur Sunna er varaformaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins. Vísir/Arnar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingkona Pírata og aðalfulltrúi pólitískra fanga á Evrópuráðsþinginu hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem hún krefur rússnesk yfirvöld um að upplýsa lögmenn Navalní, pólitísks andstæðings Pútín, um staðsetningu hans og leyfa þeim að hitta hann. Alexei Navalní, pólitískur andstæðingur Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, missti af réttarhöldum í gærmorgun, eftir að lögmenn hans höfðu ekki náð tali af honum í tæpa viku. Forsvarsmenn fanganýlendunnar þar sem hann hefur verið í afplánun segja hann ekki lengur vera vistaður þar. Talskona Navalní segir engar upplýsingar að fá um hvar hann er. Á vef Evrópuráðsþingsins er yfirlýsing Þórhildar Sunnu vegna hvarfs Navalní, sem hún lítur alvarlegum augum. „Samkvæmt nýju fréttum er Alexei Navalní ekki lengur vistaður á fanganýlendu í Melekhovo, 235 kílómetra austan við Moskvu. Lögmönnum hans hefur verið meinaður aðgangur að honum og engar upplýsingar eru að fá um staðsetningu hans eða líðan,“ segir í yfirlýsingunni. „Ég krefst þess að rússnesk yfirvöld upplýsi tafarlaust um staðsetningu Alexei Navalní, leyfi lögmönnum hans að hafa samband við hann og veiti honum viðeigandi læknisþjónustu. Umfram allt ítreka ég áskorun Evrópuráðsþingsins á rússnesk yfirvöld að sleppa tafarlaust öllum pólitískum föngum. Áframhaldandi fangelsisvist þeirra er brot á grundvallarmannréttindum, þar með talið tjáningarfrelsi og fundafrelsi, og tilheyrir ekki neins konar siðferði,“ segir jafnframt í yfirlýsingunni. Þá hvetur Þórhildur þá meðlimi alþjóðsamfélagsins sem enn eru í nánum tengslum við Rússland, þar á meðal nokkur aðildarríki Evrópuráðsþingsins, að þrýsta á stjórn Pútíns og beita sér fyrir því að pólitískir fangar verði látnir lausir. „Þetta kemur á sama tíma og fjöldi dauðsfalla í rússneskum glæpaárásum gegn Úkraínu er að nálgast eina milljón og fjöldi pólitískra fanga [...] er að ná nýjum hæðum. Og í ofanálag hefur Pútín tilkynnt að hann hyggst sækjast eftir endurkjöri. Evrópuráðsþingið hefur þegar gert ákall eftir að aðildarríki Evrópuráðsins viðurkenni ekki lögmæti stjórnar hans sem forseta eftir árið 2024,“ segir í yfirlýsingunni, í ljósi þess að embættisseta hans umfram kjörtímabilið brjóti bæði í bága við lög og alþjóðlegar réttarreglur. Yfirlýsinguna í heild sinni má lesa hér og nánari umfjöllun um mál Alexei Navalní má sjá hér. Mál Alexei Navalní Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Píratar Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira
Alexei Navalní, pólitískur andstæðingur Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, missti af réttarhöldum í gærmorgun, eftir að lögmenn hans höfðu ekki náð tali af honum í tæpa viku. Forsvarsmenn fanganýlendunnar þar sem hann hefur verið í afplánun segja hann ekki lengur vera vistaður þar. Talskona Navalní segir engar upplýsingar að fá um hvar hann er. Á vef Evrópuráðsþingsins er yfirlýsing Þórhildar Sunnu vegna hvarfs Navalní, sem hún lítur alvarlegum augum. „Samkvæmt nýju fréttum er Alexei Navalní ekki lengur vistaður á fanganýlendu í Melekhovo, 235 kílómetra austan við Moskvu. Lögmönnum hans hefur verið meinaður aðgangur að honum og engar upplýsingar eru að fá um staðsetningu hans eða líðan,“ segir í yfirlýsingunni. „Ég krefst þess að rússnesk yfirvöld upplýsi tafarlaust um staðsetningu Alexei Navalní, leyfi lögmönnum hans að hafa samband við hann og veiti honum viðeigandi læknisþjónustu. Umfram allt ítreka ég áskorun Evrópuráðsþingsins á rússnesk yfirvöld að sleppa tafarlaust öllum pólitískum föngum. Áframhaldandi fangelsisvist þeirra er brot á grundvallarmannréttindum, þar með talið tjáningarfrelsi og fundafrelsi, og tilheyrir ekki neins konar siðferði,“ segir jafnframt í yfirlýsingunni. Þá hvetur Þórhildur þá meðlimi alþjóðsamfélagsins sem enn eru í nánum tengslum við Rússland, þar á meðal nokkur aðildarríki Evrópuráðsþingsins, að þrýsta á stjórn Pútíns og beita sér fyrir því að pólitískir fangar verði látnir lausir. „Þetta kemur á sama tíma og fjöldi dauðsfalla í rússneskum glæpaárásum gegn Úkraínu er að nálgast eina milljón og fjöldi pólitískra fanga [...] er að ná nýjum hæðum. Og í ofanálag hefur Pútín tilkynnt að hann hyggst sækjast eftir endurkjöri. Evrópuráðsþingið hefur þegar gert ákall eftir að aðildarríki Evrópuráðsins viðurkenni ekki lögmæti stjórnar hans sem forseta eftir árið 2024,“ segir í yfirlýsingunni, í ljósi þess að embættisseta hans umfram kjörtímabilið brjóti bæði í bága við lög og alþjóðlegar réttarreglur. Yfirlýsinguna í heild sinni má lesa hér og nánari umfjöllun um mál Alexei Navalní má sjá hér.
Mál Alexei Navalní Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Píratar Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira