Biden tilbúinn að lúffa fyrir Repúblikönum Samúel Karl Ólason skrifar 6. desember 2023 23:50 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir að frekari hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum geti ekki beðið þar til eftir jól. Þingið þurfi að samþykkja nýjar fjárveitingar til aðstoðarinnar og bað hann þingmenn um að leggja deilur sínar til hliðar í bili. Þá sagðist hann tilbúinn til að gefa mikið eftir og verða við einhverjum kröfum Repúblikana um aukið öryggi á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Hann gagnrýndi Repúblikana þó harðlega fyrir afstöðu þeirra og sakaði þá um að vilja gefa frá sér leiðtogahlutverk Bandaríkjanna. Biden hefur farið fram á 61 milljarð dala í hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum en Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings segja það ekki koma til greina án þess að umfangsmiklar fjárhæðir verði settar í aukið eftirlit og löggæslu á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Repúblikanar í öldungadeildinni komu í veg fyrir að atkvæði yrðu greidd um frumvarp um áðurnefnda aðstoð handa Úkraínumönnum og Ísrael, auk þess sem fjármunum yrði varið í önnur öryggismál. Samkvæmt frétt Washington Post er búist við því að Repúblikanar leggi fram nýja tillögu í framhaldinu. Sagði Repúblikana leika sér með þjóðaröryggi Í sjónvarpsávarpi fyrr í kvöld sagði Biden það ótrúlegt að aðstoðarpakkinn hefði enn ekki verið samþykktur og sakaði Repúblikana á þingi um að leika sér með þjóðaröryggi. „Repúblikanar eru tilbúnir til að gefa Pútín [forseta Rússlands] þá gjöf sem hann vonast helst eftir,“ sagði Biden og ítrekaði að trúverðugleiki Bandaríkjanna varðandi önnur fjandsamleg ríki væri í húfi. Ef truflun yrði á stuðningi Bandaríkjanna við Úkraínu styrkti það stöðu Pútíns. „Ef við styðjum ekki Úkraínu, hvað gerir heimurinn þá?“ Þá sagðist Biden tilbúinn til málamiðlana við Repúblikana um landamæraöryggi. Hann væri til í að láta talsvert eftir Repúblikönum. „Við þurfum að laga bilað landamærakerfi okkar. Það er bilað,“ sagði Biden. Hann sagðist tilbúinn að breyta stefnu sinni en sakaði Repúblikana um að vilja fella pólitískar keilur, í stað þess að ná samkomulagi og raunverulegum breytingum. Hann sagði Repúblikana telja að þeir gætu fengið allt sem þeir vildu án málamiðlana og að þeir væru nú tilbúnir til að veikja varnir Úkraínu og í leiðinni skaða þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Mikil óreiða hefur ríkt á bandaríska þinginu undanfarna mánuði. Hópur þingmanna Repúblikanaflokksins velti Kevin McCarthy, fyrrverandi þingforseta, úr sessi og það tók Repúblikana langan tíma að finna nýjan forseta í Mike Johnson. Sjá einnig: Hefur lengi barist gegn réttindum „ónáttúrulegs“ hinsegin fólks Síðan þá hefur lítið sem ekkert gerst á þinginu. Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa deilt sín á milli og jafnvel sakað hvorn annan um ofbeldi. Sjá einnig: Þingmaður reyndi að slást við nefndargest Mike Johnson segist ekki styðja frekari aðstoð handa Úkraínumönnum nema hún væri hluti af frumvarpi sem fulltrúadeildin samþykkti nýverið. Ekki einn Demókrati greiddi atkvæði með því frumvarpi, sem felur í sér allsherjaryfirhalningu á landamæragæslu Bandaríkjanna. Frumvarpinu hefur verið alfarið hafnað af Demókrötum í öldungadeildinni. Peningarnir að klárast Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna gaf út fyrr í dag að bandaríkin væru að senda um 175 milljóna dala aðstoðarpakka til Úkraínu. Þar er um að ræða eldflaugar í HIMARS-vopnakerfi, eldflaugar sem hannaðar eru til að granda bryn- og skriðdrekum og eldflaugar sem hannaðar eru til að elta uppi geisla frá ratsjám og sprengja þær í loft upp. Sjá einnig: Hvíta húsið segir fjármuni og tíma á þrotum Talsmaður ráðuneytisins sagði í dag að um 1,1 milljarður dala væri til í sjóðum ráðuneytisins sem ætlaðir eru í að borga fyrir ný hergögn í skiptum fyrir þau sem send eru til Úkraínu. Bandaríkin Joe Biden Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Vladimír Pútín Rússland Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Fleiri fréttir Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Sjá meira
Þá sagðist hann tilbúinn til að gefa mikið eftir og verða við einhverjum kröfum Repúblikana um aukið öryggi á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Hann gagnrýndi Repúblikana þó harðlega fyrir afstöðu þeirra og sakaði þá um að vilja gefa frá sér leiðtogahlutverk Bandaríkjanna. Biden hefur farið fram á 61 milljarð dala í hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum en Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings segja það ekki koma til greina án þess að umfangsmiklar fjárhæðir verði settar í aukið eftirlit og löggæslu á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Repúblikanar í öldungadeildinni komu í veg fyrir að atkvæði yrðu greidd um frumvarp um áðurnefnda aðstoð handa Úkraínumönnum og Ísrael, auk þess sem fjármunum yrði varið í önnur öryggismál. Samkvæmt frétt Washington Post er búist við því að Repúblikanar leggi fram nýja tillögu í framhaldinu. Sagði Repúblikana leika sér með þjóðaröryggi Í sjónvarpsávarpi fyrr í kvöld sagði Biden það ótrúlegt að aðstoðarpakkinn hefði enn ekki verið samþykktur og sakaði Repúblikana á þingi um að leika sér með þjóðaröryggi. „Repúblikanar eru tilbúnir til að gefa Pútín [forseta Rússlands] þá gjöf sem hann vonast helst eftir,“ sagði Biden og ítrekaði að trúverðugleiki Bandaríkjanna varðandi önnur fjandsamleg ríki væri í húfi. Ef truflun yrði á stuðningi Bandaríkjanna við Úkraínu styrkti það stöðu Pútíns. „Ef við styðjum ekki Úkraínu, hvað gerir heimurinn þá?“ Þá sagðist Biden tilbúinn til málamiðlana við Repúblikana um landamæraöryggi. Hann væri til í að láta talsvert eftir Repúblikönum. „Við þurfum að laga bilað landamærakerfi okkar. Það er bilað,“ sagði Biden. Hann sagðist tilbúinn að breyta stefnu sinni en sakaði Repúblikana um að vilja fella pólitískar keilur, í stað þess að ná samkomulagi og raunverulegum breytingum. Hann sagði Repúblikana telja að þeir gætu fengið allt sem þeir vildu án málamiðlana og að þeir væru nú tilbúnir til að veikja varnir Úkraínu og í leiðinni skaða þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Mikil óreiða hefur ríkt á bandaríska þinginu undanfarna mánuði. Hópur þingmanna Repúblikanaflokksins velti Kevin McCarthy, fyrrverandi þingforseta, úr sessi og það tók Repúblikana langan tíma að finna nýjan forseta í Mike Johnson. Sjá einnig: Hefur lengi barist gegn réttindum „ónáttúrulegs“ hinsegin fólks Síðan þá hefur lítið sem ekkert gerst á þinginu. Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa deilt sín á milli og jafnvel sakað hvorn annan um ofbeldi. Sjá einnig: Þingmaður reyndi að slást við nefndargest Mike Johnson segist ekki styðja frekari aðstoð handa Úkraínumönnum nema hún væri hluti af frumvarpi sem fulltrúadeildin samþykkti nýverið. Ekki einn Demókrati greiddi atkvæði með því frumvarpi, sem felur í sér allsherjaryfirhalningu á landamæragæslu Bandaríkjanna. Frumvarpinu hefur verið alfarið hafnað af Demókrötum í öldungadeildinni. Peningarnir að klárast Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna gaf út fyrr í dag að bandaríkin væru að senda um 175 milljóna dala aðstoðarpakka til Úkraínu. Þar er um að ræða eldflaugar í HIMARS-vopnakerfi, eldflaugar sem hannaðar eru til að granda bryn- og skriðdrekum og eldflaugar sem hannaðar eru til að elta uppi geisla frá ratsjám og sprengja þær í loft upp. Sjá einnig: Hvíta húsið segir fjármuni og tíma á þrotum Talsmaður ráðuneytisins sagði í dag að um 1,1 milljarður dala væri til í sjóðum ráðuneytisins sem ætlaðir eru í að borga fyrir ný hergögn í skiptum fyrir þau sem send eru til Úkraínu.
Bandaríkin Joe Biden Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Vladimír Pútín Rússland Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Fleiri fréttir Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Sjá meira