Leon Bailey skaut Villa í þriðja sætið

Dagur Lárusson skrifar
Leon Bailey fagnar marki sínu.
Leon Bailey fagnar marki sínu. Vísir/getty

Leon Bailey tryggði Aston Villa sigur gegn Englandsmeisturum Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Fyrir leikinn var Aston Villa í fjórða sæti deildarinnar með 29 stig á meðan Manchester City var í þriðja sætinu með 30 stig og því var ljóst að sigurliðið myndi vera í þriðja sætinu eftir leikinn.

Aston Villa var sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum en liðið átti níu tilraunir gegn aðeins tveimur frá Manchester City. Hvorugu liðinu tókst þó að skora og staðan því 0-0 í hálfleik.

Aðeins eitt mark var skorað í seinni hálfleiknum og var það Leon Bailey sem skoraði með skoti fyrir utan teig sem fór í varnarmann og inn en Bailey átti virkilega góðan sprett með boltann til þess að koma sér í skotstöðu.

Lokatölur 1-0 fyrir Aston Villa sem er nú í þriðja sæti deildarinnar með 32 stig, fjórum stigum á eftir toppliði Arsenal en Manchester city er í fjórða sætinu með 30 stig.

Bein lýsing

Leikirnir


    Fleiri fréttir

    Sjá meira