„Ég hef ekki fengið nein símtöl eða skilaboð“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2023 11:31 Jón Daði Böðvarsson hefur ekki spilað fyrir íslenska landsliðið í eitt ár og rúma átta mánuði Vísir/Daníel Þór Jón Daði Böðvarsson skoraði þrennu í fyrri hálfleik þegar Bolton sló Harrogate Town út úr ensku bikarkeppninni um síðustu helgi. Jón Daði nýtti það vel að fá tækifæri í byrjunarliðinu og skoraði mörkin sín á 9., 33. og 43. mínútu í leiknum en þetta voru þrjú fyrstu mörk Bolton í þessum 5-1 sigri. Stefán Árni Pálsson ræddi við Jón Daða. „Þetta var bara einn af þessum leikjum þar sem allt fór inn hjá manni. Ég náði upp alvöru sjálfstrausti frá fyrstu mínútu og þetta var virkilega skemmtilegt. Gaman að vera kominn áfram í næstu umferð í bikarnum,“ sagði Jón Daði. Tækifærin hafa verið nokkuð fá Hann hefur aftur á móti ekki verið að spila eins mikið og hann vildi. „Tækifærin hafa verið nokkuð fá og þá sérstaklega í deildinni. Ég hef ekki verið að byrja leiki þar og hef verið mikið að koma af bekknum. Ég hef verið að spila flest alla bikarleiki eins og er,“ sagði Jón Daði. „Ég held að það sé líka vegna þess að við erum að spila virkilega vel um þessar mundir. Við erum í efstu tveimur sætunum í deildinni (sem gefa sæti í B-deildinni) og það er erfitt að breyta byrjunarliðinu þegar liðið er að vinna hvern einasta leik,“ sagði Jón Daði. „Auðvitað eru það vonbrigði að fá ekki að spila meira og þá sérstaklega í deildinni en engu að síður finnst mér ég vera með stórt hlutverk þrátt fyrir að vera á bekknum. Það er partur af því að vera í góðu liði og ná árangri. Það eru allir í þessu saman,“ sagði Jón Daði. Bolton er í öðru sæti C-deildarinnar þremur stigum á eftir toppliði Portsmouth. „Klúbburinn er búinn að ganga í gegnum mikið í gegnum tíðina. Þeir fóru alla leið niður í League 2 (D-deild) en eru búnir að vinna sig upp aftur eftir að hafa verið í smá veseni með eigendur og annað. Maður finnur fyrir því að það er mjög góður andi í klúbbnum og allt á uppleið,“ sagði Jón Daði. Of stór klúbbur til að vera í þessari deild „Maður finnur það líka að þetta er of stór klúbbur til að vera í þessari deild og þeir vilja ná árangri sem fyrst. Vilja fara upp á þessu tímabili og vonandi gengur það bara eftir,“ sagði Jón Daði. Jón var lengi lykilmaður í íslenska landsliðshópnum og fór með liðinu bæði á EM 2016 og HM 2018 en framherjinn hefur ekki leikið fyrir íslenska landsliðið síðan í mars 2022. „Ég hef ekki fengið nein símtöl eða skilaboð, svo einfalt er það. Það er bara hans mat og ég hef ekki heyrt neitt eins og er sem er kannski alveg skiljanlegt. Það er ný kynslóð þarna og við viljum líka breyta til og ná árangri,“ sagði Jón Daði. „Auðvitað vill maður vera partur af íslenska landsliðinu og íslensku þjóðinni. Ef ég á að vera hreinskilinn þá hef ég ekki heyrt neitt,“ sagði Jón Daði en hann væri klár ef kallið kæmi. „Ég er alltaf klár,“ sagði Jón Daði en það má sjá alla fréttina hér fyrir neðan. Enski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Fleiri fréttir Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjá meira
Jón Daði nýtti það vel að fá tækifæri í byrjunarliðinu og skoraði mörkin sín á 9., 33. og 43. mínútu í leiknum en þetta voru þrjú fyrstu mörk Bolton í þessum 5-1 sigri. Stefán Árni Pálsson ræddi við Jón Daða. „Þetta var bara einn af þessum leikjum þar sem allt fór inn hjá manni. Ég náði upp alvöru sjálfstrausti frá fyrstu mínútu og þetta var virkilega skemmtilegt. Gaman að vera kominn áfram í næstu umferð í bikarnum,“ sagði Jón Daði. Tækifærin hafa verið nokkuð fá Hann hefur aftur á móti ekki verið að spila eins mikið og hann vildi. „Tækifærin hafa verið nokkuð fá og þá sérstaklega í deildinni. Ég hef ekki verið að byrja leiki þar og hef verið mikið að koma af bekknum. Ég hef verið að spila flest alla bikarleiki eins og er,“ sagði Jón Daði. „Ég held að það sé líka vegna þess að við erum að spila virkilega vel um þessar mundir. Við erum í efstu tveimur sætunum í deildinni (sem gefa sæti í B-deildinni) og það er erfitt að breyta byrjunarliðinu þegar liðið er að vinna hvern einasta leik,“ sagði Jón Daði. „Auðvitað eru það vonbrigði að fá ekki að spila meira og þá sérstaklega í deildinni en engu að síður finnst mér ég vera með stórt hlutverk þrátt fyrir að vera á bekknum. Það er partur af því að vera í góðu liði og ná árangri. Það eru allir í þessu saman,“ sagði Jón Daði. Bolton er í öðru sæti C-deildarinnar þremur stigum á eftir toppliði Portsmouth. „Klúbburinn er búinn að ganga í gegnum mikið í gegnum tíðina. Þeir fóru alla leið niður í League 2 (D-deild) en eru búnir að vinna sig upp aftur eftir að hafa verið í smá veseni með eigendur og annað. Maður finnur fyrir því að það er mjög góður andi í klúbbnum og allt á uppleið,“ sagði Jón Daði. Of stór klúbbur til að vera í þessari deild „Maður finnur það líka að þetta er of stór klúbbur til að vera í þessari deild og þeir vilja ná árangri sem fyrst. Vilja fara upp á þessu tímabili og vonandi gengur það bara eftir,“ sagði Jón Daði. Jón var lengi lykilmaður í íslenska landsliðshópnum og fór með liðinu bæði á EM 2016 og HM 2018 en framherjinn hefur ekki leikið fyrir íslenska landsliðið síðan í mars 2022. „Ég hef ekki fengið nein símtöl eða skilaboð, svo einfalt er það. Það er bara hans mat og ég hef ekki heyrt neitt eins og er sem er kannski alveg skiljanlegt. Það er ný kynslóð þarna og við viljum líka breyta til og ná árangri,“ sagði Jón Daði. „Auðvitað vill maður vera partur af íslenska landsliðinu og íslensku þjóðinni. Ef ég á að vera hreinskilinn þá hef ég ekki heyrt neitt,“ sagði Jón Daði en hann væri klár ef kallið kæmi. „Ég er alltaf klár,“ sagði Jón Daði en það má sjá alla fréttina hér fyrir neðan.
Enski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Fleiri fréttir Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjá meira