Erlent

Tíu enn saknað eftir að Marapi gaus

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Björgunarsveitarmenn bera slasaðan fjallgöngumann eftir gosið í Marapi. 
Björgunarsveitarmenn bera slasaðan fjallgöngumann eftir gosið í Marapi.  AP Photo/Givo Alputra

Björgunarsveitir hafa fundið tvö lík til viðbótar í hlíðum eldfjallsins Marapi á Súmötru í Indónesíu sem fór að gjósa á sunnudaginn var.

Fjallið var vinsælt til fjallgöngu og voru 75 í hlíðum fjallsins þegar gosið hófst. Þrettán eru nú látnir svo staðfest sé en tíu er enn saknað. Leit hófst aftur í dag en henni þurfti að hætta í gær sökum aðstæðna á fjallinu en gosmökkurinn nær í um þriggja kílómetra hæð. Marapi, sem þýðir einfaldlega eldfjallið, er eitt það virkasta í landinu en 127 virk eldfjöll er að finna í Indónsesíu. Mannskæðasta gosið í fjallinu varð árið 1979 þegar sextíu fórust þegar gos hófst.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×