„Það versta sem hægt er að segja um hann“ Sindri Sverrisson skrifar 4. desember 2023 07:31 Marcus Rashford náði sér engan veginn á strik í tapinu gegn Newcastle á laugardagskvöld. EPA-EFE/PETER POWELL Jamie Carragher, sérfræðingur Sky Sports, sagði frammistöðu enska framherjans Marcus Rashford hafa verið algjörlega óásættanlega í tapi Manchester United gegn Newcastle um helgina. United tapaði leiknum 1-0 og Newcastle þótti mikið betri aðilinn stærstan hluta leiksins. Frammistaða Rashford olli líkt og fyrr á þessari leiktíð sérstaklega miklum vonbrigðum, að mati Carraghers, en sigur Newcastle kom liðinu upp fyrir United í 6. sæti. „Það virðast vera risavaxin vandamál þarna. Ég trúi því ekki hvar Manchester United er í stigatöflunni,“ sagði Carragher á Sky Sports. „Þetta var óásættanleg frammistaða hjá Marcus Rashford og fyrir því eru nokkrar ástæður. Maðurinn spilaði ekki í Meistaradeildinni í vikunni, en ég hef verið heimamaður í liði og það er ekki auðvelt þegar liðinu gengur illa. Fyrir menn eins og Rashford, mig sjálfan og Gerrard hjá Liverpool þá var það okkar hlutverk að laga þetta og fá hina með okkur. En þegar ég horfi á Rashford þá minnir hann mig á [Anthony] Martial og það er það versta sem hægt er að segja um hann. Erlendur leikmaður sem kemur inn og er í raun alveg sama. Rashford lítur núna út eins og Martial,“ sagði Carragher. Rashford hefur aðeins skorað tvö mörk í ensku úrvalsdeildinni í vetur, það seinna úr víti gegn Everton fyrir rúmri viku. „Heimastrákur eins og hann þarf að virkja hina leikmennina. Maður hættir aldrei að hlaupa, fyrir merkið á búningnum og fyrir stuðningsmennina því þú ert í raun einn af þeim,“ sagði Carragher og benti á frammistöðu Son Heung-min í jafntefli Tottenham við Manchester City í gær. „Það var leikmaður í dag, Son, sem hætti aldrei að hlaupa. Hann fékk markið sitt og tók þátt í fleiri, og þegar við erum að tala um frábæra leikmenn í þessari deild þá hætti Son aldrei að hlaupa. Hann er leiðtogi. Maður vill sjá svona leiðtoga í Rashford. Hinir leikmennirnir eiga að horfa til hans og hugsa: „Þetta er Manchester United“,“ sagði Carragher. Enski boltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sjá meira
United tapaði leiknum 1-0 og Newcastle þótti mikið betri aðilinn stærstan hluta leiksins. Frammistaða Rashford olli líkt og fyrr á þessari leiktíð sérstaklega miklum vonbrigðum, að mati Carraghers, en sigur Newcastle kom liðinu upp fyrir United í 6. sæti. „Það virðast vera risavaxin vandamál þarna. Ég trúi því ekki hvar Manchester United er í stigatöflunni,“ sagði Carragher á Sky Sports. „Þetta var óásættanleg frammistaða hjá Marcus Rashford og fyrir því eru nokkrar ástæður. Maðurinn spilaði ekki í Meistaradeildinni í vikunni, en ég hef verið heimamaður í liði og það er ekki auðvelt þegar liðinu gengur illa. Fyrir menn eins og Rashford, mig sjálfan og Gerrard hjá Liverpool þá var það okkar hlutverk að laga þetta og fá hina með okkur. En þegar ég horfi á Rashford þá minnir hann mig á [Anthony] Martial og það er það versta sem hægt er að segja um hann. Erlendur leikmaður sem kemur inn og er í raun alveg sama. Rashford lítur núna út eins og Martial,“ sagði Carragher. Rashford hefur aðeins skorað tvö mörk í ensku úrvalsdeildinni í vetur, það seinna úr víti gegn Everton fyrir rúmri viku. „Heimastrákur eins og hann þarf að virkja hina leikmennina. Maður hættir aldrei að hlaupa, fyrir merkið á búningnum og fyrir stuðningsmennina því þú ert í raun einn af þeim,“ sagði Carragher og benti á frammistöðu Son Heung-min í jafntefli Tottenham við Manchester City í gær. „Það var leikmaður í dag, Son, sem hætti aldrei að hlaupa. Hann fékk markið sitt og tók þátt í fleiri, og þegar við erum að tala um frábæra leikmenn í þessari deild þá hætti Son aldrei að hlaupa. Hann er leiðtogi. Maður vill sjá svona leiðtoga í Rashford. Hinir leikmennirnir eiga að horfa til hans og hugsa: „Þetta er Manchester United“,“ sagði Carragher.
Enski boltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sjá meira