Mikil hægrisveifla á meðal ungs fólks í Evrópu Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 3. desember 2023 16:28 Geert Wilders, leiðtogi Frelsisflokksins í Hollandi, sem vann kosningasigur á dögunum. EPA-EFE/LAURENS VAN PUTTEN Uppgangur hægri öfgaflokka hefur verið mikill á síðustu misserum á meginlandi Evrópu. Ástæðan er ekki endilega andstaða við innflytjendur og þjóðernishyggja, heldur allt eins vonbrigði ungs fólks með ríkjandi stjórnmálaflokka. Víða á meginlandi Evrópu hafa flokkar lengst til hægri unnið góða sigra í kosningum á síðustu misserum. Nú síðast í Hollandi þar sem Frelsisflokkurinn, undir forystu Geert Wilders, afrekaði það að verða stærsti flokkur Hollands. Stjórnmálaskýrendur telja að þennan vaxandi stuðning við flokka sem sumir hverjir eru skilgreindir sem öfgahægriflokkar, megi fyrst og fremst rekja til ungra kjósenda. Þannig hlaut þjóðernisflokkur Marine Le Pen í Frakklandi 40% atkvæða yngstu kjósenda og 49% atkvæða kjósenda á aldrinum 25-34 ára í kosningunum í fyrra. Og Bræðralag Ítalíu, hægri flokkur Giorgiu Meloni, forsætisráðherra landsins, er stærsti flokkur landsins á meðal yngstu kjósendanna. Sömu þróun má sjá víðar; í Svíþjóð, Finnlandi, Þýskalandi, Austurríki, Ungverjalandi og víðar. En hvað veldur? Ólíkt því sem oft er slegið fram, að uppgang öfgahægriflokka megi fyrst og síðast rekja til útlendingahaturs, andstöðu við flóttamenn og vaxandi þjóðernishyggju, þá segja stjórnmálskýrendur sem breska blaðið The Guardian ræddi við í ítarlegri úttekt á dögunum, að svo sé alls ekki. Catherine de Vries, stjórnmálafræðingur við Bocconi háskólann á Ítalíu segir í samtali við blaðið að ef eitthvað, þá sé ungt fólk jákvæðara í garð innflytjenda en það sem eldra er. Það sem ráði för sé miklu frekar bágborið og versnandi ástand í heilbrigðis- og húsnæðismálum margra ríkja í Evrópu sem leiði til þverrandi trausts fólks á hinum rótgrónu og hefðbundnu stjórnmálaflokkum. Unga fólkið sé bara fyrst og fremst í leit að öryggi. Franski félagsfræðingurinn Pierre Rosanvallon, sagði nýlega í samtali við spænska dagblaðið El País að stórum hluta samfélagsins fyndist gjáin á milli hinnar ríkjandi elítu og almúgans fara hraðvaxandi. Þar með þverri traustið á hefðbundnum stjórnmálamönnum og um leið á stofnunum ríkisins. Þetta opni leið fyrir flokka og popúlista á jaðrinum sem bjóði skyndilausnir í glæstum umbúðum. Spánn Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Fleiri fréttir Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Sjá meira
Víða á meginlandi Evrópu hafa flokkar lengst til hægri unnið góða sigra í kosningum á síðustu misserum. Nú síðast í Hollandi þar sem Frelsisflokkurinn, undir forystu Geert Wilders, afrekaði það að verða stærsti flokkur Hollands. Stjórnmálaskýrendur telja að þennan vaxandi stuðning við flokka sem sumir hverjir eru skilgreindir sem öfgahægriflokkar, megi fyrst og fremst rekja til ungra kjósenda. Þannig hlaut þjóðernisflokkur Marine Le Pen í Frakklandi 40% atkvæða yngstu kjósenda og 49% atkvæða kjósenda á aldrinum 25-34 ára í kosningunum í fyrra. Og Bræðralag Ítalíu, hægri flokkur Giorgiu Meloni, forsætisráðherra landsins, er stærsti flokkur landsins á meðal yngstu kjósendanna. Sömu þróun má sjá víðar; í Svíþjóð, Finnlandi, Þýskalandi, Austurríki, Ungverjalandi og víðar. En hvað veldur? Ólíkt því sem oft er slegið fram, að uppgang öfgahægriflokka megi fyrst og síðast rekja til útlendingahaturs, andstöðu við flóttamenn og vaxandi þjóðernishyggju, þá segja stjórnmálskýrendur sem breska blaðið The Guardian ræddi við í ítarlegri úttekt á dögunum, að svo sé alls ekki. Catherine de Vries, stjórnmálafræðingur við Bocconi háskólann á Ítalíu segir í samtali við blaðið að ef eitthvað, þá sé ungt fólk jákvæðara í garð innflytjenda en það sem eldra er. Það sem ráði för sé miklu frekar bágborið og versnandi ástand í heilbrigðis- og húsnæðismálum margra ríkja í Evrópu sem leiði til þverrandi trausts fólks á hinum rótgrónu og hefðbundnu stjórnmálaflokkum. Unga fólkið sé bara fyrst og fremst í leit að öryggi. Franski félagsfræðingurinn Pierre Rosanvallon, sagði nýlega í samtali við spænska dagblaðið El País að stórum hluta samfélagsins fyndist gjáin á milli hinnar ríkjandi elítu og almúgans fara hraðvaxandi. Þar með þverri traustið á hefðbundnum stjórnmálamönnum og um leið á stofnunum ríkisins. Þetta opni leið fyrir flokka og popúlista á jaðrinum sem bjóði skyndilausnir í glæstum umbúðum.
Spánn Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Fleiri fréttir Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Sjá meira