Mikil hægrisveifla á meðal ungs fólks í Evrópu Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 3. desember 2023 16:28 Geert Wilders, leiðtogi Frelsisflokksins í Hollandi, sem vann kosningasigur á dögunum. EPA-EFE/LAURENS VAN PUTTEN Uppgangur hægri öfgaflokka hefur verið mikill á síðustu misserum á meginlandi Evrópu. Ástæðan er ekki endilega andstaða við innflytjendur og þjóðernishyggja, heldur allt eins vonbrigði ungs fólks með ríkjandi stjórnmálaflokka. Víða á meginlandi Evrópu hafa flokkar lengst til hægri unnið góða sigra í kosningum á síðustu misserum. Nú síðast í Hollandi þar sem Frelsisflokkurinn, undir forystu Geert Wilders, afrekaði það að verða stærsti flokkur Hollands. Stjórnmálaskýrendur telja að þennan vaxandi stuðning við flokka sem sumir hverjir eru skilgreindir sem öfgahægriflokkar, megi fyrst og fremst rekja til ungra kjósenda. Þannig hlaut þjóðernisflokkur Marine Le Pen í Frakklandi 40% atkvæða yngstu kjósenda og 49% atkvæða kjósenda á aldrinum 25-34 ára í kosningunum í fyrra. Og Bræðralag Ítalíu, hægri flokkur Giorgiu Meloni, forsætisráðherra landsins, er stærsti flokkur landsins á meðal yngstu kjósendanna. Sömu þróun má sjá víðar; í Svíþjóð, Finnlandi, Þýskalandi, Austurríki, Ungverjalandi og víðar. En hvað veldur? Ólíkt því sem oft er slegið fram, að uppgang öfgahægriflokka megi fyrst og síðast rekja til útlendingahaturs, andstöðu við flóttamenn og vaxandi þjóðernishyggju, þá segja stjórnmálskýrendur sem breska blaðið The Guardian ræddi við í ítarlegri úttekt á dögunum, að svo sé alls ekki. Catherine de Vries, stjórnmálafræðingur við Bocconi háskólann á Ítalíu segir í samtali við blaðið að ef eitthvað, þá sé ungt fólk jákvæðara í garð innflytjenda en það sem eldra er. Það sem ráði för sé miklu frekar bágborið og versnandi ástand í heilbrigðis- og húsnæðismálum margra ríkja í Evrópu sem leiði til þverrandi trausts fólks á hinum rótgrónu og hefðbundnu stjórnmálaflokkum. Unga fólkið sé bara fyrst og fremst í leit að öryggi. Franski félagsfræðingurinn Pierre Rosanvallon, sagði nýlega í samtali við spænska dagblaðið El País að stórum hluta samfélagsins fyndist gjáin á milli hinnar ríkjandi elítu og almúgans fara hraðvaxandi. Þar með þverri traustið á hefðbundnum stjórnmálamönnum og um leið á stofnunum ríkisins. Þetta opni leið fyrir flokka og popúlista á jaðrinum sem bjóði skyndilausnir í glæstum umbúðum. Spánn Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira
Víða á meginlandi Evrópu hafa flokkar lengst til hægri unnið góða sigra í kosningum á síðustu misserum. Nú síðast í Hollandi þar sem Frelsisflokkurinn, undir forystu Geert Wilders, afrekaði það að verða stærsti flokkur Hollands. Stjórnmálaskýrendur telja að þennan vaxandi stuðning við flokka sem sumir hverjir eru skilgreindir sem öfgahægriflokkar, megi fyrst og fremst rekja til ungra kjósenda. Þannig hlaut þjóðernisflokkur Marine Le Pen í Frakklandi 40% atkvæða yngstu kjósenda og 49% atkvæða kjósenda á aldrinum 25-34 ára í kosningunum í fyrra. Og Bræðralag Ítalíu, hægri flokkur Giorgiu Meloni, forsætisráðherra landsins, er stærsti flokkur landsins á meðal yngstu kjósendanna. Sömu þróun má sjá víðar; í Svíþjóð, Finnlandi, Þýskalandi, Austurríki, Ungverjalandi og víðar. En hvað veldur? Ólíkt því sem oft er slegið fram, að uppgang öfgahægriflokka megi fyrst og síðast rekja til útlendingahaturs, andstöðu við flóttamenn og vaxandi þjóðernishyggju, þá segja stjórnmálskýrendur sem breska blaðið The Guardian ræddi við í ítarlegri úttekt á dögunum, að svo sé alls ekki. Catherine de Vries, stjórnmálafræðingur við Bocconi háskólann á Ítalíu segir í samtali við blaðið að ef eitthvað, þá sé ungt fólk jákvæðara í garð innflytjenda en það sem eldra er. Það sem ráði för sé miklu frekar bágborið og versnandi ástand í heilbrigðis- og húsnæðismálum margra ríkja í Evrópu sem leiði til þverrandi trausts fólks á hinum rótgrónu og hefðbundnu stjórnmálaflokkum. Unga fólkið sé bara fyrst og fremst í leit að öryggi. Franski félagsfræðingurinn Pierre Rosanvallon, sagði nýlega í samtali við spænska dagblaðið El País að stórum hluta samfélagsins fyndist gjáin á milli hinnar ríkjandi elítu og almúgans fara hraðvaxandi. Þar með þverri traustið á hefðbundnum stjórnmálamönnum og um leið á stofnunum ríkisins. Þetta opni leið fyrir flokka og popúlista á jaðrinum sem bjóði skyndilausnir í glæstum umbúðum.
Spánn Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira