Komu höndum yfir ætlanir Hamas fyrir ári Samúel Karl Ólason skrifar 1. desember 2023 14:33 Áætlað er að um þrjú þúsund manns hafi tekið þátt í árásum Hamas þann 7. október. Ísraelar voru sannfærðir um að leiðtogar samtakanna hefðu ekki getu né vilja til að gera þessar árásir. Ísraelskir embættismenn komu höndum yfir árásaráætlanir Hamas fyrir árásirnar þann 7. október fyrir meira en ári síðan. Áætlunin var þó flokkuð sem óraunhæf, miðað við getu Hamas, og hunsuð. Áætlunin, sem fékk heitið „Jericho Wall“ hjá yfirvöldum í Ísrael lýsti, samkvæmt blaðamönnum New York Times sem hafa séð hana, nákvæmlega hvernig árásir Hamas-liða voru gerðar í október og leiddu til dauða um 1.200 manns. Í umræddu skjali, sem telur fjörutíu blaðsíður, er lýst hvernig hægt væri að brjóta leið gegnum varnir Ísraela kringum Gasaströndina í skyndiáhlaupi, taka stjórn á ísraelskum borgum og gera áhlaup á mikilvægar herstöðvar Ísraelshers á svæðinu. Í grein NYT segir að Hamas-liðar hafi fylgt þessari áætlun eftir þann 7. október. Árásirnar hafi byrjað á umfangsmiklum eldflaugaárásum á Ísrael, svo hermenn leituðu skjóls í byrgjum, og drónaárásum á varðstöðvar á landamærunum sem ætlað var að granda öryggismyndavélum og fjarstýrðum vélbyssum. Eftir það segir áætlunin að vígamenn eigi að streyma inn í Ísrael í gegnum göt á landamæragirðingunum, á svifdrekum mótorhjólum og annarskonar farartækjum. Þetta gerðist allt þann 7. október en talið er að um þrjú þúsund manns hafi tekið þátt í árásunum. Óljóst er hve margir þeirra voru meðlimir Hamas eða annarra vígahópa. Blaðamenn NYT segja að skjalið innihaldi upplýsingar um varnir Ísraela á svæðinu, mikilvæga innviði og aðrar viðkvæmar upplýsingar. Það veki spurningar um hvernig leiðtogar Hamas-öfluðu þessara upplýsingar og hvort einhverju hafi verið lekið til þeirra. Skjalinu var dreift milli leiðtoga í ísraelska hernum og innan leyniþjónusta landsins. Þar var komist að þeirri niðurstöðu að Hamas hefði ekki burði til að gera árásir sem þessar. Í grein NYT segir að óljóst sé hvort Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, og aðrir af æðstu leiðtogum ríkisins hafi séð skjalið. Varaði við æfingu Hamas Í sumar varaði reyndur greinandi í einni af leyniþjónustum Ísrael við því að Hamas-liðar virtust hafa gert umfangsmikla æfingu sem líktist áætlunum í umræddu skjali. Æfingin hefði tekið heilan dag og verið í samræmi við Jericho Wall. „Þetta er áætlun um að hefja stríð. Ekki til að ráðast á eitt þorp.“ Þessi viðvörun greinandans var einnig hunsuð. Í einrúmi segja embættismenn að hefði verið brugðist við viðvöruninni og áðurnefndu skjali og hefði herinn sent liðsauka til suðurs, hefði mögulega verið hægt að koma í veg fyrir árásina. Innan stjórnkerfis Ísrael ríkti sú staðfasta trú að leiðtogar Hamas hefðu hvorki getu né vilja til að gera árásir eins og þær sem gerðar voru í október. Þessi trú hefði verið svo rótgróin að vísbendingar um annað hefðu verið hunsaðar. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Tengdar fréttir Vopnahlé runnið út í sandinn á Gasa Friðurinn á Gasa er úti eftir að ísraelsher gerði loftárásir á Rafah borg í suðurhluta Gasa strandarinnar í morgun. 1. desember 2023 06:44 Mannskæð skotárás í Jerúsalem Þrír Ísraelar létu lífið og 16 særðust þegar tveir Palestínumenn hófu skothríð á biðskýli strætisvagna í vesturhluta Jerúsalemborgar í morgun, samkvæmt ísraelskum lögregluyfirvöldum. 30. nóvember 2023 23:03 Þrír ísraelskir gíslar taldir af eftir sprengingar Ísraelshers Samningaviðræður Ísraels og Hamas um framlengingu vopnahlés leystust upp í dag þegar Hamas tilkynnti að fjölskylda ísraelskra gísla hafi látið lífið í sprengingu Ísraelshers á Gasaströndina í morgun. Tíu mánaða barn sé þar á meðal. 29. nóvember 2023 18:36 Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Sjá meira
Áætlunin, sem fékk heitið „Jericho Wall“ hjá yfirvöldum í Ísrael lýsti, samkvæmt blaðamönnum New York Times sem hafa séð hana, nákvæmlega hvernig árásir Hamas-liða voru gerðar í október og leiddu til dauða um 1.200 manns. Í umræddu skjali, sem telur fjörutíu blaðsíður, er lýst hvernig hægt væri að brjóta leið gegnum varnir Ísraela kringum Gasaströndina í skyndiáhlaupi, taka stjórn á ísraelskum borgum og gera áhlaup á mikilvægar herstöðvar Ísraelshers á svæðinu. Í grein NYT segir að Hamas-liðar hafi fylgt þessari áætlun eftir þann 7. október. Árásirnar hafi byrjað á umfangsmiklum eldflaugaárásum á Ísrael, svo hermenn leituðu skjóls í byrgjum, og drónaárásum á varðstöðvar á landamærunum sem ætlað var að granda öryggismyndavélum og fjarstýrðum vélbyssum. Eftir það segir áætlunin að vígamenn eigi að streyma inn í Ísrael í gegnum göt á landamæragirðingunum, á svifdrekum mótorhjólum og annarskonar farartækjum. Þetta gerðist allt þann 7. október en talið er að um þrjú þúsund manns hafi tekið þátt í árásunum. Óljóst er hve margir þeirra voru meðlimir Hamas eða annarra vígahópa. Blaðamenn NYT segja að skjalið innihaldi upplýsingar um varnir Ísraela á svæðinu, mikilvæga innviði og aðrar viðkvæmar upplýsingar. Það veki spurningar um hvernig leiðtogar Hamas-öfluðu þessara upplýsingar og hvort einhverju hafi verið lekið til þeirra. Skjalinu var dreift milli leiðtoga í ísraelska hernum og innan leyniþjónusta landsins. Þar var komist að þeirri niðurstöðu að Hamas hefði ekki burði til að gera árásir sem þessar. Í grein NYT segir að óljóst sé hvort Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, og aðrir af æðstu leiðtogum ríkisins hafi séð skjalið. Varaði við æfingu Hamas Í sumar varaði reyndur greinandi í einni af leyniþjónustum Ísrael við því að Hamas-liðar virtust hafa gert umfangsmikla æfingu sem líktist áætlunum í umræddu skjali. Æfingin hefði tekið heilan dag og verið í samræmi við Jericho Wall. „Þetta er áætlun um að hefja stríð. Ekki til að ráðast á eitt þorp.“ Þessi viðvörun greinandans var einnig hunsuð. Í einrúmi segja embættismenn að hefði verið brugðist við viðvöruninni og áðurnefndu skjali og hefði herinn sent liðsauka til suðurs, hefði mögulega verið hægt að koma í veg fyrir árásina. Innan stjórnkerfis Ísrael ríkti sú staðfasta trú að leiðtogar Hamas hefðu hvorki getu né vilja til að gera árásir eins og þær sem gerðar voru í október. Þessi trú hefði verið svo rótgróin að vísbendingar um annað hefðu verið hunsaðar.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Tengdar fréttir Vopnahlé runnið út í sandinn á Gasa Friðurinn á Gasa er úti eftir að ísraelsher gerði loftárásir á Rafah borg í suðurhluta Gasa strandarinnar í morgun. 1. desember 2023 06:44 Mannskæð skotárás í Jerúsalem Þrír Ísraelar létu lífið og 16 særðust þegar tveir Palestínumenn hófu skothríð á biðskýli strætisvagna í vesturhluta Jerúsalemborgar í morgun, samkvæmt ísraelskum lögregluyfirvöldum. 30. nóvember 2023 23:03 Þrír ísraelskir gíslar taldir af eftir sprengingar Ísraelshers Samningaviðræður Ísraels og Hamas um framlengingu vopnahlés leystust upp í dag þegar Hamas tilkynnti að fjölskylda ísraelskra gísla hafi látið lífið í sprengingu Ísraelshers á Gasaströndina í morgun. Tíu mánaða barn sé þar á meðal. 29. nóvember 2023 18:36 Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Sjá meira
Vopnahlé runnið út í sandinn á Gasa Friðurinn á Gasa er úti eftir að ísraelsher gerði loftárásir á Rafah borg í suðurhluta Gasa strandarinnar í morgun. 1. desember 2023 06:44
Mannskæð skotárás í Jerúsalem Þrír Ísraelar létu lífið og 16 særðust þegar tveir Palestínumenn hófu skothríð á biðskýli strætisvagna í vesturhluta Jerúsalemborgar í morgun, samkvæmt ísraelskum lögregluyfirvöldum. 30. nóvember 2023 23:03
Þrír ísraelskir gíslar taldir af eftir sprengingar Ísraelshers Samningaviðræður Ísraels og Hamas um framlengingu vopnahlés leystust upp í dag þegar Hamas tilkynnti að fjölskylda ísraelskra gísla hafi látið lífið í sprengingu Ísraelshers á Gasaströndina í morgun. Tíu mánaða barn sé þar á meðal. 29. nóvember 2023 18:36
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent