Íslenski boltinn

Yfir­lýsingar að vænta frá KR vegna Ole Martin

Aron Guðmundsson skrifar
Norðmaðurinn Ole Martin Nesselquist kom inn í þjálfarateymi KR fyrir síðasta tímabil 
Norðmaðurinn Ole Martin Nesselquist kom inn í þjálfarateymi KR fyrir síðasta tímabil  vísir/Diego

Háværar sögusagnir þess efnis að Ole Martin Nes­selquist sé hættur sem að­stoðar­þjálfari karla­liðs KR í fót­bolta eru nú á kreiki. 

Þetta herma meðal annars heimildir vefsíðunnar Fótbolti.net en í samtali við Vísi vildi Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR lítið tjá sig. Hann sagði þó að yfirlýsingar væri að vænta frá félaginu.

Ole Martin var ráðinn inn sem að­stoðar­maður Rúnars Kristins­sonar fyrir síðasta tíma­bili. Undir lok þess tíma­bils var síðan greint frá því að samningur Rúnars og KR yrði ekki fram­lengdur og fór þá af stað þjálfara­leit hjá fé­laginu.

Henni lauk með því að Bretinn Greg Ryder var ráðinn þjálfari liðsins undir lok síðasta mánaðar.Sömu­leiðis hefur Rúnar Kristins­son verið ráðinn þjálfari Fram og í kjöl­farið á ráðningu hans fóru af stað há­værar sögu­sagnir þess efnis að Ole Martin myndi fylgja honum í Úlfarsár­dalinn.

Vísir bar þær sögusagnir undir Pál Kristjánsson eftir að Ryder hafði verið kynntur sem nýr þjálfari KR: 

„Hann er bara samningbundinn KR sem aðstoðarþjálfari,“ sagði Páll þá um stöðu mála hjá Ole Martin.

Býstu við að hann verði áfram og starfi með Gregg Ryder?

„Já ég sé ekkert annað í stöðunni eins og hún er í dag.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


×