Vopnahléið hefst í fyrramálið og þrettán gíslum sleppt Samúel Karl Ólason skrifar 23. nóvember 2023 15:05 Þúsundir íbúa Gasastrandarinnar hafa fallið í linnulausum loftárásum Ísrael síðustu sjö vikur. AP/Abed Khaled Vopnahlé milli ísraelska hersins og Hamas-samtakanna hefst klukkan fimm í fyrramálið, að íslenskum tíma. Það er klukkan sjö að staðartíma. Þá verður fyrstu gíslunum sleppt fyrir fólk í haldi Ísraela klukkan sex seinni partinn á morgun. Forsvarsmenn Hamas-samtakanna segja í yfirlýsingu að fimmtíu gíslum í þeirra haldi, konur, börn og ungt fólk undir nítján ára aldri, verði skipt fyrir 150 konur, börn og ungt fólk undir nítján ára aldri í haldi Ísraela. Samkvæmt Hamas munu Ísraelar hætta loftárásum á suðurhluta Gasastrandarinnar á meðan vopnahléið stendur yfir. Þeir eiga einnig að hætta árásum milli tíu og fjögur að degi til á norðurhlutanum. Samkomulagið felur einnig í sér að tvö hundruð flutningabílar með matvælum, lyfjum og öðrum nauðsynjum verði hleypt inn á Gasaströndina og sömuleiðis verði fjórum olíu- og gasflutningabílum hleypt inn á degi hverjum. Sleppa fimmtíu fyrir 150 Talsmaður utanríkisráðuneytis Katar sagði í dag að þrettán ísraelskum gíslum yrði sleppt klukkan sex á morgun. Þá verður væntanlega 39 Palestínumönnum sleppt úr haldi Ísraela. Times of Israel hefur eftir talsmanninum að mest áhersla hafi verið lögð á að losa konur og börn úr haldi og vonast sé til að áframhaldandi viðræður muni leiða til áframhaldandi friðar. Talið er að um 240 manns séu í haldi Hamas, eftir árásir vígamanna á suðurhluta Ísrael þann 7. október. Ráðamenn í Palestínu segjast vera komnir með lista yfir þá gísla sem sleppa á úr haldi á morgun og verið sé að hafa samband við fjölskyldur þeirra. Ísraelar og leiðtogar Hamas hafa átt í viðræðum um nokkuð skeið, með aðkomu yfirvalda í Katar og Bandaríkjunum. Fregnir hafa þó nokkrum sinnum borist af því að samkomulag hafi verið í myndinni en það raungerðist svo fyrr í vikunni. Vopnahléið átti að hefjast í dag en var frestað til morguns. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Katar Hernaður Tengdar fréttir Segja samkomulagið ekki munu taka gildi fyrr en á morgun Samkomulag um hlé á átökum á Gasa gegn lausn gísla mun ekki taka gildi fyrr en í fyrsta lagi á morgun, segja embættismenn í Ísrael og Bandaríkjunum. 23. nóvember 2023 06:57 Sömdu um lausn 50 gísla gegn fjögurra daga hléi á átökum Ísraelsmenn og Hamas-samtökin hafa komist að samkomulagi um lausn 50 gísla úr haldi Hamas á fjórum dögum gegn hléi á átökum á Gasa. Um verður að ræða börn og konur og hafa Ísraelar samþykkt að frelsa 150 börn og konur úr fangelsum sínum. 22. nóvember 2023 06:25 Slíta stjórnmálasambandi við Ísrael þar til vopnahlé verður samþykkt Löggjafarþing Suður-Afríku hefur samþykkt tillögu þess efnis að sendiráði Ísraels í landinu verði lokað og stjórnmálasambandi ríkjanna tveggja slitið, uns Ísrael samþykkir vopnahlé á Gasa. 21. nóvember 2023 17:53 Samkomulag um vopnahlé í sjónmáli Ráðherrar í ríkisstjórn Ísrael munu koma saman á fundi seinni partinn, þar sem þeir munu ræða samkomulag um að skipta á föngum fyrir gísla í haldi Hamas og mögulegt vopnahlé á Gasaströndinni. Samkomulag er sagt vera næstum því í höfn. 21. nóvember 2023 14:58 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Erlent Fleiri fréttir Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Sjá meira
Forsvarsmenn Hamas-samtakanna segja í yfirlýsingu að fimmtíu gíslum í þeirra haldi, konur, börn og ungt fólk undir nítján ára aldri, verði skipt fyrir 150 konur, börn og ungt fólk undir nítján ára aldri í haldi Ísraela. Samkvæmt Hamas munu Ísraelar hætta loftárásum á suðurhluta Gasastrandarinnar á meðan vopnahléið stendur yfir. Þeir eiga einnig að hætta árásum milli tíu og fjögur að degi til á norðurhlutanum. Samkomulagið felur einnig í sér að tvö hundruð flutningabílar með matvælum, lyfjum og öðrum nauðsynjum verði hleypt inn á Gasaströndina og sömuleiðis verði fjórum olíu- og gasflutningabílum hleypt inn á degi hverjum. Sleppa fimmtíu fyrir 150 Talsmaður utanríkisráðuneytis Katar sagði í dag að þrettán ísraelskum gíslum yrði sleppt klukkan sex á morgun. Þá verður væntanlega 39 Palestínumönnum sleppt úr haldi Ísraela. Times of Israel hefur eftir talsmanninum að mest áhersla hafi verið lögð á að losa konur og börn úr haldi og vonast sé til að áframhaldandi viðræður muni leiða til áframhaldandi friðar. Talið er að um 240 manns séu í haldi Hamas, eftir árásir vígamanna á suðurhluta Ísrael þann 7. október. Ráðamenn í Palestínu segjast vera komnir með lista yfir þá gísla sem sleppa á úr haldi á morgun og verið sé að hafa samband við fjölskyldur þeirra. Ísraelar og leiðtogar Hamas hafa átt í viðræðum um nokkuð skeið, með aðkomu yfirvalda í Katar og Bandaríkjunum. Fregnir hafa þó nokkrum sinnum borist af því að samkomulag hafi verið í myndinni en það raungerðist svo fyrr í vikunni. Vopnahléið átti að hefjast í dag en var frestað til morguns.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Katar Hernaður Tengdar fréttir Segja samkomulagið ekki munu taka gildi fyrr en á morgun Samkomulag um hlé á átökum á Gasa gegn lausn gísla mun ekki taka gildi fyrr en í fyrsta lagi á morgun, segja embættismenn í Ísrael og Bandaríkjunum. 23. nóvember 2023 06:57 Sömdu um lausn 50 gísla gegn fjögurra daga hléi á átökum Ísraelsmenn og Hamas-samtökin hafa komist að samkomulagi um lausn 50 gísla úr haldi Hamas á fjórum dögum gegn hléi á átökum á Gasa. Um verður að ræða börn og konur og hafa Ísraelar samþykkt að frelsa 150 börn og konur úr fangelsum sínum. 22. nóvember 2023 06:25 Slíta stjórnmálasambandi við Ísrael þar til vopnahlé verður samþykkt Löggjafarþing Suður-Afríku hefur samþykkt tillögu þess efnis að sendiráði Ísraels í landinu verði lokað og stjórnmálasambandi ríkjanna tveggja slitið, uns Ísrael samþykkir vopnahlé á Gasa. 21. nóvember 2023 17:53 Samkomulag um vopnahlé í sjónmáli Ráðherrar í ríkisstjórn Ísrael munu koma saman á fundi seinni partinn, þar sem þeir munu ræða samkomulag um að skipta á föngum fyrir gísla í haldi Hamas og mögulegt vopnahlé á Gasaströndinni. Samkomulag er sagt vera næstum því í höfn. 21. nóvember 2023 14:58 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Erlent Fleiri fréttir Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Sjá meira
Segja samkomulagið ekki munu taka gildi fyrr en á morgun Samkomulag um hlé á átökum á Gasa gegn lausn gísla mun ekki taka gildi fyrr en í fyrsta lagi á morgun, segja embættismenn í Ísrael og Bandaríkjunum. 23. nóvember 2023 06:57
Sömdu um lausn 50 gísla gegn fjögurra daga hléi á átökum Ísraelsmenn og Hamas-samtökin hafa komist að samkomulagi um lausn 50 gísla úr haldi Hamas á fjórum dögum gegn hléi á átökum á Gasa. Um verður að ræða börn og konur og hafa Ísraelar samþykkt að frelsa 150 börn og konur úr fangelsum sínum. 22. nóvember 2023 06:25
Slíta stjórnmálasambandi við Ísrael þar til vopnahlé verður samþykkt Löggjafarþing Suður-Afríku hefur samþykkt tillögu þess efnis að sendiráði Ísraels í landinu verði lokað og stjórnmálasambandi ríkjanna tveggja slitið, uns Ísrael samþykkir vopnahlé á Gasa. 21. nóvember 2023 17:53
Samkomulag um vopnahlé í sjónmáli Ráðherrar í ríkisstjórn Ísrael munu koma saman á fundi seinni partinn, þar sem þeir munu ræða samkomulag um að skipta á föngum fyrir gísla í haldi Hamas og mögulegt vopnahlé á Gasaströndinni. Samkomulag er sagt vera næstum því í höfn. 21. nóvember 2023 14:58