Sömdu um lausn 50 gísla gegn fjögurra daga hléi á átökum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. nóvember 2023 06:25 Samkomulagið felur í sér aukna mannúðaraðstoð á Gasa, meðal annars eldsneyti til að koma sjúkrahúsum á svæðinu aftur í gang. AP/Mohammed Dahman Ísraelsmenn og Hamas-samtökin hafa komist að samkomulagi um lausn 50 gísla úr haldi Hamas á fjórum dögum gegn hléi á átökum á Gasa. Um verður að ræða börn og konur og hafa Ísraelar samþykkt að frelsa 150 börn og konur úr fangelsum sínum. Það voru stjórnvöld í Katar sem áttu milligöngu um samkomulagið ásamt Egyptum og Bandaríkjamönnum. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur fagnað samkomulaginu og segir mikilvægt að það nái fram að ganga. Það felur einnig í sér aukna mannúðaraðstoð á svæðinu. Bandarískur embættismaður sem staðfesti að samkomulagið væri í höfn greindi frá því að það væri þannig upp byggt að til staðar væri hvati fyrir Hamas til að sleppa fleiri gíslum af þeim um 240 sem samtökin og aðrir aðilar fjandsamlegir Ísrael eru taldir hafa í haldi. Í yfirlýsingu frá skrifstofu forsætisráðherra Ísrael sagði að möguleiki væri á að framlengja hlé á átökum um einn dag fyrir hverja tíu gísla sem verður sleppt. Ekki hefur verið greint frá því hvenær hléið hefst en Benjamin Netanyahu forsætisráðherra sagði á ríkisstjórnarfundi að fyrsta gíslinum yrði sleppt innan 48 klukkustunda. Hamas-samtökin hafa sömuleiðis staðfest að samkomulag liggi fyrir. Segja samtökin Ísraelsmenn hafa samþykkt að hætta loftárásum á suðurhluta Gasa á umræddum fjórum dögum og takmarka aðgerðir á norðurhluta svæðisins við sex tíma á dag. Þá segja samtökin Ísraelsmenn hafa samþykkt að engar handtökur eigi sér stað á tímabilinu. Þrátt fyrir samkomulagið hefur Netanyahu ítrekað að stríðinu sé ekki lokið; því muni ekki ljúka fyrr en allir gíslarnir séu komnir heim og Ísraelsmenn hafa náð öllum markmiðum sínum. Forsætisráðherrann hefur heitið því að útrýma Hamas. Af þeim um 240 gíslum sem eru í haldi er um helmingur hermenn og um helmingur Ísraelsmenn. Næstum helmingur er sagður hafa tvöfalt ríkisfang. Eins og fyrr segir eru þeir ekki allir í haldi Hamas og það kann að reynast samtökunum erfitt að hafa uppi á þeim sem eru í haldi annarra hópa. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Fleiri fréttir Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Sjá meira
Það voru stjórnvöld í Katar sem áttu milligöngu um samkomulagið ásamt Egyptum og Bandaríkjamönnum. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur fagnað samkomulaginu og segir mikilvægt að það nái fram að ganga. Það felur einnig í sér aukna mannúðaraðstoð á svæðinu. Bandarískur embættismaður sem staðfesti að samkomulagið væri í höfn greindi frá því að það væri þannig upp byggt að til staðar væri hvati fyrir Hamas til að sleppa fleiri gíslum af þeim um 240 sem samtökin og aðrir aðilar fjandsamlegir Ísrael eru taldir hafa í haldi. Í yfirlýsingu frá skrifstofu forsætisráðherra Ísrael sagði að möguleiki væri á að framlengja hlé á átökum um einn dag fyrir hverja tíu gísla sem verður sleppt. Ekki hefur verið greint frá því hvenær hléið hefst en Benjamin Netanyahu forsætisráðherra sagði á ríkisstjórnarfundi að fyrsta gíslinum yrði sleppt innan 48 klukkustunda. Hamas-samtökin hafa sömuleiðis staðfest að samkomulag liggi fyrir. Segja samtökin Ísraelsmenn hafa samþykkt að hætta loftárásum á suðurhluta Gasa á umræddum fjórum dögum og takmarka aðgerðir á norðurhluta svæðisins við sex tíma á dag. Þá segja samtökin Ísraelsmenn hafa samþykkt að engar handtökur eigi sér stað á tímabilinu. Þrátt fyrir samkomulagið hefur Netanyahu ítrekað að stríðinu sé ekki lokið; því muni ekki ljúka fyrr en allir gíslarnir séu komnir heim og Ísraelsmenn hafa náð öllum markmiðum sínum. Forsætisráðherrann hefur heitið því að útrýma Hamas. Af þeim um 240 gíslum sem eru í haldi er um helmingur hermenn og um helmingur Ísraelsmenn. Næstum helmingur er sagður hafa tvöfalt ríkisfang. Eins og fyrr segir eru þeir ekki allir í haldi Hamas og það kann að reynast samtökunum erfitt að hafa uppi á þeim sem eru í haldi annarra hópa.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Fleiri fréttir Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Sjá meira