Hvöss sunnanátt með rigningu og gular viðvaranir Atli Ísleifsson skrifar 21. nóvember 2023 07:19 Gular viðvaranir taka gildi alls staðar á landinu nema á höfuðborgarsvæðinu, Suðausturlandi og Austurlandi að Glettingi í dag og gilda til morguns. Vísir/Vilhelm Djúp lægð vestur við Grænland þokast nú norðaustur og veldur allhvassri eða hvassri sunnanátt með rigningu og talsverðri úrkomu syðra. Gular veðurviðvaranir vegna hvassviðris eru í eða taka gildi víða á landinu. Í hugleiðingum veðurfræðings segir að það verði suðvestlægari vindur upp úr hádegi og kólni með skúrum eða éljum. Þá taki hríðarviðvaranir gildi. Á norðaustanverðu landinu verði úrkoma þó með minnsta móti. Spákort fyrir klukkan níu í dag.Veðurstofan „Áfram hvöss vestanátt með éljum eða skúrum framan af morgundegi, en dregur síðar hægt og bítandi úr vindi og snýst í norðankalda norðanlands um kvöldið. Hryssingslegt haustveður í dag og á morgun og eru því ferðalangar hvattir til að kynna sér veðurviðvaranir og -spár ásamt færð á vegum áður en lagt er af stað. Staðan klukkan 22 í kvöld.Veðurstofan Útlit fyrir norðlæga átt á fimmtudag, víða bjart og svalt veður, en strekkingur og dálítil él norðaustanlands framan af degi,“ segir á vef Veðurstofunnar. Gular viðvaranir hafa þegar tekið eða munu taka gildi alls staðar á landinu nema á höfuðborgarsvæðinu, Suðausturlandi og Austurlandi að Glettingi í dag og gilda til morguns. Hríðarviðvaranir hafa þegar eða munu taka gildi síðar í dag.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á miðvikudag: Vestan og suðvestan 13-20 m/s, hvassast suðvestantil, en norðaustan 8-13 á Norðurlandi. Víða él, en yfirleitt þurrt austanlands, en dregur smám saman úr vindi seinnipartinn. Hiti 0 til 4 stig. Á fimmtudag: Norðvestan 10-18 m/s og dálítil él norðaustantil framan af degi, en annars norðlæg átt, 3-10 og yfirleitt léttskýjað. Frost 0 til 8 stig, minnst við sjávarsíðuna. Á föstudag og laugardag: Hæg breytileg átt, bjart með köflum og hægt hlýnandi veður. Á sunnudag: Suðaustlæg átt og skýjað að mestu. Hiti nærri frostmarki. Á mánudag: Útlit fyrir suðlæga og síðar vestlæga átt með rigningu eða slyddu, en lengst af þurrviðri norðaustanlands. Veður Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Víða rigning með köflum og bætir í vind í kvöld Róleg austanátt en hvessir á morgun Víða rigning og kólnar í veðri Minnkandi norðlæg átt en bætir í vind á morgun Þurrt og bjart suðvestantil en snjór og él víða Líkur á smá slyddu og snjókomu syðst Stíf norðvestlæg átt ásamt ofankomu Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Óvissustig á vegi milli Kirkjubæjarklausturs og Jökulsárlóns Gular veðurviðvaranir framundan Útlit fyrir hríðarveður á austasta hluta landsins í kvöld Frost og hægur vindur Norðaustlæg átt og allvíða él Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Vara við eldingum á Suðausturlandi Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Áfram kalt á landinu Óvenjulega hlýr desember Áfram kalt og lægðir sækja að landinu Hægir vindar og snjókoma norðan- og austantil Þykknar upp og snjóar Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Rólegt veður en kalt næstu daga Kólnar verulega á fyrstu dögum ársins Gular viðvaranir taka gildi Hvessir þegar líður á daginn Spáin fyrir gamlárskvöld að teiknast upp Frystir norðaustantil í kvöld Væta vestantil eftir hádegi Kuldaskil á leið yfir landið Sjá meira
Í hugleiðingum veðurfræðings segir að það verði suðvestlægari vindur upp úr hádegi og kólni með skúrum eða éljum. Þá taki hríðarviðvaranir gildi. Á norðaustanverðu landinu verði úrkoma þó með minnsta móti. Spákort fyrir klukkan níu í dag.Veðurstofan „Áfram hvöss vestanátt með éljum eða skúrum framan af morgundegi, en dregur síðar hægt og bítandi úr vindi og snýst í norðankalda norðanlands um kvöldið. Hryssingslegt haustveður í dag og á morgun og eru því ferðalangar hvattir til að kynna sér veðurviðvaranir og -spár ásamt færð á vegum áður en lagt er af stað. Staðan klukkan 22 í kvöld.Veðurstofan Útlit fyrir norðlæga átt á fimmtudag, víða bjart og svalt veður, en strekkingur og dálítil él norðaustanlands framan af degi,“ segir á vef Veðurstofunnar. Gular viðvaranir hafa þegar tekið eða munu taka gildi alls staðar á landinu nema á höfuðborgarsvæðinu, Suðausturlandi og Austurlandi að Glettingi í dag og gilda til morguns. Hríðarviðvaranir hafa þegar eða munu taka gildi síðar í dag.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á miðvikudag: Vestan og suðvestan 13-20 m/s, hvassast suðvestantil, en norðaustan 8-13 á Norðurlandi. Víða él, en yfirleitt þurrt austanlands, en dregur smám saman úr vindi seinnipartinn. Hiti 0 til 4 stig. Á fimmtudag: Norðvestan 10-18 m/s og dálítil él norðaustantil framan af degi, en annars norðlæg átt, 3-10 og yfirleitt léttskýjað. Frost 0 til 8 stig, minnst við sjávarsíðuna. Á föstudag og laugardag: Hæg breytileg átt, bjart með köflum og hægt hlýnandi veður. Á sunnudag: Suðaustlæg átt og skýjað að mestu. Hiti nærri frostmarki. Á mánudag: Útlit fyrir suðlæga og síðar vestlæga átt með rigningu eða slyddu, en lengst af þurrviðri norðaustanlands.
Veður Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Víða rigning með köflum og bætir í vind í kvöld Róleg austanátt en hvessir á morgun Víða rigning og kólnar í veðri Minnkandi norðlæg átt en bætir í vind á morgun Þurrt og bjart suðvestantil en snjór og él víða Líkur á smá slyddu og snjókomu syðst Stíf norðvestlæg átt ásamt ofankomu Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Óvissustig á vegi milli Kirkjubæjarklausturs og Jökulsárlóns Gular veðurviðvaranir framundan Útlit fyrir hríðarveður á austasta hluta landsins í kvöld Frost og hægur vindur Norðaustlæg átt og allvíða él Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Vara við eldingum á Suðausturlandi Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Áfram kalt á landinu Óvenjulega hlýr desember Áfram kalt og lægðir sækja að landinu Hægir vindar og snjókoma norðan- og austantil Þykknar upp og snjóar Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Rólegt veður en kalt næstu daga Kólnar verulega á fyrstu dögum ársins Gular viðvaranir taka gildi Hvessir þegar líður á daginn Spáin fyrir gamlárskvöld að teiknast upp Frystir norðaustantil í kvöld Væta vestantil eftir hádegi Kuldaskil á leið yfir landið Sjá meira