Erfið fíkn kom fyrrverandi markverði Liverpool næstum í gröfina Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. nóvember 2023 13:31 Chris Kirkland lék 45 leiki með Liverpool. getty/Alex Livesey Chris Kirkland, fyrrverandi markvörður Liverpool, var háður verkjalyfinu Tramadol og fíknin varð honum næstum því að aldurtila. Kirkland, sem lék með Liverpool á árunum 2001-06, hefur verið opinskár og ófeiminn að tjá sig um fíkn sína í Tramadol. Hann segist hafa verið á barmi þess að fremja sjálfsmorð og skammturinn sem hann tók af Tramadol á dag hafi verið ansi stór. „Þegar ég fór í meðferð komst ég að því að ég var að taka það sem jafngilti því að sprauta sig sex sinnum með heróíni á dag. Þetta er djöfullegt, djöfullegt dóp. Þetta var nálægt því og hefði átt að drepa mig,“ sagði Kirkland. „Fyrst lætur þetta þér líða vel, ef þú ert kvíðinn eða eitthvað svoleiðis. Ég notaði þetta við verkjum en aðallega við kvíða. En þetta fer illa með hausinn á þér. Eftir þrjá mánuði vissi ég að ég var í vandræðum, ég var orðinn háður því. Á endanum byggirðu upp svo mikið þol við því að þetta gerir nánast ekki neitt. Líkaminn þarf þetta bara því þú ert háður þessu.“ Kirkland tók Tramadol í síðasta sinn í apríl í fyrra. Við tóku fráhvörf sem hann lýsir sem afar erfiðum. „Ég myndi ekki óska neinum þess að upplifa þessa 7-8 daga. Ég var með með ofskynjanir, í stöðugu svitakasti, kalt, ældi, verkjaði og var með krampa um allan líkamann. Ég svaf ekki í 5-6 daga. Konan mín svaf í næsta herbergi því ég var alltaf að velta mér og kom inn til að ganga úr skugga um að ég andaði,“ sagði Kirkland sem byrjaði að taka Tramadol þegar hann meiddist illa er hann lék með Sheffield Wednesday fyrir áratug. Fyrr á þessu ári var greint frá því að Tramadol verði sett á bannlista Alþjóða lyfjaeftirlitsins (WADA). Enski boltinn Fíkn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Í beinni: Tottenham - Aston Villa | Úrvalsdeildarslagur í bikarnum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sjá meira
Kirkland, sem lék með Liverpool á árunum 2001-06, hefur verið opinskár og ófeiminn að tjá sig um fíkn sína í Tramadol. Hann segist hafa verið á barmi þess að fremja sjálfsmorð og skammturinn sem hann tók af Tramadol á dag hafi verið ansi stór. „Þegar ég fór í meðferð komst ég að því að ég var að taka það sem jafngilti því að sprauta sig sex sinnum með heróíni á dag. Þetta er djöfullegt, djöfullegt dóp. Þetta var nálægt því og hefði átt að drepa mig,“ sagði Kirkland. „Fyrst lætur þetta þér líða vel, ef þú ert kvíðinn eða eitthvað svoleiðis. Ég notaði þetta við verkjum en aðallega við kvíða. En þetta fer illa með hausinn á þér. Eftir þrjá mánuði vissi ég að ég var í vandræðum, ég var orðinn háður því. Á endanum byggirðu upp svo mikið þol við því að þetta gerir nánast ekki neitt. Líkaminn þarf þetta bara því þú ert háður þessu.“ Kirkland tók Tramadol í síðasta sinn í apríl í fyrra. Við tóku fráhvörf sem hann lýsir sem afar erfiðum. „Ég myndi ekki óska neinum þess að upplifa þessa 7-8 daga. Ég var með með ofskynjanir, í stöðugu svitakasti, kalt, ældi, verkjaði og var með krampa um allan líkamann. Ég svaf ekki í 5-6 daga. Konan mín svaf í næsta herbergi því ég var alltaf að velta mér og kom inn til að ganga úr skugga um að ég andaði,“ sagði Kirkland sem byrjaði að taka Tramadol þegar hann meiddist illa er hann lék með Sheffield Wednesday fyrir áratug. Fyrr á þessu ári var greint frá því að Tramadol verði sett á bannlista Alþjóða lyfjaeftirlitsins (WADA).
Enski boltinn Fíkn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Í beinni: Tottenham - Aston Villa | Úrvalsdeildarslagur í bikarnum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sjá meira