Áfram árásir á Bandaríkjamenn í Írak og Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 9. nóvember 2023 23:38 Skjáskot úr myndbandi af loftárás Bandaríkjamanna í Sýrlandi í gær. Ráðamenn hafa heitið fleiri árásum, haldi árásir á bandaríska hermenn á svæðinu áfram. AP/Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna Minnst þrjár árásir voru gerðar á bandaríska hermenn í Írak í dag og minnst ein í Sýrlandi í gærkvöldi. Enginn er sagður hafa fallið í þessum árásum. Bandaríkjamenn vörpuðu í gær sprengjum á vopnageymslu byltingarvarða Íran í Sýrlandi í gær og var það gert vegna fjölda árásá vígahópa sem Íranar styðja á bandaríska hermenn í Írak og Sýrlandi. Í einni árásinni var sprengja sprengd nærri bandarískum og írökskum hermönnum við Mosul í Írak en engan sakaði þar, samkvæmt heimildum Reuters. Eitt farartæki hermannanna varð fyrir skemmdum. Í annarri áras í morgun var sjálfsprengidróna flogið að herstöð Bandaríkjanna nærri Baghdad en sá dróni var skotinn niður. Annar dróni var skotinn niður nærri herstöð Bandaríkjanna við Erbil í norðurhluta Írak. Yfirlýsing frá írökskum Kúrdum er frábrugðinn yfirlýsingu yfirvalda í Írak en þar segir að nokkrir drónar hafi verið notaðir við árásina við Erbil og þeir hafi valdið skaða á olíugeymslu. Þá segja Kúrdar að bandarískir hermenn hafi yfirgefið umrædda herstöð í síðasta mánuði. Í frétt CNN segir svo að eldflaugum hafi tvisvar sinnum verið skotið að bandarískum hermönnum í Sýrlandi eftir loftárásina í gær. Þrír hermenn eru sagðir hafa særst lítillega í þessum árásum. Tugir árása og 56 lítillega særðir Í heildina hafa verið gerðar fleiri en fjörutíu árásir á bandaríska hermenn í Írak og Sýrlandi frá því stríðið milli Ísrael og Hamas á Gasaströndinni hófst. 56 hermenn eru sagðir hafa særst í þessum árásum en enginn alvarlega. Bandaríkjamenn kenna vígahópum sem yfirvöld í Íran styðja um árásirnar og gerðu þeir þess vegna árás á vopnageymslu Írana í Sýrlandi í gær. Eftir loftárásirnar í gær varaði Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, við því að fleiri slíkar árásir yrðu gerðar, ef árásirnar á bandaríska hermenn héldu áfram. Sjá einnig: Vörpuðu sprengjum á byltingarverði í Sýrlandi Bandaríski herinn birti myndband af loftárásinni í gær, þegar tvær F-15 herþotur voru notaðar til að varpa sprengjum á vopnageymsluna í Maysulun í Sýrlandi. Bandaríkin Sýrland Írak Íran Hernaður Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Segja Ísraela hafa samþykkt tímabundin hlé Ríkisstjórn Ísrael hefur samþykkt að hætta árásum á Gasaströndina í fjórar klukkustundir á degi hverjum. Með þessu er vonast til þess að fleiri óbreyttir borgarar geti flúið frá norðurhluta Gasa, þar sem barist er á götum Gasaborgar og annarra byggða. 9. nóvember 2023 20:01 Forsætisráðherra Palestínu biðlar til alþjóðasamfélagsins að stilla til friðar Forsætisráðherra Palestínu biðlaði til alþjóðasamfélagsins í dag að þrýsta á endalok stríðsátaka á Gaza og spurði hversu margir þyrftu að deyja og hvað eyðileggingin þyrfti að verða mikil áður nóg væri komið. Alþingi samþykkti ályktun utanríkismálanefndar um átökin á Gaza í dag með öllum greiddum atkvæðum. 9. nóvember 2023 19:21 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Sjá meira
Í einni árásinni var sprengja sprengd nærri bandarískum og írökskum hermönnum við Mosul í Írak en engan sakaði þar, samkvæmt heimildum Reuters. Eitt farartæki hermannanna varð fyrir skemmdum. Í annarri áras í morgun var sjálfsprengidróna flogið að herstöð Bandaríkjanna nærri Baghdad en sá dróni var skotinn niður. Annar dróni var skotinn niður nærri herstöð Bandaríkjanna við Erbil í norðurhluta Írak. Yfirlýsing frá írökskum Kúrdum er frábrugðinn yfirlýsingu yfirvalda í Írak en þar segir að nokkrir drónar hafi verið notaðir við árásina við Erbil og þeir hafi valdið skaða á olíugeymslu. Þá segja Kúrdar að bandarískir hermenn hafi yfirgefið umrædda herstöð í síðasta mánuði. Í frétt CNN segir svo að eldflaugum hafi tvisvar sinnum verið skotið að bandarískum hermönnum í Sýrlandi eftir loftárásina í gær. Þrír hermenn eru sagðir hafa særst lítillega í þessum árásum. Tugir árása og 56 lítillega særðir Í heildina hafa verið gerðar fleiri en fjörutíu árásir á bandaríska hermenn í Írak og Sýrlandi frá því stríðið milli Ísrael og Hamas á Gasaströndinni hófst. 56 hermenn eru sagðir hafa særst í þessum árásum en enginn alvarlega. Bandaríkjamenn kenna vígahópum sem yfirvöld í Íran styðja um árásirnar og gerðu þeir þess vegna árás á vopnageymslu Írana í Sýrlandi í gær. Eftir loftárásirnar í gær varaði Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, við því að fleiri slíkar árásir yrðu gerðar, ef árásirnar á bandaríska hermenn héldu áfram. Sjá einnig: Vörpuðu sprengjum á byltingarverði í Sýrlandi Bandaríski herinn birti myndband af loftárásinni í gær, þegar tvær F-15 herþotur voru notaðar til að varpa sprengjum á vopnageymsluna í Maysulun í Sýrlandi.
Bandaríkin Sýrland Írak Íran Hernaður Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Segja Ísraela hafa samþykkt tímabundin hlé Ríkisstjórn Ísrael hefur samþykkt að hætta árásum á Gasaströndina í fjórar klukkustundir á degi hverjum. Með þessu er vonast til þess að fleiri óbreyttir borgarar geti flúið frá norðurhluta Gasa, þar sem barist er á götum Gasaborgar og annarra byggða. 9. nóvember 2023 20:01 Forsætisráðherra Palestínu biðlar til alþjóðasamfélagsins að stilla til friðar Forsætisráðherra Palestínu biðlaði til alþjóðasamfélagsins í dag að þrýsta á endalok stríðsátaka á Gaza og spurði hversu margir þyrftu að deyja og hvað eyðileggingin þyrfti að verða mikil áður nóg væri komið. Alþingi samþykkti ályktun utanríkismálanefndar um átökin á Gaza í dag með öllum greiddum atkvæðum. 9. nóvember 2023 19:21 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Sjá meira
Segja Ísraela hafa samþykkt tímabundin hlé Ríkisstjórn Ísrael hefur samþykkt að hætta árásum á Gasaströndina í fjórar klukkustundir á degi hverjum. Með þessu er vonast til þess að fleiri óbreyttir borgarar geti flúið frá norðurhluta Gasa, þar sem barist er á götum Gasaborgar og annarra byggða. 9. nóvember 2023 20:01
Forsætisráðherra Palestínu biðlar til alþjóðasamfélagsins að stilla til friðar Forsætisráðherra Palestínu biðlaði til alþjóðasamfélagsins í dag að þrýsta á endalok stríðsátaka á Gaza og spurði hversu margir þyrftu að deyja og hvað eyðileggingin þyrfti að verða mikil áður nóg væri komið. Alþingi samþykkti ályktun utanríkismálanefndar um átökin á Gaza í dag með öllum greiddum atkvæðum. 9. nóvember 2023 19:21
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“