Segir Gasaströndina líkjast grafreit fyrir börn Samúel Karl Ólason skrifar 6. nóvember 2023 22:31 Sært barn flutt á sjúkrahús á Gasaströndinni. AP/Fatima Shbair) Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir Gasaströndina líkjast grafreit fyrir börn og kallar eftir tafarlausu vopnahlé. Heilbrigðisráðuneyti Gasastrandarinnar, sem Hamas stýrir, segir rúmlega tíu þúsund manns hafa fallið í árásum Ísraela. Þar af séu rúmlega 4.100 börn látin. „Gasaströndin er að verða grafreitur fyrir börn. Hundruð drengja og stúlkna eru sögð deyja eða særast á hverjum degi,“ sagði Guterres, samkvæmt frétt Reuters. Guterres sagði á blaðamannfundi í dag að hernaðaraðgerðir ísraelska hersins á jörðu niðri og áframhaldandi loft- og stórskotaliðsárásir kæmu niður á óbreyttum borgurum. Skot hefðu hæft sjúkrahús, flóttamannabúðir, moskur, kirkjur og byggingar Sameinuðu þjóðanna, eins og neyðarskýli. „Enginn er öruggur,“ sagði Guterres. Hann sagði að á sama tíma væru Hamas-liðar að nota borgara sem hlífðarskyldi og héldu áfram að skjóta fjölmörgum eldflaugum að Ísrael. Vilja ekki gera hlé Ísraelar segja vopnahlé ekki koma til greina fyrr en Hamas-liðar sleppa öllum þeim gíslum sem þeir hafa í haldi. Talið er að þeir hafi tekið um 240 menn, konur og börn en óljóst er hve margir gíslar eru látnir. Yfirvöld í Bandaríkjunum eru sögð hafa þrýst á ríkisstjórn Ísrael um að hætta árásum um tíma svo hægt sé að aðstoða íbúa Gasastrandarinnar. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ræddi við Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, í dag en þeir munu ekki hafa náð samkomulagi. Forsvarsmenn Hamas segja ekki koma til greina að sleppa gíslunum og að meðlimir samtakanna muni ekki hætta að berjast gegn Ísraelum. Ísraelar hafa í raun klippt Gasaströndina í tvennt og umkringt Gasaborg, sem er í norðurhluta Gasastrandarinnar. Þar segja Ísraelar að Hamas haldi út nokkrar bækistöðvar og voru gífurlega umfangsmiklar árásir gerðar á borgina í nótt. Ísraelar telja að höfuðstöðvar Hamas séu í göngum undir borginni og hafa sagt þær mögulega undir stærsta sjúkrahúsi Gasastrandarinnar. Vígamenn Hamas-samtakanna og samtakanna Íslamskt Jihad hafa notað umfangsmikið kerfi ganga undir Gasaströndinni til að stinga upp kollinum fyrir aftan ísraelska hermenn, skjóta á þá og hörfa aftur. Þeir hafa einnig notað sprengjuvörpur gegn ísraelskum hermönnum og varpað sprengjum á þá úr drónum. Talið er að hundruð þúsunda óbreyttra borgara séu enn í borginni. Herinn segist hafa opnað flóttaleið fyrir fólk úr borginni en AP fréttaveitan segir fólk óttast að nota hana og þar að auki gera Ísraelar reglulega árásir á suðurhluta Gasastrandarinnar. Áætlað er að um sjötíu prósent af þeim 2,3 milljónum sem búa á Gasaströndinni, einu þéttbýlasta svæði heims, hafi þurft að flýja heimili sín og þurfa margir að sofa undir berum himni. Matvæli, lyf, eldsneyti og vatn er af mjög skornum skammti. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Sameinuðu þjóðirnar Hernaður Bandaríkin Tengdar fréttir Íranir hvetja múslímaríkin til að setja þrýsting á Bandaríkin og Ísrael „Múslimaheimurinn verður að auka pólitískan þrýsting á Bandaríkin og stjórnvöld Zíonista til að binda enda á fjöldamorðið á Gasa,“ segir í yfirlýsingu sem birt var á samfélagsmiðlasíðu Ayatollah Ali Khamenei, leiðtoga Íran, nú í morgun. 6. nóvember 2023 10:49 Yfirmenn fjölda stofnana SÞ fordæma stöðuna og kalla eftir vopnahléi Ísraelsher segist hafa umkringt Gasaborg og náð að skipta Gasa í tvennt; Norður-Gasa og Suður-Gasa. Talsmaður hersins segir um að ræða mikilvægan áfanga í stríðinu gegn Hamas-samtökunum. 6. nóvember 2023 06:43 Hvergi öruggt á Gasa Aðalritari Sameinuðu þjóðanna segir hvergi öruggt að vera á Gasa. Ísraelski herinn er sagður hafa drepið fleiri en tíu þegar loftárás var gerð á skóla á Gasa í morgun. Forsætisráðherra Ísraels segir vopnahlé ekki koma til greina fyrr en gíslum í haldi Hamas verði sleppt. 4. nóvember 2023 22:30 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Sjá meira
Heilbrigðisráðuneyti Gasastrandarinnar, sem Hamas stýrir, segir rúmlega tíu þúsund manns hafa fallið í árásum Ísraela. Þar af séu rúmlega 4.100 börn látin. „Gasaströndin er að verða grafreitur fyrir börn. Hundruð drengja og stúlkna eru sögð deyja eða særast á hverjum degi,“ sagði Guterres, samkvæmt frétt Reuters. Guterres sagði á blaðamannfundi í dag að hernaðaraðgerðir ísraelska hersins á jörðu niðri og áframhaldandi loft- og stórskotaliðsárásir kæmu niður á óbreyttum borgurum. Skot hefðu hæft sjúkrahús, flóttamannabúðir, moskur, kirkjur og byggingar Sameinuðu þjóðanna, eins og neyðarskýli. „Enginn er öruggur,“ sagði Guterres. Hann sagði að á sama tíma væru Hamas-liðar að nota borgara sem hlífðarskyldi og héldu áfram að skjóta fjölmörgum eldflaugum að Ísrael. Vilja ekki gera hlé Ísraelar segja vopnahlé ekki koma til greina fyrr en Hamas-liðar sleppa öllum þeim gíslum sem þeir hafa í haldi. Talið er að þeir hafi tekið um 240 menn, konur og börn en óljóst er hve margir gíslar eru látnir. Yfirvöld í Bandaríkjunum eru sögð hafa þrýst á ríkisstjórn Ísrael um að hætta árásum um tíma svo hægt sé að aðstoða íbúa Gasastrandarinnar. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ræddi við Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, í dag en þeir munu ekki hafa náð samkomulagi. Forsvarsmenn Hamas segja ekki koma til greina að sleppa gíslunum og að meðlimir samtakanna muni ekki hætta að berjast gegn Ísraelum. Ísraelar hafa í raun klippt Gasaströndina í tvennt og umkringt Gasaborg, sem er í norðurhluta Gasastrandarinnar. Þar segja Ísraelar að Hamas haldi út nokkrar bækistöðvar og voru gífurlega umfangsmiklar árásir gerðar á borgina í nótt. Ísraelar telja að höfuðstöðvar Hamas séu í göngum undir borginni og hafa sagt þær mögulega undir stærsta sjúkrahúsi Gasastrandarinnar. Vígamenn Hamas-samtakanna og samtakanna Íslamskt Jihad hafa notað umfangsmikið kerfi ganga undir Gasaströndinni til að stinga upp kollinum fyrir aftan ísraelska hermenn, skjóta á þá og hörfa aftur. Þeir hafa einnig notað sprengjuvörpur gegn ísraelskum hermönnum og varpað sprengjum á þá úr drónum. Talið er að hundruð þúsunda óbreyttra borgara séu enn í borginni. Herinn segist hafa opnað flóttaleið fyrir fólk úr borginni en AP fréttaveitan segir fólk óttast að nota hana og þar að auki gera Ísraelar reglulega árásir á suðurhluta Gasastrandarinnar. Áætlað er að um sjötíu prósent af þeim 2,3 milljónum sem búa á Gasaströndinni, einu þéttbýlasta svæði heims, hafi þurft að flýja heimili sín og þurfa margir að sofa undir berum himni. Matvæli, lyf, eldsneyti og vatn er af mjög skornum skammti.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Sameinuðu þjóðirnar Hernaður Bandaríkin Tengdar fréttir Íranir hvetja múslímaríkin til að setja þrýsting á Bandaríkin og Ísrael „Múslimaheimurinn verður að auka pólitískan þrýsting á Bandaríkin og stjórnvöld Zíonista til að binda enda á fjöldamorðið á Gasa,“ segir í yfirlýsingu sem birt var á samfélagsmiðlasíðu Ayatollah Ali Khamenei, leiðtoga Íran, nú í morgun. 6. nóvember 2023 10:49 Yfirmenn fjölda stofnana SÞ fordæma stöðuna og kalla eftir vopnahléi Ísraelsher segist hafa umkringt Gasaborg og náð að skipta Gasa í tvennt; Norður-Gasa og Suður-Gasa. Talsmaður hersins segir um að ræða mikilvægan áfanga í stríðinu gegn Hamas-samtökunum. 6. nóvember 2023 06:43 Hvergi öruggt á Gasa Aðalritari Sameinuðu þjóðanna segir hvergi öruggt að vera á Gasa. Ísraelski herinn er sagður hafa drepið fleiri en tíu þegar loftárás var gerð á skóla á Gasa í morgun. Forsætisráðherra Ísraels segir vopnahlé ekki koma til greina fyrr en gíslum í haldi Hamas verði sleppt. 4. nóvember 2023 22:30 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Sjá meira
Íranir hvetja múslímaríkin til að setja þrýsting á Bandaríkin og Ísrael „Múslimaheimurinn verður að auka pólitískan þrýsting á Bandaríkin og stjórnvöld Zíonista til að binda enda á fjöldamorðið á Gasa,“ segir í yfirlýsingu sem birt var á samfélagsmiðlasíðu Ayatollah Ali Khamenei, leiðtoga Íran, nú í morgun. 6. nóvember 2023 10:49
Yfirmenn fjölda stofnana SÞ fordæma stöðuna og kalla eftir vopnahléi Ísraelsher segist hafa umkringt Gasaborg og náð að skipta Gasa í tvennt; Norður-Gasa og Suður-Gasa. Talsmaður hersins segir um að ræða mikilvægan áfanga í stríðinu gegn Hamas-samtökunum. 6. nóvember 2023 06:43
Hvergi öruggt á Gasa Aðalritari Sameinuðu þjóðanna segir hvergi öruggt að vera á Gasa. Ísraelski herinn er sagður hafa drepið fleiri en tíu þegar loftárás var gerð á skóla á Gasa í morgun. Forsætisráðherra Ísraels segir vopnahlé ekki koma til greina fyrr en gíslum í haldi Hamas verði sleppt. 4. nóvember 2023 22:30
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent