Erlent

Blinken kominn til Tel Aviv og mun ræða við Netanyahu um hlé

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Drengur grætur þegar björgunarmenn reyna að losa hann úr rústum eftir árás Ísraelshers.
Drengur grætur þegar björgunarmenn reyna að losa hann úr rústum eftir árás Ísraelshers. AP/Mohammed Dahman

Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er lentur í Tel Aviv þar sem hann mun funda með Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael. Hann er sagður munu hvetja stjórnvöld til að gera hlé á árásum sínum og sókn í Gasa.

John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, sagði í gær að Bandaríkin væru ekki að kalla eftir vopnahléi heldur tímabundnu og staðbundnu hléi.

Áður en hann hélt af stað til Ísrael sagðist Blinken myndu ræða ákveðin skref til að takmarka þann skaða sem aðgerðir Ísraela hefðu á almenna borgara á Gasa.

Hassan Nasrallah, einn æðsti leiðtogi Hezbollah, mun senda frá sér ávarp seinna í dag eftir margra vikna þögn. Komið hefur til átaka milli samtakanna og Ísraelshers frá því að Hamas-liðar gerðu árás á byggðir Ísraela 7. október síðastliðinn.

Kirby sagði í gær að engar vísbendingar væru uppi um að Hezbollah-samtökin hygðust taka þátt í átökunum af fullu afli en menn myndu fylgjast með því hvað Nasrallah hefði að segja.

Stjórnvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmnunum að það væri raunveruleg hætta á því að átökin á Gasa breiddust út. Á sama tíma og menn freistuðu þess að stöðva átökin mætti ekki hunsa stærra samhengið og nauðsyn þess að „draga úr hita“ á svæðinu, sem væri nærri suðustigi.

Hættan væri ekki síst sú að öfgahópar myndu notfæra sér ástandið til að ýta undir hugmyndafræði til að festa menn í vítahring ofbeldis.

Rafah-landamærin eru enn opin einstaklingum með erlent eða tvöfalt ríkisfang. Samkvæmt yfirvöldum við landamærin hafa fleiri en 700 nýtt sér tækifærið til að fara út af svæðinu síðustu tvo daga.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×