Blinken kominn til Tel Aviv og mun ræða við Netanyahu um hlé Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. nóvember 2023 07:09 Drengur grætur þegar björgunarmenn reyna að losa hann úr rústum eftir árás Ísraelshers. AP/Mohammed Dahman Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er lentur í Tel Aviv þar sem hann mun funda með Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael. Hann er sagður munu hvetja stjórnvöld til að gera hlé á árásum sínum og sókn í Gasa. John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, sagði í gær að Bandaríkin væru ekki að kalla eftir vopnahléi heldur tímabundnu og staðbundnu hléi. Áður en hann hélt af stað til Ísrael sagðist Blinken myndu ræða ákveðin skref til að takmarka þann skaða sem aðgerðir Ísraela hefðu á almenna borgara á Gasa. Hassan Nasrallah, einn æðsti leiðtogi Hezbollah, mun senda frá sér ávarp seinna í dag eftir margra vikna þögn. Komið hefur til átaka milli samtakanna og Ísraelshers frá því að Hamas-liðar gerðu árás á byggðir Ísraela 7. október síðastliðinn. Kirby sagði í gær að engar vísbendingar væru uppi um að Hezbollah-samtökin hygðust taka þátt í átökunum af fullu afli en menn myndu fylgjast með því hvað Nasrallah hefði að segja. Stjórnvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmnunum að það væri raunveruleg hætta á því að átökin á Gasa breiddust út. Á sama tíma og menn freistuðu þess að stöðva átökin mætti ekki hunsa stærra samhengið og nauðsyn þess að „draga úr hita“ á svæðinu, sem væri nærri suðustigi. Hættan væri ekki síst sú að öfgahópar myndu notfæra sér ástandið til að ýta undir hugmyndafræði til að festa menn í vítahring ofbeldis. Rafah-landamærin eru enn opin einstaklingum með erlent eða tvöfalt ríkisfang. Samkvæmt yfirvöldum við landamærin hafa fleiri en 700 nýtt sér tækifærið til að fara út af svæðinu síðustu tvo daga. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Bandaríkin Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur Sjá meira
John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, sagði í gær að Bandaríkin væru ekki að kalla eftir vopnahléi heldur tímabundnu og staðbundnu hléi. Áður en hann hélt af stað til Ísrael sagðist Blinken myndu ræða ákveðin skref til að takmarka þann skaða sem aðgerðir Ísraela hefðu á almenna borgara á Gasa. Hassan Nasrallah, einn æðsti leiðtogi Hezbollah, mun senda frá sér ávarp seinna í dag eftir margra vikna þögn. Komið hefur til átaka milli samtakanna og Ísraelshers frá því að Hamas-liðar gerðu árás á byggðir Ísraela 7. október síðastliðinn. Kirby sagði í gær að engar vísbendingar væru uppi um að Hezbollah-samtökin hygðust taka þátt í átökunum af fullu afli en menn myndu fylgjast með því hvað Nasrallah hefði að segja. Stjórnvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmnunum að það væri raunveruleg hætta á því að átökin á Gasa breiddust út. Á sama tíma og menn freistuðu þess að stöðva átökin mætti ekki hunsa stærra samhengið og nauðsyn þess að „draga úr hita“ á svæðinu, sem væri nærri suðustigi. Hættan væri ekki síst sú að öfgahópar myndu notfæra sér ástandið til að ýta undir hugmyndafræði til að festa menn í vítahring ofbeldis. Rafah-landamærin eru enn opin einstaklingum með erlent eða tvöfalt ríkisfang. Samkvæmt yfirvöldum við landamærin hafa fleiri en 700 nýtt sér tækifærið til að fara út af svæðinu síðustu tvo daga.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Bandaríkin Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur Sjá meira