Sjósettu kafbát sem borið getur kjarnorkuvopn Samúel Karl Ólason skrifar 8. september 2023 15:10 Kafbáturinn er sagður vera gamall kafbátur frá tímum Sovétríkjanna, sem búið er að breyta svo hann geti borið eldflaugar. AP/KCNA Kim Jong Un, einræðisherra Norður Kóreu opinberaði í vikunni nýjan kafbát sem á að geta borið kjarnorkuvopn. Kóreumenn hafa lengi unnið að þróun slíkra kafbáta. Sjósetning fór fram við formlega athöfn á miðvikudaginn en ríkissjónvarp Norður-Kóreu birti myndir af athöfninni í morgun. Kafbáturinn ber nafn Kim Kun Ok, sem er sögufrægur kóreskur sjóliði. Yonhap fréttaveitan segir Kim hafa haldið ræðu við sjósetninguna þar sem hann sagði kafbátinn tákna mátt Norður-Kóreu, sem skyti skelk í bringu óvina ríkisins. Kim hefur kallað nútíma- og kjarnorkuvæðingu flota Norður-Kóreu gífurlega mikilvægt skref. Líklega er þetta sami kafbáturinn og Kim var myndaður við að skoða árið 2019, þegar verið var að smíða hann. Í ræðunni hét Kim því að fleiri kafbátar yrðu smíðaðir í framtíðinni. Kim fékk hátt eins sjóliða, við mikinn fögnuð annarra.AP/KCNA Kafbáturinn virðist geta verið búinn tíu eldflaugum, miðað við myndir, en yfirvöld í Norður-Kóreu hafa ekkert sagt um kafbátinn hingað til. Samkvæmt Yonhap er einnig talið að hægt væri að nota kafbátinn til að skjóta kjarnorkutundurskeyti sem kallast Haeil. Á myndefni sem birt var í Norður-Kóreu má sjá Kim umkringdan flotaforingjum og sjóliðum þegar kafbáturinn var sjósettur. Herforingjaráð Suður-Kóreu segir að kafbáturinn virðist vera breyttur Sovéskur kafbátur af gerð sem kallaðist Romeo Class á Vesturlöndum og var fyrsti slíki kafbáturinn smíðaður árið 1957. Svo virðist sem honum hafi verið breytt en yfirvöld í Suður-Kóreu og Bandaríkjunum munu hafa fylgst náið með þeim framkvæmdum. Talsmaður herforingjaráðsins sagði blaðamönnum að talið væri að kafbáturinn væri ekki í þannig standi að hægt væri að nota hann með eðlilegum hætti. Frá sjósetningunni á miðvikudaginnAP/KCNA Norður-Kórea Suður-Kórea Hernaður Kjarnorka Tengdar fréttir Segir að Kim muni gjalda fyrir vopnasendingar Jake Sullivan, talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, segir að Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, og ríkið allt muni gjalda fyrir mögulega vopnasendingar til Rússlands. Hann segir að sendi Kóreumenn vopn til Rússlands sem notuð yrði í Úkraínu, kæmi það niður á Norður-Kóreu á alþjóðasviðinu. 6. september 2023 14:27 Funda og freista þess að eiga viðskipti með vopn og gjaldeyri Erlendir miðlar segja Vladimir Pútín Rússlandsforseta og Kim Jon-un, leiðtoga Norður-Kóreu, munu funda síðar í þessum mánuði. Talið er líklegt að þeir muni hittast í borginni Vladivostok. 5. september 2023 06:53 Mistókst aftur að koma gervihnetti á braut um jörðu Geimvísindamönnum og verkfræðingum Norður-Kóreu mistókst aftur í dag að koma njósnagervihnetti á braut um jörðu. Gera á þriðju tilraunina í október, samkvæmt yfirvöldum í einræðisríkinu. 23. ágúst 2023 22:08 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Fleiri fréttir Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Sjá meira
Sjósetning fór fram við formlega athöfn á miðvikudaginn en ríkissjónvarp Norður-Kóreu birti myndir af athöfninni í morgun. Kafbáturinn ber nafn Kim Kun Ok, sem er sögufrægur kóreskur sjóliði. Yonhap fréttaveitan segir Kim hafa haldið ræðu við sjósetninguna þar sem hann sagði kafbátinn tákna mátt Norður-Kóreu, sem skyti skelk í bringu óvina ríkisins. Kim hefur kallað nútíma- og kjarnorkuvæðingu flota Norður-Kóreu gífurlega mikilvægt skref. Líklega er þetta sami kafbáturinn og Kim var myndaður við að skoða árið 2019, þegar verið var að smíða hann. Í ræðunni hét Kim því að fleiri kafbátar yrðu smíðaðir í framtíðinni. Kim fékk hátt eins sjóliða, við mikinn fögnuð annarra.AP/KCNA Kafbáturinn virðist geta verið búinn tíu eldflaugum, miðað við myndir, en yfirvöld í Norður-Kóreu hafa ekkert sagt um kafbátinn hingað til. Samkvæmt Yonhap er einnig talið að hægt væri að nota kafbátinn til að skjóta kjarnorkutundurskeyti sem kallast Haeil. Á myndefni sem birt var í Norður-Kóreu má sjá Kim umkringdan flotaforingjum og sjóliðum þegar kafbáturinn var sjósettur. Herforingjaráð Suður-Kóreu segir að kafbáturinn virðist vera breyttur Sovéskur kafbátur af gerð sem kallaðist Romeo Class á Vesturlöndum og var fyrsti slíki kafbáturinn smíðaður árið 1957. Svo virðist sem honum hafi verið breytt en yfirvöld í Suður-Kóreu og Bandaríkjunum munu hafa fylgst náið með þeim framkvæmdum. Talsmaður herforingjaráðsins sagði blaðamönnum að talið væri að kafbáturinn væri ekki í þannig standi að hægt væri að nota hann með eðlilegum hætti. Frá sjósetningunni á miðvikudaginnAP/KCNA
Norður-Kórea Suður-Kórea Hernaður Kjarnorka Tengdar fréttir Segir að Kim muni gjalda fyrir vopnasendingar Jake Sullivan, talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, segir að Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, og ríkið allt muni gjalda fyrir mögulega vopnasendingar til Rússlands. Hann segir að sendi Kóreumenn vopn til Rússlands sem notuð yrði í Úkraínu, kæmi það niður á Norður-Kóreu á alþjóðasviðinu. 6. september 2023 14:27 Funda og freista þess að eiga viðskipti með vopn og gjaldeyri Erlendir miðlar segja Vladimir Pútín Rússlandsforseta og Kim Jon-un, leiðtoga Norður-Kóreu, munu funda síðar í þessum mánuði. Talið er líklegt að þeir muni hittast í borginni Vladivostok. 5. september 2023 06:53 Mistókst aftur að koma gervihnetti á braut um jörðu Geimvísindamönnum og verkfræðingum Norður-Kóreu mistókst aftur í dag að koma njósnagervihnetti á braut um jörðu. Gera á þriðju tilraunina í október, samkvæmt yfirvöldum í einræðisríkinu. 23. ágúst 2023 22:08 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Fleiri fréttir Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Sjá meira
Segir að Kim muni gjalda fyrir vopnasendingar Jake Sullivan, talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, segir að Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, og ríkið allt muni gjalda fyrir mögulega vopnasendingar til Rússlands. Hann segir að sendi Kóreumenn vopn til Rússlands sem notuð yrði í Úkraínu, kæmi það niður á Norður-Kóreu á alþjóðasviðinu. 6. september 2023 14:27
Funda og freista þess að eiga viðskipti með vopn og gjaldeyri Erlendir miðlar segja Vladimir Pútín Rússlandsforseta og Kim Jon-un, leiðtoga Norður-Kóreu, munu funda síðar í þessum mánuði. Talið er líklegt að þeir muni hittast í borginni Vladivostok. 5. september 2023 06:53
Mistókst aftur að koma gervihnetti á braut um jörðu Geimvísindamönnum og verkfræðingum Norður-Kóreu mistókst aftur í dag að koma njósnagervihnetti á braut um jörðu. Gera á þriðju tilraunina í október, samkvæmt yfirvöldum í einræðisríkinu. 23. ágúst 2023 22:08