Erlent

Íran hótar að grípa til að­gerða

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Ebrahim Raisi, forseti Íran, hótar að „grípa til aðgerða“ í Palestínu.
Ebrahim Raisi, forseti Íran, hótar að „grípa til aðgerða“ í Palestínu. Getty/Majid Saeedi

Ebrahim Raisi, forseti Írans, segir Ísrael hafa farið „yfir rauðu línuna“ sem “gæti neytt alla til að grípa til aðgerða.“ Þetta segir hann í færslu sinni á samfélagsmiðlinum X, sem hét áður Twitter, snemma í morgun.

„Washington biður okkur um að gera ekki neitt en þau halda áfram að veita Ísrael umfangsmikinn stuðning,“ heldur hann áfram.

Íran er afar vinveitt Hezbollah-samtökunum sem fara að miklu leyti með völdin í Líbanon, nágrannaríki Ísraels. Samtökin hafa átt í gagnkvæmum loftárásum við Ísraelsmenn síðustu vikur og styðja Hamasliða í Palestínu.

CNN hefur eftir sérfræðingum að Íranir óttist að dragast inn í átökin í Palestínu og gæti ekki endilega afstýrt frekari árásum hernaðarsamtakanna sem þeir styðja við bakið á, ef staðan á Gasasvæðinu versnar enn frekar. Þó bendi ekki til þess að Íranir hafi átt beinan þátt í árásunum 7. október síðastliðinn. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×