Segjast bæði geta útrýmt Hamas og frelsað gíslana Samúel Karl Ólason skrifar 29. október 2023 13:26 Ísraelskum skriðdrekum ekið við Gasaströndina, þar sem eyðileggingin er gífurleg. AP/Maya Alleruzzo Forsvarsmenn ísraelska hersins segja bæði hægt að útrýma Hamas-samtökunum og frelsa þá gísla sem vígamenn samtakanna halda á Gasaströndinni. Leiðtogar Hamas-samtakanna sögðu í gærkvöldi að samkomulag um frelsun gísla samtakanna hafi verið í sjónmáli. Yfirvöld í Ísrael hefðu tafið samkomulag. Talið er að vígamenn samtakanna hafi tekið um 230 manns í gíslingu þegar þeir gerðu mannskæðar árásir á suðurhluta Ísrael þann 7. október. Um 1.400 manns dóu í árásásunum og þar af lang flestir óbreyttir borgarar, en Hamas-liðar eru sagðir hafa framið grimmileg ódæði í árásunum, sem þeir tóku að hluta til upp. Reuters hefur eftir einum af leiðtogum hryðjuverkasamtakanna að samkomulag hafi verið í nánd en að Ísraelar hafi ekki viljað taka því enn. Abu Ubaida, umræddur leiðtogi, segir að Hamas muni eingöngu sleppa öllum gíslunum í skiptum fyrir frelsun allra Palestínumanna í fangelsum Ísrael. Hann sagði einnig að til greina kæmi að ræða frekar um frelsun fárra gísla í einu en viðræður hafa átt sér stað með milligöngu erindreka frá Egyptalandi og Katar. Yfirvöld í Ísrael segja að herinn geti bæði útrýmt Hamas-samtökunum á Gasaströndinni og í senn frelsað gíslana. Herinn hefur gert innrás í norðvesturhluta Gasastrandarinnar og gert gífurlega umfangsmiklar loft- og stórskotaliðsárásir í þrjár vikur. Segja átta þúsund liggja í valnum Heilu hverfin hafa verið lögð í rúst í þessum árásum og heilbrigðisráðuneyti Gasastrandarinnar, sem stýrt er af Hamas, segir minnst átta þúsund manns hafa fallið í árásunum. Talsmenn Hamas hafa sagt að gíslar hafi fallið í loftárásum Ísraela. Gíslar sem hafa verið frelsaðir segja að þeim hafi verið haldið í göngum Hamas undir Gasaströndinni. Myndatökumaður Fox News tók meðfylgjandi myndband of bæ á norðanverðu Gasasvæðinu sem virðist alfarið hafa verið lagður í rúst. Our view of northern Gaza this morning. The entire neighborhood we can see is reduced to rubble. pic.twitter.com/AA47wtrJ09— Trey Yingst (@TreyYingst) October 29, 2023 Hafa áhyggjur af gíslunum Ættingjar gíslanna hafa miklar áhyggjur af afdrifum þeirra og hafa þrýst á ríkisstjórn Ísraels um að stöðva aðgerðir hersins tímabundið og leggja áherslu á að frelsa gíslana. Þau funduðu með Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, í gær og hét hann því að gera allt sem í valdi hans stendur til að bjarga gíslunum. Umræddir ættingjar hvöttu Netanjahú til að verða við kröfum Hamas um að frelsa alla Palestínumenn í ísraelskum fangelsum. Samkvæmt frétt Times of Israel sagði Netanjahú að helsta markmið stríðsins gegn Hamas væri að frelsa gíslana og ítrekaði hann að hann meinti það. Hann sagði að lykillinn væri að þrýsta á Hamas-samtökin og því meiri sem þrýstingurinn væri, því líklegri væru Hamas-liðar til að sleppa gíslunum. Á blaðamannafundi í gærkvöldi staðfesti hann svo að viðræður um það að gíslunum yrði sleppt í skiptum fyrir Palestínumenn sem hefðu verið fangelsaðir í Ísrael hefðu átt sér stað en fór ekki nánar út í það. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Tengdar fréttir Píratar kalla eftir afstöðu Alþingis Þingmenn Pírata ætla sé að leggja fram tillögu á Alþingi um að utanríkisráðherra eigi að kalla eftir tafarlausu vopnahléi af mannúðarástæðum á Gasaströndinni. Samkvæmt tillögunni á ríkisstjórnin einnig að fordæma árásir Ísraelshers á óbreytta borgara og borgaralega innviði Palestínu. 29. október 2023 07:57 „Þref um texta og orðalag“ lítilvægt miðað aðstæður Formaður þingflokks VG furðar sig á því að fulltrúar Íslands í allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hafi setið hjá í atkvæðagreiðslu um ályktun um vopnahlé á Gasa í gær. 28. október 2023 21:30 Líkir Mið-Austurlöndum við tifandi tímasprengju Abdel Fattah al-Sisi, forseti Egyptalands, líkti Mið-Austurlöndum í morgun við tifandi tímasprengju. Þá hvatti talsmaður Ísraelshers íbúa norðurhluta Gasastrandarinnar til að flýja til suðurs en Ísraelar hafa gert gífurlega umfangsmiklar árásir á svæði nótt og í dag. 28. október 2023 15:04 Stöðugar árásir og óreiða á Gasaströndinni Ísraelar gerðu í gærkvöldi umfangsmestu loft- og stórskotaliðsárásir á Gasaströndina frá því stríðið milli þeirra og Hamas-samtakanna hófst. Samhliða því var rafmagn, net- og símasamband tekið af svæðinu og hermenn sendir inn. 28. október 2023 10:01 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Talið er að vígamenn samtakanna hafi tekið um 230 manns í gíslingu þegar þeir gerðu mannskæðar árásir á suðurhluta Ísrael þann 7. október. Um 1.400 manns dóu í árásásunum og þar af lang flestir óbreyttir borgarar, en Hamas-liðar eru sagðir hafa framið grimmileg ódæði í árásunum, sem þeir tóku að hluta til upp. Reuters hefur eftir einum af leiðtogum hryðjuverkasamtakanna að samkomulag hafi verið í nánd en að Ísraelar hafi ekki viljað taka því enn. Abu Ubaida, umræddur leiðtogi, segir að Hamas muni eingöngu sleppa öllum gíslunum í skiptum fyrir frelsun allra Palestínumanna í fangelsum Ísrael. Hann sagði einnig að til greina kæmi að ræða frekar um frelsun fárra gísla í einu en viðræður hafa átt sér stað með milligöngu erindreka frá Egyptalandi og Katar. Yfirvöld í Ísrael segja að herinn geti bæði útrýmt Hamas-samtökunum á Gasaströndinni og í senn frelsað gíslana. Herinn hefur gert innrás í norðvesturhluta Gasastrandarinnar og gert gífurlega umfangsmiklar loft- og stórskotaliðsárásir í þrjár vikur. Segja átta þúsund liggja í valnum Heilu hverfin hafa verið lögð í rúst í þessum árásum og heilbrigðisráðuneyti Gasastrandarinnar, sem stýrt er af Hamas, segir minnst átta þúsund manns hafa fallið í árásunum. Talsmenn Hamas hafa sagt að gíslar hafi fallið í loftárásum Ísraela. Gíslar sem hafa verið frelsaðir segja að þeim hafi verið haldið í göngum Hamas undir Gasaströndinni. Myndatökumaður Fox News tók meðfylgjandi myndband of bæ á norðanverðu Gasasvæðinu sem virðist alfarið hafa verið lagður í rúst. Our view of northern Gaza this morning. The entire neighborhood we can see is reduced to rubble. pic.twitter.com/AA47wtrJ09— Trey Yingst (@TreyYingst) October 29, 2023 Hafa áhyggjur af gíslunum Ættingjar gíslanna hafa miklar áhyggjur af afdrifum þeirra og hafa þrýst á ríkisstjórn Ísraels um að stöðva aðgerðir hersins tímabundið og leggja áherslu á að frelsa gíslana. Þau funduðu með Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, í gær og hét hann því að gera allt sem í valdi hans stendur til að bjarga gíslunum. Umræddir ættingjar hvöttu Netanjahú til að verða við kröfum Hamas um að frelsa alla Palestínumenn í ísraelskum fangelsum. Samkvæmt frétt Times of Israel sagði Netanjahú að helsta markmið stríðsins gegn Hamas væri að frelsa gíslana og ítrekaði hann að hann meinti það. Hann sagði að lykillinn væri að þrýsta á Hamas-samtökin og því meiri sem þrýstingurinn væri, því líklegri væru Hamas-liðar til að sleppa gíslunum. Á blaðamannafundi í gærkvöldi staðfesti hann svo að viðræður um það að gíslunum yrði sleppt í skiptum fyrir Palestínumenn sem hefðu verið fangelsaðir í Ísrael hefðu átt sér stað en fór ekki nánar út í það.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Tengdar fréttir Píratar kalla eftir afstöðu Alþingis Þingmenn Pírata ætla sé að leggja fram tillögu á Alþingi um að utanríkisráðherra eigi að kalla eftir tafarlausu vopnahléi af mannúðarástæðum á Gasaströndinni. Samkvæmt tillögunni á ríkisstjórnin einnig að fordæma árásir Ísraelshers á óbreytta borgara og borgaralega innviði Palestínu. 29. október 2023 07:57 „Þref um texta og orðalag“ lítilvægt miðað aðstæður Formaður þingflokks VG furðar sig á því að fulltrúar Íslands í allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hafi setið hjá í atkvæðagreiðslu um ályktun um vopnahlé á Gasa í gær. 28. október 2023 21:30 Líkir Mið-Austurlöndum við tifandi tímasprengju Abdel Fattah al-Sisi, forseti Egyptalands, líkti Mið-Austurlöndum í morgun við tifandi tímasprengju. Þá hvatti talsmaður Ísraelshers íbúa norðurhluta Gasastrandarinnar til að flýja til suðurs en Ísraelar hafa gert gífurlega umfangsmiklar árásir á svæði nótt og í dag. 28. október 2023 15:04 Stöðugar árásir og óreiða á Gasaströndinni Ísraelar gerðu í gærkvöldi umfangsmestu loft- og stórskotaliðsárásir á Gasaströndina frá því stríðið milli þeirra og Hamas-samtakanna hófst. Samhliða því var rafmagn, net- og símasamband tekið af svæðinu og hermenn sendir inn. 28. október 2023 10:01 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Píratar kalla eftir afstöðu Alþingis Þingmenn Pírata ætla sé að leggja fram tillögu á Alþingi um að utanríkisráðherra eigi að kalla eftir tafarlausu vopnahléi af mannúðarástæðum á Gasaströndinni. Samkvæmt tillögunni á ríkisstjórnin einnig að fordæma árásir Ísraelshers á óbreytta borgara og borgaralega innviði Palestínu. 29. október 2023 07:57
„Þref um texta og orðalag“ lítilvægt miðað aðstæður Formaður þingflokks VG furðar sig á því að fulltrúar Íslands í allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hafi setið hjá í atkvæðagreiðslu um ályktun um vopnahlé á Gasa í gær. 28. október 2023 21:30
Líkir Mið-Austurlöndum við tifandi tímasprengju Abdel Fattah al-Sisi, forseti Egyptalands, líkti Mið-Austurlöndum í morgun við tifandi tímasprengju. Þá hvatti talsmaður Ísraelshers íbúa norðurhluta Gasastrandarinnar til að flýja til suðurs en Ísraelar hafa gert gífurlega umfangsmiklar árásir á svæði nótt og í dag. 28. október 2023 15:04
Stöðugar árásir og óreiða á Gasaströndinni Ísraelar gerðu í gærkvöldi umfangsmestu loft- og stórskotaliðsárásir á Gasaströndina frá því stríðið milli þeirra og Hamas-samtakanna hófst. Samhliða því var rafmagn, net- og símasamband tekið af svæðinu og hermenn sendir inn. 28. október 2023 10:01