Erlent

Flutningaskip rákust saman við Heligoland

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Áreksturinn átti sér stað í grennd við þýsku eyjuna Heligoland í Norðursjó.
Áreksturinn átti sér stað í grennd við þýsku eyjuna Heligoland í Norðursjó. Getty Images

Nokkurra er saknað eftir að tvö flutningaskip rákust saman á Norðursjó í nótt í grennd við eyjuna Heligoland að sögn þýsku strandgæslunnar.

Sænska ríkisútvarpið segir að óttast sé að annað skipið sé nú sokkið en björgunarstörf eru í fullum gangi. Einum hefur þegar verið bjargað úr sjónum en margra er enn saknað þótt fjöldi þeirra liggi ekki fyrir. Mikill vindur er á svæðinu og ölduhæð sem gerir björgunaraðilum erfitt fyrir.

Þýskir miðlar segja að áreksturinn hafi orðið um klukkan þrjú í nótt að íslenskum tíma en um er að ræða skipin Polesie og Verity.

Verity er 90 metra langt flutningaskip sem siglir undir breskum fána og var á leið frá Bremen til Immingham á Englandi, óttast er að það sé sokkið. Polesie, sem er mun stærra, eða 190 metrar að lengd og siglir undir fána Bahamaeyja laskaðist minna. Það var á leið frá Hamborg til Spánar og eru tuttugu og tveir um borð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×