Fleiri hafa ekki verið drepnir á Gasaströndinni í fimmtán ár Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. október 2023 09:09 Hátt í 5000 hafa verið drepnir í loftárásum Ísrael á Gasa. AP Photo/Hatem Ali Mörg þúsund almennra borgar, þar á meðal börn, hafa verið drepin í loftárásum Ísrael á Gasaströndina undanfarnar tvær vikur. Árásir Ísrael eru þær blóðugustu síðan þjóðin yfirgaf Gasaströndina alveg árið 2005. Samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á Gasaströndinni hafa nú minnst 4.700 fallið í valinn eftir að gagnsókn Ísraelsmanna í kjölfar árásar Hamas á Ísraelsmenn 7. október síðastliðinn. Meira en 1.400 voru drepnir í árás Hamas þann dag. Hamas segir að 40 prósent þeirra sem hafa verið drepin séu börn og að tæplega 16.000 hafi særst í árásunum. Ísraelski herinn hefur haldið árásum á ströndina áfram og segist hafa ráðsit á 320 skotmörk síðasta sólarhinginn, þar á meðal göng og höfuðstöðvar Hamas. Þetta er sagt gert til að draga úr áhættunni í komandi landhernaði sem er sagður yfirvofandi á svæðinu. Eins hafa átök á Vesturbakkanum stigmagnast og voru tveir Palestínumenn drepnir í Jalazone flóttamannabúðunum nærri Ramallah. Ísraelski herinn gerði áhlaup á búðirnar í morgun og tóku fjölda manna höndum. Að sögn íbúa í búðunum reyndu íbúar vopnaðir skotvopnum og aðrir sem köstuðu steinum að mæta hermönnunum. Þá voru tveir aðgerðasinnar handteknir af lögreglu í Ísrael fyrir að hengja upp plaggöt sem lögregla taldi „móðgandi“. Á plaggötunum stóð: „Gyðingar og Arabar, sameinuð komumst við í gegnum þetta.“ Aðgerðasinnarnir, sem voru á vegum hópsins Standing together, voru handteknir og plaggötin, auk stuttermabola með sömu skilaboðum, gerð upptæk. , , - - , . . . - pic.twitter.com/91tBdhAKhz— Standing Together (@omdimbeyachad) October 18, 2023 Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Harðar árásir halda áfram á Gasa Ísraelski herinn segist hafa ráðist á 320 skotmörk á Gasa-svæðinu síðastliðinn sólarhring og að áhersla hafi verið lögð á bækistöðvar Hamas-liða, þar á meðal göng og höfuðstöðvar samtakanna. 23. október 2023 06:36 Ný sending af neyðarbirgðum til Gasa Martin Griffiths aðstoðarframkvæmdarstjóri Sameinuðu þjóðanna hefur staðfest að fjórtán flutningabílar hlaðnir neyðarbirgðum hafi komið inn á Gasa í kvöld. Talsmenn Sameinuðu þjóðanna sögðu fyrr í dag fréttaflutning egypskra miðla um að sautján slíkum bifreiðum hafi verið hleypt inn á Gasa ekki réttan. 22. október 2023 20:44 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Sjá meira
Samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á Gasaströndinni hafa nú minnst 4.700 fallið í valinn eftir að gagnsókn Ísraelsmanna í kjölfar árásar Hamas á Ísraelsmenn 7. október síðastliðinn. Meira en 1.400 voru drepnir í árás Hamas þann dag. Hamas segir að 40 prósent þeirra sem hafa verið drepin séu börn og að tæplega 16.000 hafi særst í árásunum. Ísraelski herinn hefur haldið árásum á ströndina áfram og segist hafa ráðsit á 320 skotmörk síðasta sólarhinginn, þar á meðal göng og höfuðstöðvar Hamas. Þetta er sagt gert til að draga úr áhættunni í komandi landhernaði sem er sagður yfirvofandi á svæðinu. Eins hafa átök á Vesturbakkanum stigmagnast og voru tveir Palestínumenn drepnir í Jalazone flóttamannabúðunum nærri Ramallah. Ísraelski herinn gerði áhlaup á búðirnar í morgun og tóku fjölda manna höndum. Að sögn íbúa í búðunum reyndu íbúar vopnaðir skotvopnum og aðrir sem köstuðu steinum að mæta hermönnunum. Þá voru tveir aðgerðasinnar handteknir af lögreglu í Ísrael fyrir að hengja upp plaggöt sem lögregla taldi „móðgandi“. Á plaggötunum stóð: „Gyðingar og Arabar, sameinuð komumst við í gegnum þetta.“ Aðgerðasinnarnir, sem voru á vegum hópsins Standing together, voru handteknir og plaggötin, auk stuttermabola með sömu skilaboðum, gerð upptæk. , , - - , . . . - pic.twitter.com/91tBdhAKhz— Standing Together (@omdimbeyachad) October 18, 2023
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Harðar árásir halda áfram á Gasa Ísraelski herinn segist hafa ráðist á 320 skotmörk á Gasa-svæðinu síðastliðinn sólarhring og að áhersla hafi verið lögð á bækistöðvar Hamas-liða, þar á meðal göng og höfuðstöðvar samtakanna. 23. október 2023 06:36 Ný sending af neyðarbirgðum til Gasa Martin Griffiths aðstoðarframkvæmdarstjóri Sameinuðu þjóðanna hefur staðfest að fjórtán flutningabílar hlaðnir neyðarbirgðum hafi komið inn á Gasa í kvöld. Talsmenn Sameinuðu þjóðanna sögðu fyrr í dag fréttaflutning egypskra miðla um að sautján slíkum bifreiðum hafi verið hleypt inn á Gasa ekki réttan. 22. október 2023 20:44 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Sjá meira
Harðar árásir halda áfram á Gasa Ísraelski herinn segist hafa ráðist á 320 skotmörk á Gasa-svæðinu síðastliðinn sólarhring og að áhersla hafi verið lögð á bækistöðvar Hamas-liða, þar á meðal göng og höfuðstöðvar samtakanna. 23. október 2023 06:36
Ný sending af neyðarbirgðum til Gasa Martin Griffiths aðstoðarframkvæmdarstjóri Sameinuðu þjóðanna hefur staðfest að fjórtán flutningabílar hlaðnir neyðarbirgðum hafi komið inn á Gasa í kvöld. Talsmenn Sameinuðu þjóðanna sögðu fyrr í dag fréttaflutning egypskra miðla um að sautján slíkum bifreiðum hafi verið hleypt inn á Gasa ekki réttan. 22. október 2023 20:44