Erlent

Harðar á­rásir halda á­fram á Gasa

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Ekkert lát er á árásum Ísraela á Gasa-svæðið.
Ekkert lát er á árásum Ísraela á Gasa-svæðið. AP Photo/Ariel Schalit

Ísraelski herinn segist hafa ráðist á 320 skotmörk á Gasa-svæðinu síðastliðinn sólarhring og að áhersla hafi verið lögð á bækistöðvar Hamas-liða, þar á meðal göng og höfuðstöðvar samtakanna.

Þetta hafi verið gert til að draga úr áhættunni í komandi landhernaði sem er sagður yfirvofandi á svæðinu. Þá gerðu Ísraelsmenn einnig árásir á fjórum stöðum í norðurhluta landsins, sem þeir segja hafa beinst gegn skæruliðum Hesbollah samtakanna.

Innanríkisráðuneyti Gasa, sem lýtur stjórn Hamas, segir að fjölmargir almennir borgarar hafi dáið í árásunum síðasta sólarhringinn og að margar sprengjur hafi fallið nærri spítölum á svæðinu. Leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands, Kanada, Frakklands, Þýskalands og Ítalíu ræddu saman á símafundi í gærkvöldi þar sem stuðningur við Ísrael var ítrekaður um leið og biðlað var til þeirra um að fylgja alþjóðalögum í aðgerðum sínum.

Hjálpargögn héldu áfram að berast inn á Gasa-svæðið í gær þegar fjórtán flutningabílum var hleypt inn á svæðið.


Tengdar fréttir

Ísraelsmenn boða „næsta fasa stríðsins“

Ísraelsmenn herða árásir á Gasa og ótti við útbreiðslu átakanna stigmagnast. Um áttatíu eru látnir eftir loftárásir á Gasasvæðið í nótt og þá segjast Ísraelsmenn hafa þurrkað út hryðjuverkamiðstöð Hamas á Vesturbakkanum.

„Það sem er í gangi núna er bara þjóðar­morð“

Félagið Ísland-Palestína hefur boðað til samstöðugöngu í dag til stuðnings Palestínu. Þingmaður sem flytur ræðu á samstöðufundi að göngu lokinni segir kröfuna vera að stjórnvöld beiti sér fyrir því að binda enda á átökin fyrir botni Miðjarðarhafs. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×