Jakob Elleman-Jensen hættir í stjórnmálum Atli Ísleifsson skrifar 23. október 2023 07:57 Jakob Ellemann-Jensen tók við sem formaður Venstre árið 2019 af Lars Lökke Rasmussen, núverandi utanríkisráðherra Danmerkur og fyrrverandi forsætisráðherra. Getty Jakob Elleman-Jensen, efnahagsmálaráðherra Danmerkur og formaður stjórnarflokksins Venstre, hyggst hætta sem formaður Venstre og segja skilið verið stjórnmálin. Leiðtogar í Venstre hafa boðað til fréttamannafundar klukkan tíu að dönskum tíma, eða átta að íslenskum tíma, en Ekstrabladet segir frá því að Elleman-Jensen muni þar tilkynna að hann muni hætta sem formaður og í stjórnmálum. Blaðið segir ennfremur frá því að hrókeringar í ríkisstjórninni, sem munu fylgja afsögninni, verði kynntar síðar í dag. Jakob Ellemann-Jensen, efnahagsráðherrann Troels Lund Poulsen og Stephanie Lose, varaformaður Venstre, verða viðstödd á blaðamannafundinum, að því er fram kemur í tilkynningu frá Venstre. Ellemann-Jensen hefur verið leiðtogi Venstre árið 2019 og varð varnarmálaráðherra þegar Jafnaðarflokkurinn, Venstre og Moderaterne mynduðu saman samsteypustjórn í desember síðastliðinn. Mette Frederiksen, leiðtogi Jafnaðarmanna, leiðir ríkisstjórnina. Elleman-Jensen fór í veikindaleyfi frá í febrúar á þessu ári og til ágústmánaðar og var Lund Poulsen þá starfandi varnarmálaráðherra. Nokkuð hefur gustað um Elleman-Jensen síðustu mánuði eftir að hann baðst afsökunar á að hafa veitt þinginu villandi upplýsingar um umdeild vopnakaup danska ríkisins frá ísraelska vopnaframleiðandanum Elbit. Í lok ágúst var tilkynnt að Elleman-Jensen og Lund Poulsen myndu hafa stólaskipti þannig að Elleman-Jensen varð efnahagsráðherra og Lund Poulsen varnarmálaráðherra. Jakob Ellemann Jensen er sonur Uffe Elleman-Jensen, sem var formaður Venstre á árunum 1984 til 1998 og utanríkisráðherra Danmerkur á árunum 1982 til 1993. Uppfært 8:30: Á blaðamannafundinum kom fram að Lund Poulsen muni tímabundið taka við skyldum Elleman-Jensen sem ráðherra, það er skyldum aðstoðarforsætisráðherra og efnahagsmálaráðherra. Þá muni Lund taka tímabundið við skyldum hans sem formaður Venstre. Danmörk Tengdar fréttir Elleman-Jensen og Lund Poulsen hafa stólaskipti Jakob Ellemann Jensen, leiðtogi danska stjórnarflokksins Venstre, verður nýr ráðherra efnahagsmála í dönsku ríkisstjórninni og Troels Lund Poulsen, samflokksmaður hans, verður nýr varnarmálaráðherra. 22. ágúst 2023 07:36 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Sjá meira
Leiðtogar í Venstre hafa boðað til fréttamannafundar klukkan tíu að dönskum tíma, eða átta að íslenskum tíma, en Ekstrabladet segir frá því að Elleman-Jensen muni þar tilkynna að hann muni hætta sem formaður og í stjórnmálum. Blaðið segir ennfremur frá því að hrókeringar í ríkisstjórninni, sem munu fylgja afsögninni, verði kynntar síðar í dag. Jakob Ellemann-Jensen, efnahagsráðherrann Troels Lund Poulsen og Stephanie Lose, varaformaður Venstre, verða viðstödd á blaðamannafundinum, að því er fram kemur í tilkynningu frá Venstre. Ellemann-Jensen hefur verið leiðtogi Venstre árið 2019 og varð varnarmálaráðherra þegar Jafnaðarflokkurinn, Venstre og Moderaterne mynduðu saman samsteypustjórn í desember síðastliðinn. Mette Frederiksen, leiðtogi Jafnaðarmanna, leiðir ríkisstjórnina. Elleman-Jensen fór í veikindaleyfi frá í febrúar á þessu ári og til ágústmánaðar og var Lund Poulsen þá starfandi varnarmálaráðherra. Nokkuð hefur gustað um Elleman-Jensen síðustu mánuði eftir að hann baðst afsökunar á að hafa veitt þinginu villandi upplýsingar um umdeild vopnakaup danska ríkisins frá ísraelska vopnaframleiðandanum Elbit. Í lok ágúst var tilkynnt að Elleman-Jensen og Lund Poulsen myndu hafa stólaskipti þannig að Elleman-Jensen varð efnahagsráðherra og Lund Poulsen varnarmálaráðherra. Jakob Ellemann Jensen er sonur Uffe Elleman-Jensen, sem var formaður Venstre á árunum 1984 til 1998 og utanríkisráðherra Danmerkur á árunum 1982 til 1993. Uppfært 8:30: Á blaðamannafundinum kom fram að Lund Poulsen muni tímabundið taka við skyldum Elleman-Jensen sem ráðherra, það er skyldum aðstoðarforsætisráðherra og efnahagsmálaráðherra. Þá muni Lund taka tímabundið við skyldum hans sem formaður Venstre.
Danmörk Tengdar fréttir Elleman-Jensen og Lund Poulsen hafa stólaskipti Jakob Ellemann Jensen, leiðtogi danska stjórnarflokksins Venstre, verður nýr ráðherra efnahagsmála í dönsku ríkisstjórninni og Troels Lund Poulsen, samflokksmaður hans, verður nýr varnarmálaráðherra. 22. ágúst 2023 07:36 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Sjá meira
Elleman-Jensen og Lund Poulsen hafa stólaskipti Jakob Ellemann Jensen, leiðtogi danska stjórnarflokksins Venstre, verður nýr ráðherra efnahagsmála í dönsku ríkisstjórninni og Troels Lund Poulsen, samflokksmaður hans, verður nýr varnarmálaráðherra. 22. ágúst 2023 07:36