Íslenski boltinn

Freyja Karín fram­lengir í Laugar­dalnum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Freyja Karín fagnar einu marka sinna sumarið 2023.
Freyja Karín fagnar einu marka sinna sumarið 2023. Vísir/Vilhelm

Freyja Karín Þorvarðardóttir hefur framlengt samning sinn við Þrótt Reykjavík og mun því spila með liðinu í Bestu deild kvenna næstu tvö árin.

Hin 19 ára gamla Freyja Karín gekk í raðir Þróttar frá Þrótti Neskaupstað árið 2021 en hún hafði þá leikið með sameinuðu liði Austurlands, FHL, í 2. deild. Þar hafði hún raðað inn mörkum þrátt fyrir ungan aldur.

Hún hefur ef til vill ekki raðað inn mörkum í efstu deild af sama kappi en er þó með 14 mörk í samtals 47 leikjum fyrir Þrótt til þessa. Stefnan er að þau mörk verði töluvert fleiri á komandi misserum.

„Freyja hefur verið fastamaður í yngri landsliðum undanfarin ár og hefur leikið 14 leiki fyrir U-19 ára landslið kvenna og tvo fyrir U-18 liðið. Freyja er mjög metnaðarfullur leikmaður, hún átti fínt tímabil með Þrótti í sumar, var valin efnilegasti leikmaður félagsins og á eftir að halda áfram að bæta sig dag frá degi,“ segir í tilkynningu Þróttar.

Þróttur endaði í 3. sæti Bestu deildar kvenna á síðustu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×