Vaktin: Ísraelar leyfa takmarkaða birgðaflutninga til Gasa Hólmfríður Gísladóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 18. október 2023 08:32 Leitað í rústum húss á Gasaströndinni eftir loftárásir í dag. AP/Hatem Moussa Ísraelsmenn segja samtökin Íslamskt jíhad bera ábyrgð á harmleiknum á al Ahli Arab sjúkrahúsinu á Gasa í gærkvöldi en um hafi verið að ræða eldflaugaskot sem mistókst með þeim afleiðingum að hluti flaugarinnar eða brotajárn lenti á sjúkrahúsinu. Ísraelsher boðaði til blaðamannafundar í morgun þar sem greint var frá þessu en talsmaðurinn Daniel Hagari sagði málið hafa verið gaumgæft innan hersins og að engar eldflaugar á vegum hans hefðu getað lent á sjúkrahúsinu. Þá hefur utanríkisráðuneyti Ísrael birt myndskeið frá Al Jazeera sem er sagt sýna það þegar eldflauginni var skotið á loft og hvernig sprenging varð við sjúkrahúsið strax í kjölfarið. Ráðuneytið hefur einnig birt upptökur af samtali Hamas-liða, þar sem þeir ræða að um hafi verið að ræða slysaskot. Enn er óljóst hversu margir létust og slösuðust í sprengingunni. Lík þeirra sem létust við al Ahli Arab sjúkrahúsið í gærkvöldi.AP/Abed Khaled Joe Biden Bandaríkjaforseti fundar nú með herráði Ísraels í Tel Aviv. Við komuna til landsins í morgun ítrekaði hann enn og aftur afdráttarlausan stuðning Bandaríkjanna við Ísraelsmenn og virðist jafnframt taka undir staðhæfingar um að „hinn aðilinn“ hefði átt sök á harmleiknum í gær. Biden er engu að síður sagður munu eiga opinskátt samtal við Netanyahu um stöðu mála og framhaldið. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í vaktinni hér fyrir neðan. Ef hún birtist ekki strax er ráð að endurhlaða síðunni.
Ísraelsher boðaði til blaðamannafundar í morgun þar sem greint var frá þessu en talsmaðurinn Daniel Hagari sagði málið hafa verið gaumgæft innan hersins og að engar eldflaugar á vegum hans hefðu getað lent á sjúkrahúsinu. Þá hefur utanríkisráðuneyti Ísrael birt myndskeið frá Al Jazeera sem er sagt sýna það þegar eldflauginni var skotið á loft og hvernig sprenging varð við sjúkrahúsið strax í kjölfarið. Ráðuneytið hefur einnig birt upptökur af samtali Hamas-liða, þar sem þeir ræða að um hafi verið að ræða slysaskot. Enn er óljóst hversu margir létust og slösuðust í sprengingunni. Lík þeirra sem létust við al Ahli Arab sjúkrahúsið í gærkvöldi.AP/Abed Khaled Joe Biden Bandaríkjaforseti fundar nú með herráði Ísraels í Tel Aviv. Við komuna til landsins í morgun ítrekaði hann enn og aftur afdráttarlausan stuðning Bandaríkjanna við Ísraelsmenn og virðist jafnframt taka undir staðhæfingar um að „hinn aðilinn“ hefði átt sök á harmleiknum í gær. Biden er engu að síður sagður munu eiga opinskátt samtal við Netanyahu um stöðu mála og framhaldið. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í vaktinni hér fyrir neðan. Ef hún birtist ekki strax er ráð að endurhlaða síðunni.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira