Ný flugbraut kallaði á stærstu sprengingu í sögu Grænlands Kristján Már Unnarsson skrifar 16. október 2023 22:11 Stærsta sprenging í sögu Grænlands. Verktakinn notaði 230 tonn af sprengiefni til að sprengja 321 þúsund rúmmetra af klöpp. Sjá má hvernig grjótinu rignir út á flóann vinstra megin og upp í hlíðarnar hægra megin. Kalaallit Airports Gerð nýs aðalflugvallar fyrir Suður-Grænland virðist loksins komin á beinu brautina eftir langvarandi óvissu. Við flugbrautargerðina var hleypt af stærstu sprengingu í sögu Grænlands. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 en Qaqortoq er stærsti bær Suður-Grænlands með um þrjúþúsund íbúa. Til að komast á næsta flugvöll hafa bæjarbúar þurft að leggja á sig tveggja tíma siglingu eða taka þyrlu til Narsarsuaq-flugvallar, sem Bandaríkjaher gerði á stríðsárunum en þangað hafa Icelandair og forverar þess sinnt flugi í meira en hálfa öld. Framkvæmdir við völlinn í Nuuk hófust árið 2019, í Ilulissat árið 2020 og í Qaqortoq árið 2022. GRAFÍK/HAFSTEINN ÞÓRÐARSON. Flugvöllur við Qaqortoq átti upphaflega að fylgjast að með gerð vallanna í Nuuk og Ilulissat, sem eru langt komnir. Landssjóði Grænlendinga reyndist hins vegar illmögulegt að fjármagna gerð þriggja alþjóðaflugvalla samtímis og þurfti Qaqortoq-völlur að bíða. Flugvallarsvæðið er um sex kílómetra utan við bæinn Qaqortoq.Kalaallit Airports Framkvæmdir við gerð 1.500 metra langrar flugbrautar hófust svo loks fyrir rúmu ári en þær annast kanadíski verktakinn Pennecon. Þeim fylgdi meðal annars stærsta sprenging í sögu Grænlands í júlí síðastliðnum og mátti á myndbandi sjá hvernig grjótinu rigndi langt út á flóann. Pennecon notaði þá yfir 230 tonn af sprengiefni til að sprengja 321 þúsund rúmmetra af klöpp. Undirbúningur sprengingarinnar tók sex vikur og voru 18 kílómetrar boraðir af holum til að koma sprengiefninu fyrir. Þrjár byggingar rísa; flugstöð, þjónustubygging og flugturn á hæðinni ofarlega til vinstriKalaallit Airports Smíði flugstöðvar og annarra flugvallarbygginga hefur hins vegar verið í óvissu þar sem tilboðin sem bárust voru hátt yfir þeim fjárhagsramma sem grænlenska landsstjórnin hafði markað. Eftir langt ferli við að ná niður kostnaði tilkynnti flugvallafélag Grænlendinga, Kalaallit, í síðustu viku að það hefði samið við grænlenska verktakann KJ Greenland um smíði bygginganna. Flugstöðin verður talsvert minni en upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir.Kalaallit Airports Flugstöðin verður þó mun hógværari en áður var áformað. Búið er að minnka hana úr 4.300 fermetrum niður í 2.500 fermetra. Einnig verða reistar 2.100 fermetra þjónustubygging og 160 fermetra flugturn. Fallið var frá hugmyndum um að stytta flugbrautina niður í 1.200 metra en mögulegt er að lengja hana síðar í 1.800 metra. Smíði bygginganna á að hefjast næsta vor og er áformað að flugvöllurinn verði tekinn í notkun í ársbyrjun 2026. Samtímis er gert ráð fyrir að flugvellinum í Narsarsuaq verði lokað. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Grænland Fréttir af flugi Icelandair Norðurslóðir Ferðalög Tengdar fréttir Grænlendingar opna fyrsta hluta nýs alþjóðaflugvallar Hluti nýju flugbrautarinnar í Nuuk var opnaður flugumferð í vikunni. Þetta er fyrsti stóri áfanginn sem næst í þeirri miklu flugvallagerð sem Grænlendingar hófu fyrir þremur árum en hún er mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslendinga. 6. nóvember 2022 10:10 Suður-Grænland fær loksins nýjan flugvöll Eftir marga ára vandræðagang vegna fjárskorts, tvö útboðsferli og ítrekaðar frestanir virðist gerð nýs aðalflugvallar Suður-Grænlands við bæinn Qaqortoq loksins í höfn. Flugvallafélag landsstjórnar Grænlands hefur undirritað samning við verktaka um gerð flugbrautarinnar og á hún að vera tilbúin haustið 2025 en loðnutekjur af Íslandsmiðum tryggðu fjármögnun. 26. febrúar 2022 08:48 Loðnutekjur af Íslandsmiðum redda grænlenskum flugvelli Væntanlegur loðnugróði Grænlendinga af Íslandsmiðum veldur því að íbúar stærsta bæjar Suður-Grænlands fá loksins nýjan flugvöll. Þar var tíðindunum fagnað með söng og flugeldasýningu á dögunum. 13. desember 2021 20:40 Skoða minni flugstöð og styttri flugbraut Flugvallafyrirtæki grænlensku landsstjórnarinnar, Kalaallit Airports, hefur skýrt fjárlaganefnd landsstjórnar Grænlands frá því að félagið sé að skoða þann möguleika að skera niður stærð fyrirhugaðrar flugstöðvar og að stytta flugbraut í Qaqortoq á Suður-Grænlandi. 13. september 2020 22:48 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sjá meira
Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 en Qaqortoq er stærsti bær Suður-Grænlands með um þrjúþúsund íbúa. Til að komast á næsta flugvöll hafa bæjarbúar þurft að leggja á sig tveggja tíma siglingu eða taka þyrlu til Narsarsuaq-flugvallar, sem Bandaríkjaher gerði á stríðsárunum en þangað hafa Icelandair og forverar þess sinnt flugi í meira en hálfa öld. Framkvæmdir við völlinn í Nuuk hófust árið 2019, í Ilulissat árið 2020 og í Qaqortoq árið 2022. GRAFÍK/HAFSTEINN ÞÓRÐARSON. Flugvöllur við Qaqortoq átti upphaflega að fylgjast að með gerð vallanna í Nuuk og Ilulissat, sem eru langt komnir. Landssjóði Grænlendinga reyndist hins vegar illmögulegt að fjármagna gerð þriggja alþjóðaflugvalla samtímis og þurfti Qaqortoq-völlur að bíða. Flugvallarsvæðið er um sex kílómetra utan við bæinn Qaqortoq.Kalaallit Airports Framkvæmdir við gerð 1.500 metra langrar flugbrautar hófust svo loks fyrir rúmu ári en þær annast kanadíski verktakinn Pennecon. Þeim fylgdi meðal annars stærsta sprenging í sögu Grænlands í júlí síðastliðnum og mátti á myndbandi sjá hvernig grjótinu rigndi langt út á flóann. Pennecon notaði þá yfir 230 tonn af sprengiefni til að sprengja 321 þúsund rúmmetra af klöpp. Undirbúningur sprengingarinnar tók sex vikur og voru 18 kílómetrar boraðir af holum til að koma sprengiefninu fyrir. Þrjár byggingar rísa; flugstöð, þjónustubygging og flugturn á hæðinni ofarlega til vinstriKalaallit Airports Smíði flugstöðvar og annarra flugvallarbygginga hefur hins vegar verið í óvissu þar sem tilboðin sem bárust voru hátt yfir þeim fjárhagsramma sem grænlenska landsstjórnin hafði markað. Eftir langt ferli við að ná niður kostnaði tilkynnti flugvallafélag Grænlendinga, Kalaallit, í síðustu viku að það hefði samið við grænlenska verktakann KJ Greenland um smíði bygginganna. Flugstöðin verður talsvert minni en upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir.Kalaallit Airports Flugstöðin verður þó mun hógværari en áður var áformað. Búið er að minnka hana úr 4.300 fermetrum niður í 2.500 fermetra. Einnig verða reistar 2.100 fermetra þjónustubygging og 160 fermetra flugturn. Fallið var frá hugmyndum um að stytta flugbrautina niður í 1.200 metra en mögulegt er að lengja hana síðar í 1.800 metra. Smíði bygginganna á að hefjast næsta vor og er áformað að flugvöllurinn verði tekinn í notkun í ársbyrjun 2026. Samtímis er gert ráð fyrir að flugvellinum í Narsarsuaq verði lokað. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Grænland Fréttir af flugi Icelandair Norðurslóðir Ferðalög Tengdar fréttir Grænlendingar opna fyrsta hluta nýs alþjóðaflugvallar Hluti nýju flugbrautarinnar í Nuuk var opnaður flugumferð í vikunni. Þetta er fyrsti stóri áfanginn sem næst í þeirri miklu flugvallagerð sem Grænlendingar hófu fyrir þremur árum en hún er mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslendinga. 6. nóvember 2022 10:10 Suður-Grænland fær loksins nýjan flugvöll Eftir marga ára vandræðagang vegna fjárskorts, tvö útboðsferli og ítrekaðar frestanir virðist gerð nýs aðalflugvallar Suður-Grænlands við bæinn Qaqortoq loksins í höfn. Flugvallafélag landsstjórnar Grænlands hefur undirritað samning við verktaka um gerð flugbrautarinnar og á hún að vera tilbúin haustið 2025 en loðnutekjur af Íslandsmiðum tryggðu fjármögnun. 26. febrúar 2022 08:48 Loðnutekjur af Íslandsmiðum redda grænlenskum flugvelli Væntanlegur loðnugróði Grænlendinga af Íslandsmiðum veldur því að íbúar stærsta bæjar Suður-Grænlands fá loksins nýjan flugvöll. Þar var tíðindunum fagnað með söng og flugeldasýningu á dögunum. 13. desember 2021 20:40 Skoða minni flugstöð og styttri flugbraut Flugvallafyrirtæki grænlensku landsstjórnarinnar, Kalaallit Airports, hefur skýrt fjárlaganefnd landsstjórnar Grænlands frá því að félagið sé að skoða þann möguleika að skera niður stærð fyrirhugaðrar flugstöðvar og að stytta flugbraut í Qaqortoq á Suður-Grænlandi. 13. september 2020 22:48 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sjá meira
Grænlendingar opna fyrsta hluta nýs alþjóðaflugvallar Hluti nýju flugbrautarinnar í Nuuk var opnaður flugumferð í vikunni. Þetta er fyrsti stóri áfanginn sem næst í þeirri miklu flugvallagerð sem Grænlendingar hófu fyrir þremur árum en hún er mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslendinga. 6. nóvember 2022 10:10
Suður-Grænland fær loksins nýjan flugvöll Eftir marga ára vandræðagang vegna fjárskorts, tvö útboðsferli og ítrekaðar frestanir virðist gerð nýs aðalflugvallar Suður-Grænlands við bæinn Qaqortoq loksins í höfn. Flugvallafélag landsstjórnar Grænlands hefur undirritað samning við verktaka um gerð flugbrautarinnar og á hún að vera tilbúin haustið 2025 en loðnutekjur af Íslandsmiðum tryggðu fjármögnun. 26. febrúar 2022 08:48
Loðnutekjur af Íslandsmiðum redda grænlenskum flugvelli Væntanlegur loðnugróði Grænlendinga af Íslandsmiðum veldur því að íbúar stærsta bæjar Suður-Grænlands fá loksins nýjan flugvöll. Þar var tíðindunum fagnað með söng og flugeldasýningu á dögunum. 13. desember 2021 20:40
Skoða minni flugstöð og styttri flugbraut Flugvallafyrirtæki grænlensku landsstjórnarinnar, Kalaallit Airports, hefur skýrt fjárlaganefnd landsstjórnar Grænlands frá því að félagið sé að skoða þann möguleika að skera niður stærð fyrirhugaðrar flugstöðvar og að stytta flugbraut í Qaqortoq á Suður-Grænlandi. 13. september 2020 22:48
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent