Suður-Grænland fær loksins nýjan flugvöll Kristján Már Unnarsson skrifar 26. febrúar 2022 08:48 Teikning af fyrirhuguðum flugvelli við bæinn Qaqortoq. Kalaallit Airports Eftir marga ára vandræðagang vegna fjárskorts, tvö útboðsferli og ítrekaðar frestanir virðist gerð nýs aðalflugvallar Suður-Grænlands við bæinn Qaqortoq loksins í höfn. Flugvallafélag landsstjórnar Grænlands hefur undirritað samning við verktaka um gerð flugbrautarinnar og á hún að vera tilbúin haustið 2025 en loðnutekjur af Íslandsmiðum tryggðu fjármögnun. Í fréttatilkynningu Kalaallit Airports kemur fram að samið hafi verið við kanadíska verktakann Pennecon Heavy Civil og eiga framkvæmdir að hefjast með vorinu. Íslenska fyrirtækið Ístak var upphaflega í hópi fimm verktaka sem grænlensk stjórnvöld buðu að taka þátt í útboðinu og síðan aftur í endurteknu útboði. Verksamningurinn við Pennecon tekur til lagningar flugbrautar, flughlaðs og akstursbrautar, en einnig bílastæða og að ljúka vegagerð milli bæjarins og flugvallarins. Stefnt er að því að smíði tvö þúsund fermetra flugstöðvar, flugturns og annarra bygginga verði boðin út sérstaklega í vor. Flugvöllurinn við Qaqortoq, samkvæmt teikningu frá flugvallafélagi Grænlands, Kalaallit Airports.Mynd/Kalaallit Airports. Nýja flugvellinum er ætlað að taka við af Narsarsuaq sem aðalflugvöllur Suður-Grænlands. Flugbrautin verður 1.500 metra löng og 30 metra breið en um tíma var rætt um að hafa brautina styttri í sparnaðarskyni. Núna er ljóst að hún verður nægilega stór til að taka við Bombardier Q400, lengri vélum Icelandair á innanlandsleiðum, sem og smærri farþegaþotum eins og Airbus A220. Þetta verður þriðja risaverkefnið í flugvallagerð sem Grænlendingar hefja á skömmum tíma. Við bæina Nuuk og Ilulissat er unnið að gerð 2.200 metra langra flugbrauta, sem núna er áætlað að klárist árið 2024. Upphaflega áttu allir þrír vellirnir að vera tilbúnir árið 2023. Í frétt Stöðvar 2 fyrir jól kom fram að óvæntar viðbótartekjur Grænlendinga af góðri loðnuvertíð við Ísland tryggðu fjármögnun flugvallargerðarinnar við Qaqortoq. Grænland Fréttir af flugi Tengdar fréttir Loðnutekjur af Íslandsmiðum redda grænlenskum flugvelli Væntanlegur loðnugróði Grænlendinga af Íslandsmiðum veldur því að íbúar stærsta bæjar Suður-Grænlands fá loksins nýjan flugvöll. Þar var tíðindunum fagnað með söng og flugeldasýningu á dögunum. 13. desember 2021 20:40 Flugvöllum seinkar og sá þriðji líklega styttur Bakslag er komið í flugvallaframkvæmdirnar á Grænlandi, stærstu innviðauppbyggingu í sögu landsins. Tilkynnt hefur verið um ársseinkun á völlunum í Nuuk og Ilulissat á sama tíma og horfur eru á að þriðji flugvöllurinn, í Qaqortoq, verði minnkaður í sparnaðarskyni. 4. september 2021 08:24 Ístak í hópi verktaka sem fá að bjóða í nýjan aðalflugvöll Suður-Grænlands Gerð nýs flugvallar er að hefjast á Suður-Grænlandi og verður það þriðja stóra flugvallarverkefnið sem Grænlendingar setja í gang um þessar mundir. 12. febrúar 2020 22:00 Íslenskur verkfræðingur stýrir gerð flugvallanna á Grænlandi Íslenskur verkfræðingur er orðinn verkefnastjóri grænlenskra stjórnvalda yfir mestu innviðauppbyggingu í sögu þessarar næstu nágannaþjóðar Íslendinga. 11. september 2019 20:52 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Í fréttatilkynningu Kalaallit Airports kemur fram að samið hafi verið við kanadíska verktakann Pennecon Heavy Civil og eiga framkvæmdir að hefjast með vorinu. Íslenska fyrirtækið Ístak var upphaflega í hópi fimm verktaka sem grænlensk stjórnvöld buðu að taka þátt í útboðinu og síðan aftur í endurteknu útboði. Verksamningurinn við Pennecon tekur til lagningar flugbrautar, flughlaðs og akstursbrautar, en einnig bílastæða og að ljúka vegagerð milli bæjarins og flugvallarins. Stefnt er að því að smíði tvö þúsund fermetra flugstöðvar, flugturns og annarra bygginga verði boðin út sérstaklega í vor. Flugvöllurinn við Qaqortoq, samkvæmt teikningu frá flugvallafélagi Grænlands, Kalaallit Airports.Mynd/Kalaallit Airports. Nýja flugvellinum er ætlað að taka við af Narsarsuaq sem aðalflugvöllur Suður-Grænlands. Flugbrautin verður 1.500 metra löng og 30 metra breið en um tíma var rætt um að hafa brautina styttri í sparnaðarskyni. Núna er ljóst að hún verður nægilega stór til að taka við Bombardier Q400, lengri vélum Icelandair á innanlandsleiðum, sem og smærri farþegaþotum eins og Airbus A220. Þetta verður þriðja risaverkefnið í flugvallagerð sem Grænlendingar hefja á skömmum tíma. Við bæina Nuuk og Ilulissat er unnið að gerð 2.200 metra langra flugbrauta, sem núna er áætlað að klárist árið 2024. Upphaflega áttu allir þrír vellirnir að vera tilbúnir árið 2023. Í frétt Stöðvar 2 fyrir jól kom fram að óvæntar viðbótartekjur Grænlendinga af góðri loðnuvertíð við Ísland tryggðu fjármögnun flugvallargerðarinnar við Qaqortoq.
Grænland Fréttir af flugi Tengdar fréttir Loðnutekjur af Íslandsmiðum redda grænlenskum flugvelli Væntanlegur loðnugróði Grænlendinga af Íslandsmiðum veldur því að íbúar stærsta bæjar Suður-Grænlands fá loksins nýjan flugvöll. Þar var tíðindunum fagnað með söng og flugeldasýningu á dögunum. 13. desember 2021 20:40 Flugvöllum seinkar og sá þriðji líklega styttur Bakslag er komið í flugvallaframkvæmdirnar á Grænlandi, stærstu innviðauppbyggingu í sögu landsins. Tilkynnt hefur verið um ársseinkun á völlunum í Nuuk og Ilulissat á sama tíma og horfur eru á að þriðji flugvöllurinn, í Qaqortoq, verði minnkaður í sparnaðarskyni. 4. september 2021 08:24 Ístak í hópi verktaka sem fá að bjóða í nýjan aðalflugvöll Suður-Grænlands Gerð nýs flugvallar er að hefjast á Suður-Grænlandi og verður það þriðja stóra flugvallarverkefnið sem Grænlendingar setja í gang um þessar mundir. 12. febrúar 2020 22:00 Íslenskur verkfræðingur stýrir gerð flugvallanna á Grænlandi Íslenskur verkfræðingur er orðinn verkefnastjóri grænlenskra stjórnvalda yfir mestu innviðauppbyggingu í sögu þessarar næstu nágannaþjóðar Íslendinga. 11. september 2019 20:52 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Loðnutekjur af Íslandsmiðum redda grænlenskum flugvelli Væntanlegur loðnugróði Grænlendinga af Íslandsmiðum veldur því að íbúar stærsta bæjar Suður-Grænlands fá loksins nýjan flugvöll. Þar var tíðindunum fagnað með söng og flugeldasýningu á dögunum. 13. desember 2021 20:40
Flugvöllum seinkar og sá þriðji líklega styttur Bakslag er komið í flugvallaframkvæmdirnar á Grænlandi, stærstu innviðauppbyggingu í sögu landsins. Tilkynnt hefur verið um ársseinkun á völlunum í Nuuk og Ilulissat á sama tíma og horfur eru á að þriðji flugvöllurinn, í Qaqortoq, verði minnkaður í sparnaðarskyni. 4. september 2021 08:24
Ístak í hópi verktaka sem fá að bjóða í nýjan aðalflugvöll Suður-Grænlands Gerð nýs flugvallar er að hefjast á Suður-Grænlandi og verður það þriðja stóra flugvallarverkefnið sem Grænlendingar setja í gang um þessar mundir. 12. febrúar 2020 22:00
Íslenskur verkfræðingur stýrir gerð flugvallanna á Grænlandi Íslenskur verkfræðingur er orðinn verkefnastjóri grænlenskra stjórnvalda yfir mestu innviðauppbyggingu í sögu þessarar næstu nágannaþjóðar Íslendinga. 11. september 2019 20:52